Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Byrjuð að æfa

Sælar Byltur,

Ég notfærði mér aðstöðuna í HÍ í fyrsta sinn í gær. 
Fór í leikfimihúsið til Soffíu og prófaði skíðabrettið þar og þrekhjólið. 
það var eyða milli tíma og frábært að nota hana svona.

Ég var að vísu búin að prófa svipuð tæki í Hress en það má segja að maður sé ekki síður að máta sig við staðinn jafnt og tækin sem eru í boði. Ég er með harðsperrur í kálfunum, þetta er frekar ólíkt átak á vöðva heldur en skokkið. 

En ég er ákveðin að reyna að halda mér við efnið, svo ég geti hangið í ykkur ,,þegar ég kemst á götuna aftur".  Kannski ekki vel orðað .... Whistling

Hverjar eru bestar ?


Vetur konungur

snjókornFyrsti vetrardagur var á laugardag og það er engu líkara en að Vetur konungur fari eftir dagatalinu og hafi í tilefni af því ákveðið að gleðja okkur með hálku og þvílíku. 

Ég vil minna ykkur á broddana kæru Byltur.  Þó við séum gjarnar á að detta, þá er miklu betra að detta á sumrin í góðu veðri en að detta í hálkunni.

Ég keypti mér frábæra brodda í fyrra í skóbúðinni í Firði.  Þeir voru íslenskir, mjög vandaðir, úr endurunnu gúmíi og miklu ódýrari en þeir innfluttu......
ég mæli með þeim.

snjókarlLæt hlaupaplanið fylgja með.......

Kl. 17:30
   Mánudagar ... Setberg með lengingu ... ca 8 km
   Þriðjudagar ... Norðurbær ... ca 7 km
   Fimmtudagar ... Ásland með hring um Ástjörn ... ca 11 km
kl. 10:00
   Laugardagar ... Garðabær ... ca 9 km
         (hægt að lengja eftir vild út á Álftanes)


Glæsilegt hjá Soffíu

Soffía, hálfnuð í Haustmaraþoni 2007
Til hamingju Soffía....


Soffía hljóp sitt 4. maraþon í dag.  Ég hjólaði með henni, sem betur fer, því hún fór fyrst af stað og ég þekkti leiðina. 

Karfan framan á hjólinu gegndi ábyrgðarmiklu hlutverki sem bar, drykkjarstöð.  Áfengislaus.... 
Soffía sá um að hlaupa og ég sá um að næra hana. 

Haustmaraþon 2007Veðrið var gott í byrjun,
síðan héldum við að veðrið væri að gera uppreisn og leiðindi,
en blessunarlega lygndi og það var til friðs, þar til 3 km voru eftir. 

Soffía var farin að þjást af verkjum í vinstra hné, en eins og sönn Bylta, lét hún sig hafa það og kláraði á 6:48:05. 

Á heimleiðinni kom það til tals að Soffía hafi nú með stæl dottið inn í hópinn, þó hún hafi ekki farið á hausinn, en það er klárt að hún bætist á sjúkraskrá næstu viku, verður amk í hvíld.


Áfram Soffía...


á sprettiKl. 8 í fyrramálið, leggja þeir af stað sem taka sér lengri tíma í hlaupinu.  Soffía er í þeim hópi.  Ég mun hjóla með henni og hugsa um að styrkja hana á leiðinni. 

Þetta verður spennandi, Soffía er búin að æfa vel og ég spái því að hún verði undir 4:30.  Það mun auðvitað verða til þess að Byltur hlaupi aftur eftir þessu hlaupaplani. 

Þóra Hrönn var með áform um að hlaupa með Soffíu síðustu 10 km.  Það er auðvitað bara frábært.

Áfram Soffía...


Áfram Soffía...

passamynd SoffíaSælar og takk fyrir síðast Smile
Það var gaman að hittast, leitt að það komust ekki allar.
Nýtt hlaupaplan var ákveðið.

Kl. 17:30
   Mánudagar ... Setberg með lengingu ... ca 8 km
   Þriðjudagar ... Norðurbær ... ca 7 km
   Fimmtudagar ... Ásland með hring um Ástjörn ... ca 11 km
kl. 10:00
   Laugardagar ... Garðabær ... ca 9 km
         (hægt að lengja eftir vild út á Álftanes)

Ferðin til DC dettur niður, en fall er faraheill,
það verður önnur ferð eftir þessa.
Soffía er hetjan, sú eina sem heldur enn prógramminu og mun halda uppi heiðri okkar hinna og hlaupa maraþon í Haustmaraþoni Félags maraþonhlaupara laugardaginn 27.okt, ræst kl 9 við Rafveituhúsið í Elliðaárdalnum.

Áfram Soffía ...


Súfistinn í kvöld

ábending

 broskallmeðkaffiSælar,

ég vildi bara minna ykkur á,
við ætlum að detta saman í kvöld. 

                                
Það er Súfistinn á Strandgötu kl 20:00
Vona að allar komist.  Hittumst hressar og kátar.


Bæklunarlæknir

 fótbrot

Ég fékk með undraverðum hraða, næstum með hraða ljóssins, tíma hjá Guðmundi Erni bæklunarlækni í Orkuhúsinu. 

Hann skoðaði á mér fótinn og komst að því, sem ég vissi í raun og veru.... að það væri óráðlegt að hlaupa maraþon eftir rúmar 2 vikur. 

Til þess að fá mig góða og þá varanlega góða, er best að hvíla og fara í sjúkraþjálfun (nudd). 

hjól

Ég get haldið mér við með því að hjóla....  Smile

Hásinin hefur fengið eitthvað smá-hnask og bólgnað á típískum stað... sagði hann, en hún er ekkert farin að trosna eða neitt þannig lagað.... sem var afar ánægjulegt að heyra. 

Ef ég verð skynsöm, get ég orðið stálslegin aftur, en það tekur 1-2 mánuði. 

Ég þarf varla að taka það fram að ég er afar skynsöm kona Cool


Fundur...

hlaupararSælar...

Af því að ég veit að Þórdís og Anna Rós eru uppteknar á fimmtudagskvöldinu.  ..... þá sting ég upp á fundi kl. 20 næsta mánudagskvöld í Súfistanum. 

Ég vona að allar geti mætt. 

Endilega látið vita hvort þið getið komið....   Cool


Fimmtudagskvöld ?

Sælar Byltur

Nú verðum við að fara að hittast... Aðalumræðuefnið er.... Ferðin til DCSmile

Hvernig er fimmtudagskvöldið hjá ykkur? Komið með tillögu hvar við eigum að hittast .....


That´s the spirit....

Var að lesa athugasemdirnar..... Ekki svo góðar fréttir af Önnu Rós, en það verður að kyngja því..Blush

En gott hjá ykkur stelpur að ætla í Heiðmörkina í fyrramálið.  Það var lagið... Ekki gefast upp núna, þegar það er svona stutt eftir.   Wink 

Ég fór í nuddið og nálarstungurnar í morgun.  Hann nuddaði mig villt og galið.... í þetta sinn var ekki gengið á mér.... Þetta er allt að koma.  

Ég fékk meira bólgueyðandi í gær.  En annars held ég að ég sé búin að finna út hvernig þetta gerðist .... Var að teygja á báðum hásinum í einu, á kantsteininum, eins og ég geri oft, og man að ég missti jafnvægið af því ég hélt mér ekki í neitt....

En gangi ykkur vel með prógrammið stelpur ... Smile


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband