Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012

Í yndislegu veðri með Völu

Við vorum ekki búnar að tala okkur saman um að hittast fyrr... af því að það er frídagur. En til þess er síminn... við hittumst við brúna og fórum okkar yndislega Hrafnistuhring í dásamlegu veðri :)

Venjulega hleyp ég aðeins styttra þegar það er maraþon helgina eftir en í dag var allt gleymt... og bara notið þess að vera úti.

Hrafnistan, 12,5 km sem var bara snilld :) 


Korter í...

Égfór út um tíu-leytið... var ekki alveg viss hvaða leið ég ætlaði eða hve langt... en það var inni í planinu að koma við hjá systir og tékka á kisunum. Hitti bara þá gráu, og hún hafði mikla þörf fyrir athygli. Úr því að ég var komin í Setbergið tók ég strætóhringinn sem er 2,5 km, + útúrdúrinn í kisurnar og kláraði síðan Hrafnistuhringinn, þannig að í heildina voru þetta 15,3 km. Það var hífandi rok en helst þurrt... rokið feykti aspar-ilminum burt svo ég þjáðist ekki af andarteppu í dag.

15,3 km...  þetta heitir að byrja að æfa ,,korter í" maraþon. 


Ekki seinna vænna að æfa...

Ég hjólaði í Reykjavík í gær... mótvindurinn tók svo sannarlega í í bakaleiðinni... en það er ekkert sem heitir, maður verður að hreyfa sig eitthvað ;)

Í dag hljóp ég Hrafnistuhringinn í roki og rigningarúða... eins og alltaf var þetta bara ágætt... humm... þegar ég var komin heim aftur ;)

 Hjólið 27,8 km í gær og Hrafnistan 12,5 km í dag. 


Yndislegur dagur

Nú á sko að taka á því... Ég hjólaði kl 8 inn í Kópavog (Lindakirkju) á kynningarfund fyrir námskeið... og svo hjólaði ég heim... rétt komst inn úr dyrunum til að sjá að klukkan var 16:30... skipti um skó og hljóp út til að hitta Völu... stressið var að drepa mig, ég hélt ég væri að verða of sein. Það dró mig niður á seinni hlutanum... og andarteppan af ilminum af alaska-öspinni... þetta er árstíminn ;)

Hjól 25,9 km og hlaup 12,5 km Cool 


Back to normal - bara 10 árum eldri

Það eru komin 10 ár síðan ég byrjaði í skóla... og þá fóru hlaupin að verða útundan, en nú ætlar kella að taka upp þráðinn og ekki gefast upp, berja burtu aukakílóin og mála heiminn rauðan í sumar... enda býst ég ekki við að fá vinnu strax ;)

Bara segi svona... Prédikaði í Ástjarnarkirkju í morgun Smile... og þó að veðrið væri dásamlegt þá festist ég í einhverju leti-rugli og drattaðist ekki út að hlaupa fyrr en kl 4... og hljóp þá 10 km - það er betra en ekkert Wink 


Stór dagur :)

Ég hef ekki hlaupið þessa viku því það hefur verið brjálað að gera hjá mér... Ég vaknaði því snemma til að fara út að skokka... annað hvort var að fara snemma eða ekki neitt... Próf-prédikunin var eh. Næst mæti ég í skólann til að útskrifast... 

Veðrið var gott, heitara en ég hélt og sólin skein. Ég var þung á mér og fannst ég varla drattast úr sporunum en fór hringinn samt á ágætis tíma ;)

Hrafnistan 12,5 km í himins sælu :)


Frjáls eins og fuglinn

Síðasta prófið í gær... Ég gallaði mig upp fh og komst yfir þröskuldinn án þess að hafa ákveðið hvað leið ég ætlaði að fara... en áður en ég vissi af var ég á leið út að Krísuvíkurvegi... OK, það var rok á móti mér og allt á fótinn upp fyrir Bláfjallaafleggjara... Þegar garmurinn stóð i 6 km snéri ég við og þó ég færi sömu leið mældist þetta 12,2 km í lokin... sem er bara ágætt.

Á Vorhátíð Ástjarnarkirkju sem hefst kl 11 á sunnudaginn verður
Fjölskylduvænt almenningshlaup,
ca 1,5 km hringur, allir fá verðlaunapening, fjöldi útdráttarverðlauna, pylsur og drykkir og hoppukastali ef veður leyfir. Skráning frá kl 9 fh.

ALLIR AÐ MÆTA :) 

 


Með Völu minni

Ég hljóp síðast á laugardag fyrir rúmri viku... síðan hef ég varla hreyft mig... En Vala er á dagskrá á mánudögum og ég var mætt á réttum tíma fyrir utan vinnuna hjá henni... 

Ég var búin að gleyma sárunum á hælunum... sem ég fékk í Nashville, nokkuð djúp sár og hrúðrið þykkt. Það sprakk aðeins á leiðinni, fann sviðann í sturtunni á eftir, en það háði mér lítið. Veðrið var fallegt, sól en kaldur vindur... virkaði stundum bara þægilega. Ég lafði í Völu alla leiðina... þetta er alveg að gerast... síðasta próf á fimmtudag, svo verð ég frjáls eins og fuglinn :)

Hrafnistuhringur 12,5 km :) 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband