Bloggfærslur mánaðarins, maí 2018

RnR Liverpool Marathon 20.maí 2018

RnR Liverpool 20.maí 2018RnR Liverpool Marathon & Half Marathon, 5K, 1 Mile
Liverpool, United Kingdom
20.maí 2018

http://www.runrocknroll.com/liverpool

Við flugum til Manchester á fimmtudegi og tókum lestina til Liverpool. Við sóttum númerin fyrir bæði hlaupin á föstudegi, því 5 km hlaupið var á laugardeginum 19.maí. Í dag er konunglegt brúðkaup og þess vegna er verðlaunapeningurinn fyrir 5 km eins og demantshringur. Veðrið var ágætt - ekki of mikil sól og hiti um 18-20°c

Maraþonið var á sunnudeginum kl 10 am... klukkan var því stillt á 7am og ég var lögð af stað í hlaupið kl 9. Það voru tæpir 2 km á startið. 

Mér leist ekkert á hvað það tók langan tíma að ræsa hálfa maraþonið... 40 mín... svo ég laumaði mér framar í rásröðina í heila. Við vorum heppin með veður, skýjað í fyrstu og smá vindur öðru hverju. Þjónustan á leiðinni var ágæt. Þetta maraþon tók á enda mín aldrei í neinu sérstöku formi, frekar formleysi og oft stutt á milli maraþona.

Það var alltof mikið af brekkum í þessu hlaupi og ég hef sjaldan farið aðrar eins krókaleiðir... en í mark komst ég á endanum.

Þetta er í þriðja sinn sem ég hleyp í Englandi.

Þetta maraþon er nr 228
Garmurinn mældi það 42,28 km og tímann 6:28:42


Hreyfing í maí 2018

Mánuðurinn byrjar ekki glæsilega með tilliti til veðurs. Umskiptin eru hvílík og vetrargallinn enn í notkun... hríð, slydda, regn, sól, vindur... skiptast á á einni og sömu klukkustund... en við Vala hlaupum samt úti þegar við erum saman. 

 1.maí... 10,6 km, ein, að og um Hvaleyrarvatn
 2.maí... 10,6 km m/Völu að Álftanesvegi
 3.maí... 7,6 km ein, inni á bretti
 4.maí... 1200 m skriðsund í gömlu lauginni.
 7.maí... 12,4 km Hrafnistuhringur í roki m/Völu
 9.maí... 10,6 km ein að og kringum Hvaleyrarvatn
11.maí... 1200m skriðsund
14.maí... 8 km, Hrafnista m/Völu og 4,4km hjól
15.maí... 14,2 km hjól
16.maí... 6,2 km skokk m/Völu og 4,4 km hjól
19.maí... 5km í RnR Liverpool UK
20.maí... RnR Liverpool Marathon England 42,28 km
24.maí... 12,4 Hrafnistuhringur km m/Völu
25.maí... 1200m skrið
28.maí... 8 km Hrafnista m/Völu


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband