Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Mikið að gera...

Það er brjálað að gera hjá mér,

en samt ekki svo mikið að maður geti ekki skipulagt ferðir InLove   I love it 
Ljónið er stanslaust á vefnum að leita að hlaupum, veit orðið mikið betur en ég hvar ég er búin að hlaupa.  Það eru alltaf 3 ferðir í bið hjá okkur...

Við förum næst út....... rétt eftir að prófin eru búin.  Við eigum þá flug til Boston og erum að ákveða endanlega hvert við förum þaðan.  Við ætluðum að vera á austurströndinni en ég er búin að færa mig ..... okkur yfir á vesturströndina  Kissing  einu sinni enn

California here we come....


Little Rock Marathon, Arkansas, 2.mars 2008


Sótti gögnin á föstudag (hlaupársdag) og tók því rólega í gær, laugardag.  Í fyrsta sinn hafði ég skráð mig sem WALKER en hafði ekki hugmynd um hvaða kröfur voru settar á mig við það. 
Þeir sem þurfa meira en 6 klst verða að fara af stað kl 6.... en hinir fara kl 8.  Markinu er lokað kl. 2. 

Skráð sem Walker, mátti ég ekki hlaupa neitt, því ég var nú skráð í annan keppnisflokk og ég mátti ekki koma í mark undir 6 tímum.  Þannig voru þeir að varna því fólk nýtti sér að fara snemma af stað. 

 
2. mars 2008
ferð í feb-mar 2008 054Við vöknuðum kl. 4 í nótt.  Vorum mætt við startlínuna korter yfir 5 og ennþá myrkur.  Veðrið var nokkuð gott.  Lögreglan fór fremst og hélt niðri hraðanum þar til kl.8 þegar allar götur hlaupsins voru lokaðar fyrir umferð.  Leiðin var ágæt, miklu meiri brekkur en í New Orleans, einhvernveginn samt léttara og í alla staði mjög góð þjónusta á leiðinni. 

Mér gekk betur en síðast, hæst ánægð með tímann en ég kom í mark á tímanum 6:24:58.  
Síðustu mílurnar hafði ég þjáðst af blöðrusári á vinstra hæl, það er einhvernveginn allt annað álag á fótunum þegar maður gengur, en það gleymdist allt þegar ég sá verðlaunapeninginn...... VÁááááááááá....... hvílíkur hlunkur. 
 

Meðan ég var í maraþoninu, tékkaði Lúlli okkur okkur út af hótelinu og beið með allt draslið í bílnum.  Við brenndum út úr bænum, keyrðum 450 mílur suður til New Orleans.  Stoppuðum einu sinni á leiðinni og keyptum eitthvað að borða.  Klukkan var orðin hálf níu þegar við komum þangað, tókum sexu, kláruðum að pakka, ég komst loksins í sturtu.   

Við áttum flug kl. 8:35 til Atlanta, svo við þurftum að vakna kl 5.  Flugið til Atlanta var stutt, 1 klst og 2ja tíma munur.  Þaðan flugum við til New York, komin þangað kl 2 og svo heim til Íslands kl.8 um kvöldið.  Endasprettirnir taka aðeins á...... hlaup, keyrsla og flug.  Pabbi og mamma sóttu okkur á völlinn kl 7. 
Það er hundleiðinlegt veður, grenjandi rigning ofan í snjóinn.  Ég tók upp úr töskunum og var mætt í skólann kl 10.  Alveg frábært, kom við í Bónus á leiðinni heim.  Þá tekur þvotturinn og lærdómurinn við....... það er ekkert gefið eftir...Wink..... svo maður komist í næstu ferð...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband