Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Normal hvað...

Hljóp síðast á mánudaginn í síðustu viku... hver áætlunin á fætur annarri klikkaði á milli... OM en nú er ég vonandi komin á götuna aftur. Dreif mig út snemma í morgun - frostið á að aukast með deginum. Það var alveg nógu kalt og næddi alveg nógu mikið - en það lagaðist eða vandist á leiðinni. Það eina sem ég sá eftir var, að hafa ekki sett á mig broddana... færið var þannig að sennilega hefðu þeir rifið aðeins í... og gert mig öruggari... maður er stífari ef maður býst við að geta runnið í hálkunni.

Hrafnistuhringurinn var farinn, kysstur og kjassaður - alltaf svo þægilegur Wink og sjálfstýringin skilar mér heim. Fór hægt en alla leið Joyful


Back to normal :)

Ég kom heim á föstudagsmorgni og er enn rykug af tímamun Blush... gleymdi meira að segja að blogga um okkur Völu. Veðrið var ekki spennandi í gær en við hlupum samt... fórum Hrafnistuhringinn eins og venjulega á mánudögum, nú í myrkri, slagviðri og rudda W00t... viðbrigði eftir að meðaltali 25-30°c í 3 vikur Cool 

Hrafnistuhringur 12,5 km Smile 


Malibu Marathon 13.11. 2011

Myndir frá Bryndísi og Lúther sept-okt 2011 080Malibu International Marathon & Half Marathon
Malibu, CA USA, 13.nóv 2011
http://www.malibuintmarathon.com

Klukkan var stillt á 4 aðra nóttina í röð... Við græjuðum okkur og læddumst út um kl 5... Það var um klst keyrsla til Camarillo þar sem maraþonið byrjar.
Myndir frá Bryndísi og Lúther sept-okt 2011 097Auðvitað voru nokkrir Maniac-ar þarna og teknar hópmyndir.

Hlaupið átti að ræsa kl 7 en startið dróst um 20 mín, vegna þess að ein rútan frá Malibú fór útaf. Heyrði ekki að neinn hefði slasast.

Malibu Marathon 13.nov 2011Vöðvarnir voru aumir eftir gærdaginn en ég var ákveðin í klára þetta. Fyrstu mílurnar voru í kringum akrana við flugvöllinn - lítið spennandi svæði... en síðan var hlaupið eftir strandveginum NR 1...
Þar voru snarbrattar hlíðar og klettótt ströndin á hvora hlið... Fljótlega teygðist úr hrúgunni en hlaupið hafði eina akrein og deildi henni með hjólreiðamönnum... það var svolítið slæmt því maður heyrði ekki í þeim og þeir voru yfirleitt í hópum.

Myndir frá Bryndísi og Lúther sept-okt 2011 104Það munaði um þessar 20 mínútur sem seinkunir var... sólin steikti mig en allra verst var að það voru 3 mílur á milli drykkjarstöðva. Ég væri múmía í vegkantinum núna ef Lúlli hefði ekki bjargað mér með ískaldri kókflösku og þegar hún var búin færði Fellow Marathon Maniac mér flösku af G2. 

Myndir frá Bryndísi og Lúther sept-okt 2011 107Þjónustuliðið á hverri drykkjarstöð var frábært, og haugar af geli á hverri stöð... en drykkirnir voru vondir, klórbragð af vatninu og hræðilegur orkudrykkur með próteini. Fleiri en ég freistuðust til að drekka of lítið á hverri stöð og svo var langt á milli þeirra... ég hef ekki séð hópana af fólki fara að ganga svona snemma í maraþoni.

Þreytan sat í mér, brekkurnar og hvalfirðirnir settu í mig leiða og að lokum var mér nákvæmlega sama hvenær ég kláraði - bara að ég kláraði. Markið var í hyllingum.

Þetta maraþon var nr 139, garmurinn mældi það 42,59 km og tímann 6:33:34

LEYNIUPPTAKA BÍÐARA NR.1 Ískalt Coca Cola í Malibu Marathoni 13.nov 2011.avi  www.youtube.com 


Santa Barbara Marathon 12.11. 2011

Myndir frá Bryndísi og Lúther sept-okt 2011 082Santa Barbara International Marathon & Half Marathon, Relay, Santa Barbara, CA USA, 12.nov 2011
http://www.sbimarathon.com

Klukkan hringdi kl 4 og við Lúlli fengum okkur morgunmat. Þegar allt var tilbúið og Bragi vaknaður fórum við út... Það var ca 20 mín keyrsla á startið.

Myndir frá Bryndísi og Lúther sept-okt 2011 085Þegar við nálguðumst skólann þar sem startið var, var ekki einu sinni leyfilegt að keyra upp að skólanum, gatnamótin voru notuð fyrir ,,Drop off"... og ekki við það komandi að breyta því neitt... Við stoppuðum því aðeins frá og Lúlli tók mynd af okkur Braga við bílinn. Ég varð því að fara ein á startið og þeir fóru heim. Á startinu hitti ég nokkra Maniacs svo að grúppumyninni var reddað...

Góðum vinum fagnað í Santa Barbara 2011Það var fyrirfram ákveðið að Jonna og Bragi myndu bíða með Lúlla á Puente... hliðargötunni heim til þeirra sker hjólreiðastíginn sem hlaupið var eftir... á milli 18 og 19 mílu. Og þar stóð heimavarnarliðið samviskusamlega með íslenska fánann þegar ég kom þangað.
Santa Barbara marathon 12.nóv 2011 089Það var ægilega gaman að hitta þau öll, það voru teknar myndir og þetta var mikil upplifun fyrir Jonnu og Braga sem ég held að hafi þarna í fyrsta sinn séð maraþon í gangi. 

Það hafði verið skýjað en sólin fór að skína á 10 mílu og um leið kom nokkuð sterkur mótvindur.
Santa Barbara marathon 12.nóv 2011Leiðin var ágæt, nokkuð slétt en þó með löngum og góðum brekkum bæði upp og niður... og síðustu 2 mílurnar voru niður á við.

Þetta maraþon er nr 138 hjá mér,
garmurinn mældi það 42,52 km og tímann 5:21:39

Ps. set inn myndir á morgun Wink


Santa Clarita Marathon 6.nóv.2011

Santa Clarita Marathon, 6.11.2011Parkway Motorcars Santa Clarita Marathon & Half-Marathon, 5K, Kid K, Santa Clarita, CA USA, 6.nóv 2011
http://www.scmarathon.org/

Klukkan vakti okkur kl 3... og hinn hefðbundni undirbúningur hófst. Ég gerði einn feil, ég athugaði ekki veðurspána. Það komu nokkrir dropar þegar við komum út en ekkert sem við höfðum áhyggjur af... en á leiðinni á startið byrjaði að hellirigna... og ég var bara í hnébuxum og stuttermabol og aukafötin á hótelinu því Lúlli ætlaði að fara til baka og tékka okkur út Blush 

Santa Clarita Marathon, 6.11.2011Þegar við komum á staðinn beið fólk þar sem var skjól... Það voru 21 Maniac skráður í maraþonið en ég fann bara 2 til að taka hópmynd, hinir voru í ruslapokum eða einhverju yfir Maniac-bolunum.

Santa Clarita Marathon, 6.11.2011Fólk dreif ekki að fyrr en það stytti augnablik upp. Hlaupið var kl 7:00 í hellidembu og ég hélt ég yrði úti á fyrstu mílunum. Þá fann ég plast regnkápu sem einhver hafði hent og hún bjargaði mér... ég var orðin heit eftir 3-4 mílur og henti henni á mílu 9.

Það má segja að veðrið hafi verið fullkomið fyrir þá sem voru rétt klæddir. Fyrst var mér kalt, en síðan þegar stytti upp og sólin var búin að þurrka gallann, þá var mér heitt. Leiðin var ekki hæðótt, engar slæmar brekkur en við fórum nokkuð oft fram og tilbaka sömu götuna/stíginn.

Santa Clarita Marathon, 6.11.2011Þjónustan var frábær, drykkjarstöð á meira en mílu fresti. Á einni stöðinni spurði hvort það væri eitthvað að borða og það beið eftir mér þegar ég kom til baka sama stíginn.

Þetta maraþon er nr 137 hjá mér Joyful
Garmurinn mældi þetta maraþon 42,62 km og tímann 5:21:19

Á leiðinni til baka að bílnum fann Bíðari nr 1 þjáningarbróður... þeir taka sig vel úr saman Wink
PS... held hann sé búinn að bíða nokkuð lengi Wink


Gögnin fyrir Santa Clarita Marathon 6.nóv. 2011

Ég hljóp þetta maraþon fyrir einhverjum árum. Við keyrðum niður frá Santa Barbara í dag og byrjuðum á að sækja gögnin... lítið expo en ágætt. Ég er nr 54... passar vel að vera 54 ára.

Santa Clarita marathon 6.nóv 2011 054Við keyptum morgunmat og eitthvað fleira áður en við tékkuðum okkur inn á áttuna okkar, ég ætla ekki aftur út í dag.
Sem betur fer var Jonna búin að segja okkur að klukkan breytist í nótt, færist aftur um klst. Það hefur tvisvar gerst áður þegar ég mætti í hlaup að ég mætti klst of snemma af því að við vissum ekkert um þetta.

Ég tók til dótið og fer nú að borða og slappa af. Maraþonið verður ræst kl 7 í fyrramálið.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband