Færsluflokkur: Menning og listir

Bjartir dagar á hjóli - afmæli Hafnarfjarðar

Miðvikudagur 1.júní 2011 - auglýsing úr dagskrá:
Hjólreiðaklúbbur hafnfiskra kvenna leggur af stað frá Thorsplani kl 18 og hjólar á milli viðburða.

Í stuttu máli þá mætti ég EIN úr hjólreiðaklúbbnum og Ingibjörg af Álftanesinu mætti líka :)
Við þræddum því staðina allar/báðar/tvær í nafni HHK. Það er nokkuð ljóst að starfsemi klúbbsins lifnar eingöngu við þegar á að hjóla á milli staða þar sem veitt er hvítt og rautt... og geri ég að tillögu að héðan í frá verði 1.júní  formlegur árshátíðardagur félagsins. Hik...
Við Ingibjörg hjóluðum út um allan bæ og heimsóttum flesta staðina í dagskránni í þriggja tíma yfirferð okkar um bæinn.

Við Lúlli vorum búin að hjóla heilmikið frá 11:30 til kl 3:30 þannig að ég geri ráð fyrir að hafa hjólað um 30 km í dag.


Maraþon 100km félagsins 6.6.2009

Gunnlaugs-maran 6.6.2009100 km félagið var með 100 km hlaup í dag og bauð einnig upp á maraþon... Auðvitað mætti ég... ef ég get flogið til útlanda, hlaupið með flugþreytu, bílþreytu og rugluð í tímamismuni - þá verð ég nú að hlaupa þegar maraþonið er við útidyrnar Wink

100 km-hlaupararnir voru aðeins tveir og þeir voru ræstir kl 7... ég kl 10 og tveir aðrir maraþonar kl 2. Veðrið var dásamlegt, sól, aðeins gola og í lokin hjá mér, um kl 3 var hitinn kominn í 16°c. Sigurjón setti glæsilegt Íslandsmet í 100 km hlaupinu... Til hamingju Sigurjón.

Gunnlaugs-maran 6.6.2009Gunnlaugur hjólaði með mér hluta af leiðinni út í bryggjuhverfið til að kynna mig fyrir ,,slaufunni" og svo studdi hann mig síðasta km í mark... annars var ég ,,ein" meðal allra þeirra sem voru hlaupandi, hjólandi eða gangandi á hlaupaleiðinni í góða veðrinu í dag.

Þjónustan í hlaupinu var sú besta sem ég hef upplifað í maraþoni á Íslandi... 2,5 km á milli drykkjarstöðva og veitti ekki af í blíðunni... aðstoðarliðið frábært, uppörvandi og klappandi manni í bak og fyrir.
Gunnlaugs-maran 6.6.2009Toppurinn var auðvitað að fá nýbakaða vöfflu með rjóma og nýuppáhellt kaffi hjá Jóa.

Maraþonið, sem mældist 42,69 km hljóp ég á 5:07:57 samkvæmt mínu Garmin.  


Komin heim :)

Ég gisti síðustu nóttina í N-Attleboro... mjög þægilegt hótel með öll stóru verslunarnöfnin í innan við mílu fjarlægð. Þaðan var ég um klst. til Boston.
Ég er búin að vera EIN á ferðalagi í 13 daga, búin að keyra 2.008 mílur og hlaupa 2 maraþon. Flugið heim var kl 9:30 um kvöldið og lent 6:30 í morgun... ég horfði á 2 bíómyndir á meðan.

Bíðari NR 1 sótti mig út á völl... að sjálfsögðu Grin


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband