Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2014

Datt einu sinni enn...

Við Vala fórum Hrafnistuhringinn síðasta mánudag (27.jan) og allt gekk vel... við fengum frábært veður og við vorum hæst ánægðar með hringinn okkar.

29.jan...
Í dag dreif ég mig út fljótlega eftir hádegið... og ég ákvað að hlaupa extra rólega til að geta hlaupið afslappað... ég er eitthvað svo lurkum lamin eftir þessar byltur undanfarið... Allt gekk mjög vel fyrstu 7,5 km en þá flaug ég í götuna og snéri á mér hægra hnéð... Tvær litlar stelpur kölluðu til mín og spurðu hvort ég væri í lagi eftir þetta... Í alvöru þá var ég ekki viss um að ég kæmist heim en svaraði þeim að ég væri óbrotin.

Þetta er svakalegt slag fyrir mig... ég gekk rúma 3 km heim en það er útilokað að ég hlaupi næstu 2 vikur Blush ég er stokkbólgin og get ekki beygt hnéð almennilega... ég verð bara að ná mér eftir þetta.


Datt tvisvar í dag

Ég er að jafna mig eftir byltuna á Krísuvíkurveginum síðasta laugardag, mesta bólgan er farin er þessar djupu rispur verða einhvern tíma að gróa.

Við Vala gátum ekki hlaupið saman á mánudaginn svo við ákváðum að vera saman í dag í staðinn. Ég var nú farin að vona að klakabunkarnir væru að mestu leyti farnir en svo var ekki... planið hér úti var autt og í bjartsýnisbrjálæði taldi ég mig ekki þurfa broddana í dag Shocking

Það rigndi létt þegar ég fór út en ég var ekki hálfnuð til Völu þegar það var farið að snjóa... Það voru mín stóru mistök að hafa skilið broddana eftir... við Vala fórum Hrafnistuhringinn og ég datt tvisvar á leiðinni... svo nú hef ég gömlu skrámurnar á vinstra fæti, nýja á hnénu og mar á lærinu... skrámur á rassinum og er marin og aum í báðum úlnliðum.

Fall í þriðjaveldi hlýtur að boða gott framhald...

Hrafnistan tókst engu að síður vel og er enn 12,5 km Cool 


Fall er fararheill á nýju ári :)

Mánudagur 13.jan. 2014
Við Vala eigum mánudagana saman en síðasta mánudag var ömurlegt veður, hvasst og glerhálka... svo Vala bauð mér inn í Sjúkraþjálfann. Þetta var snilld, ég skokkaði löturhægt í 40 mín á bretti og síðan tókum við törn á æfingatækjunum. Í allt vorum við tvær klukkustundir.

18.jan 2014 á Krísuvíkurvegi

Laugardagur 18.jan
ég fékk síðan ekki tækifæri til að fara út aftur, fyrr en í morgun... þá var ég komin út 8:30 í niðamyrkri. Það rigndi hressilega í nótt og rigningin virkaði sem þvottur á klakabunkana, svo ég varð að hlaupa út á götu. Leiðin lá upp Krísuvíkurveginn (smá mistök)... vegurinn var að vísu nær auður en engir ljósastaurar á leiðinni.

Ég var ekki komin langt þegar ég blindaðist af bíl sem kom á móti og steig óvart út fyrir kantinn og datt í götuna. Vinsti fótur er allur skrapaður og ég er enn með verki í sárunum... fyrir utan að sárin hafa ljókkað eftir því sem líður á daginn... ég þarf varla að taka það fram að bílstjórinn hélt áfram eins og ekkert hefði gerst þó ég lægi í götunni.


New Year's Race in Hollywood 4.jan.2014

unnamed

New Years Race LA, 4.1.2013 009

Ég man ekki lengur hvar ég frétti af þessu hlaupi en mig langaði til að hlaupa það þó það væri bara hálf-maraþon. Ég sakna stóru borgarhlaupanna... búin að vera alltof oft í einhverjum fámennum, krummaskuðs-maraþonum.

Við vorum í Santa Barbara en keyrðum suður, fyrst til Camarillo þar sem ég sótti númerið fyrir Camarillo Maraþon og síðan keyrðum við í miðborg LA til að sækja númerið fyrir Nýjárshlaupið.

New Years Race LA, 4.1.2013 013

Expo-ið var sæmilegt... og þetta verður nokkuð stórt hlaup. Startið er ekki langt frá en markið er ca í 2ja mílna fjarlægð.  Hótelið sem við erum á er í 14 mílna fjarlægð... og þar var SKELFILEGT bílastæðavandamál. 

Við vorum aftur mætt á staðinn kl 17 en hlaupið var ræst kl 19.
New Years Race LA, 4.1.2013 026Ég hélt að kynnirinn væri að grínast þegar hann talaði um brekkur en ég held það séu ekki fleiri brekkur í LA.

Það var svolítið skrítið að hlaupa í myrkrinu, sérstaklega þegar við hlupum í dimmum hverfum. Það var skemmtilegt að hlaupa kringum DODGER STADIUM og líka hring í kringum völlinn inn á leikvanginum (Ég hef farið á Dodgers leik þarna).

Hlaupið gekk vel, ég var á nýjum NIKE skóm sem virkuðu vel. ég þurfti að stoppa einu sinni og færa ball-foot-púðann, það særði mig eitthvað milli tánna á v-fæti en annars var þetta ágætt.

Ég hljóp í fyrsta sinn með símann minn og tók fullt af myndum.

Garmurinn mældi vegalengdina 13,36 og tímann 3:07:00

............................................................................................... 

 

Allt umfangið eftir hlaupið, gangan til baka að bílnum, umferðin á leiðinni út úr miðborginni og keyrslan að hótelinu tók ótrúlegan tíma, ég var ekki komin í rúmið fyrr en rúmlega 1 am... og ákvað að það væri best að sleppa maraþoninu morguninn eftir, enda klst keyrsla til Camarillo. Ég hefði einhvertíma getað það en ekki núna, svona æfingalaus.

Frétti síðar að það hefði verið mikið sandrok á meðan hlaupið var. 


Hlaupa-annáll fyrir árið 2013

Gleðilegt nýtt HLAUPA-ÁR 

Árið 2013 hefur verið viðburðaríkt, bæði gleðilegir atburðir og sorglegir. Við misstum kæran vin okkar, Braga Freymodsson í byrjun janúar og í október dó elsku pabbi minn mjög snögglega. Þó maður viti að einhvern tíma komi að sorgardegi í lífi manns þá vonar maður alltaf að hann komi einhvern tíma seinna.
Blessuð sé minning þeirra.

Verðlaunapeningar 2013

Árum saman höfðum við Lúlli þann sið að fara erlendis á milli jóla og nýjárs og ég hljóp einhversstaðar á nýbyrjuðu ári... en nú gerðist í annað sinn, það sem ég hélt að myndi aldrei gerast... að vera erlendis á jólum. Í fyrra vorum við í Texas en nú erum við í Californíu hjá okkar kæru Jonnu. 

Ég byrjaði árið 2013 með því að hlaupa Texas-Marathon á nýjársdag og má segja að þá hafi línurnar verið lagðar fyrir árið...
Center of the Nation #2 SD, 17.9.2013ég er sem sagt lögð af stað í annan hring um fylki USA. Ég held ég hafi ekki hlaupið eins mörg maraþon á einu ári í eins fáum ferðum og í eins lélegu formi áður.

Ég komst í gegnum 18 maraþon í 8 ferðum... þrisvar fór ég ein... í þrem þeirra fór ég aðeins eitt maraþon í ferðinni, í tveim ferðum fór ég 4 maraþon í hvorri. Tvisvar hljóp ég 2 daga í röð og einu sinni 3 daga í röð. Ég tók þátt í tveim hlaupaseríum,
The New England Challenge og
Center of the Nation... þar sem við stóðum á Geographic Center of the Nation í S-Dakota.
Reykjavíkurmaraþon 23.8.2013 441,1Heima hljóp aðeins Reykjavíkur maraþon... Ég held það hafi aldrei gerst áður að ég hafi hvorki hlaupið vor-eða haust-maraþonið hjá FM.

Mér tókst að komast á Reunion hjá 2 klúbbum, í maí í Seattle hjá Marathon Maniacs og hjá 50 States Marathon Club í Connecticut í október.

Space Coast Marathon 1.des 2013

Næst síðasta ferðin á þessu ári var SYSTRA-ferð til Florida yfir Thanksgiving... en það er algjör nýbreyttni að ég taki einhverja aðra en Bíðara nr 1 með... en í Flórida hljóp ég Space Coast Marathon og voru Berghildur og Edda svo ánægðar með ferðina að hún verður árviss og þær fara að æfa svo þær komist hálft-maraþon. 

Síðasta maraþon ársins 2013 var Operation Jack á annan í Jólum. En það maraþon er 17 maraþonið mitt í Californíu... I LOVE CALIFFORNIA.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband