Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Sælar
Ég fór í nudd og nálastungur á kínverskri nuddstofu í Hamraborginni. Þetta var algerlega ný reynsla fyrir mig. Nuddarinn talaði bara kínversku, en það skipti engu máli, æ, ó og ah þýðir ábyggilega það sama á öllum tungumálum.
það var gengið á mér (hann var sem betur fer skólaus) og sparkað í afturendann á mér.... en það verður ekki tekið af honum að hann er frábær nuddari...
ég á annan tíma kl 9 á laugardagsmorguninn.
Íþróttir | 4.10.2007 | 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Við þurfum að hittast stelpur... detta saman.
Það er komið að því að peppa hvor aðra upp. Bíðari nr.1 var inni á hlaupasíðunni, að skoða hlaupið okkar í DC. Ég var auðvitað að lesa skólabækurnar á meðan.... hvað annað!
Sá sem var síðastur þar.... var 8 tíma.... STELPUR. ég segi að við eigum ekki að hafa neinar áhyggjur, fyrsta maraþonið er alltaf prófraun og allt í kroppnum reynir að mótmæla vikurnar fyrir hlaup. En þegar við erum komnar af stað... verður þetta ekkert mál.
Þess vegna slökum við bara á núna... höfum ekki áhyggjur af því að geta ekki haldið áætlun.... prógrammið var bara viðmið.... Takið þess vegna frí fram yfir helgi og hlaupum bara Setbergið á þriðjudag....
En ættum við ekki að hittast eitthvert kvöldið ?
Íþróttir | 3.10.2007 | 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég hringdi í Þórdísi áðan, hún hafði ekki góðar fréttir af hópnum. En það er ekki nema eitt í stöðunni, þegar það blæs svo hressilega á móti að stráin bogna og brotna.
Við erum svo heppnar að hlaupahópurinn okkar spannar vítt menntunarsvið, höfum sálfræðing, félagsráðgjafa, lögfræðing, prest og hvaðeina. Tómir sérfræðingar...... Nú virkjum við prestinn til að hafa bænastund með okkur, leitum á náðir almættisins, enda lofar ritningin því í
Matt 18:19 Hverja þá bæn, sem tveir yðar verða einhuga um á jörðu, mun faðir minn á himnum veita þeim.
Nú bið ég um komment á þetta, bæði frá presti og söfnuði
Íþróttir | 2.10.2007 | 14:51 (breytt kl. 14:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Soffía skrifaði í athugasemdir að hún hefði hlaupið amk. 25 km. GLÆSILEGT hjá henni að hanga svona í programminu, ég veit að þetta er erfitt stelpur, með fullri vinnu, heimili og sumar með marga hunda. Þetta er auðvitað ekkert annað en hetjuskapur... tala nú ekki um að það er farið að dimma og versna veður.
Ég vona að sjúkralistinn styttist í næstu viku.... annars fer ég að hafa áhyggjur
Það er einhver plús við þetta.... mér hefur tekist að halda mér við bækurnar, tók alla síðustu helgi í að undirbúa 1 af þessum fyrirlestrum sem ég þarf að halda. Síðan hef ég ákveðið að byrja um næstu helgi á annarri ritgerðinni sem ég þarf að skila. Hvað Guð er góður að halda mér við efnið.
Íþróttir | 1.10.2007 | 19:54 (breytt kl. 19:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)