Bloggfærslur mánaðarins, mars 2016

Marathon nr. 200 - Dust Bowl Series # Ulysses Kansas 25.mars 2016

Dust Bowl Series #3 Ulysses Kansas
25.mars 2016

http//.www.mainlymarathon.com/dustbowl

Við komum inn í seríuna á þriðja degi... svo ég sótti númerið rétt fyrir ræsingu. Ég er nr 13. Ég þekkti fullt af hlaupurum en svo bætast alltaf nýir við. Larry heimsmethafi, Matthew, Rema, Margaret, Ila, Vincent, Clyde, Frank og margir fleiri. Clint tilkynnti fyrir hlaupið að þetta væri tvö-hundruð-asta maraþonið mitt.

Ég var ekki vel upplögð, búin að vera á sýklalyfi við kvefinu og fékk í magann af því, þreytt eftir veðurteppuna í Denver og langa keyrslu hingað... hitinn var rétt undir frostmarki þegar við vorum ræst og grófur stígurinn slæmur undir fæti... en þegar svona er tilkynnt þá verður maður að komast í gegnum það og engar afsakanir.

Það voru margir sárfættir frá gærdeginum og margir heil-maraþonar gengu allan tímann. Ég fór ekki úr jakkanum fyrr en eftir 4-5 tíma þegar fór að hitna og þá var ég orðin verulega þreytt í bakinu af að ganga á þessum stíg... sem einhverntíma hefur verið malbikaður og malarborinn en bara grófu steinarnir standa upp úr núna. 

Hlaupið var ræst kl 7:30. Við fórum fram og til baka 14x sömu leiðina og þó Margaret ætti eina ferð eftir þá vildi hún endilega hlaupa með mér í markið þegar ég var búin. 

Þetta maraþon er nr 200 - hver hefði trúað því  
Garmin dó á leiðinni, spurning orðin um nýtt úr og sólgleraugu sem brotnuðu nýlega... eða er kominn tími til að hætta ??? Nei, er 13 ekki bara óhappatalan mín


Æfingar í mars

Veðrið hefur ekki verið hliðhollt til æfinga, þess vegna er sundið á föstudögum snilld, hreyfing með Völu annað hvort úti eða inni á mánudögum og svo erum við nýbúnar að draga fram hjólin.

 4.mars... 1200 m skrið
 7.mars... 8,1 km skokk, Hrafnistuhringur með Völu í roki og rigningu, varð aftur hölt á hægra fæti.
11.mars... 1200 m skrið
14.mars... 18,3 km hjól m/Völu
17.mars... hjól 6 km
18.mars... 1200 m skrið
25.mars... The Dust Bowl Series, Maraþon í Ulysses Kansas, 43 km


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband