Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

Hlaupið - hjólað - gengið :)

Dágóð hreyfing í dag. Ég ætlaði Hrafnistuhringinn en fékk hringingu - ég breytti leiðinni aðeins, kom við hjá mömmu og pabba og hjálpaði þeim að taka dekkið af hjólhýsinu og tékka á bremsuklossum. það var allt í orden... þá var hringnum haldið áfram þar til á Völlunum - þar var beygt af leið og vökvað og talað við Tvídí - áður en hringurinn var kláraður. Hann var aðeins styttri en Hrafnistan mín kæra.

Þá var skóflað í sig banana og kaffibolla og þeyst á hjólinu að afleggjaranum niður að Lónakoti. Þar hitti ég Berghildi og við tókum 1 spjald við Dulukletta. Síðan var hjólað heim.

Hlaupið 12,3 km - hjólað 14,2 km og gengið 6,5 km :) 


Með Völu

Við hittumst venjulega í Sjúkraþjálfaranum, en í dag mætti ég Völu fyrir ofan gatnamótin við Hvammabraut. Hringurinn var góður, mótvindur að Hrafnistu en í bakið restina af leiðinni.

Það var skýjað, sól, rok og rigningardropar :/ öll flóran :)
Hrafnistan með smá útúrdúr var 12,8 km 


Garðabær hinn minni með Soffíu

Við Soffía hittumst við Gamla Lækjarskóla um hálf tvö... og hlupum saman minni Garðabæjarhringinn. Veðrið var dásamlegt - það hafi verið rigningarhótun yfir okkur alla leiðina. Ekki eins mikið af fólki úti og ég hefði búist við um helgi.

Hringurinn mældist 16.3 km  


Góð hreyfing í dag :)

Ég byrjaði á að labba út að Reykjanesbraut þar sem Berghildur tók mig upp kl 11. Við gengum á Helgafell og tókum síðan 2 spjöld í ratleiknum - SVO HANN ER FORMLEGA HAFINN HJÁ MÉR - Berghildur sleppti mér síðan á sama stað og ég labbaði heim. Fékk mér bita og hjólaði í Bónus.

Síðan hjólaði ég að hringtorginu við afleggjarann upp í Kaldársel og hitti þar Völu korter í 5, við hjóluðum saman í Kaldársel, hittum konur úr ÍR og gengum með þeim á Helgafell. Við fórum upp gilið eins og við Berghildur höfðum gert en fórum aðra og lengri leið niður. Síðan var að hjóla heim.

Eftir útreikninga og garmin tékk, telst mér að ég hafi hjólað 18,7 km og gengið 16,5 km - ágætis dagur :) 


Hlaupið og hjólað í blíðviðrinu

Veðrið var dásamlegt ef maður var að streða... annars gat verið aðeins kalt ;)

Við Lúlli hjóluðum um bæinn í morgun og strax eftir hádegið hljóp ég Hrafnistuhringinn kæra... var alltaf að fara of hratt, hafði gleymt að drekka eftir hjólatúrinn og var skraufþurr á leiðinni... en lifði það af:)

Hrafnistan 12,5 km Cool


Trúi þessu varla

Ég hef gleymt að kjafta því að ég hljóp Hrafnistuhringinn á 17.júní... að vísu var ekki komin vika í hvíld og reyndar var engin hvíld því ég hjólaði alla dagana, fór m.a. eina ferð í Vogana á hjólinu :) og í gær hjólaði ég í Grafarvoginn.

Í dag hitti ég Völu og við hlupum Hrafnistuhringinn í frábæru veðri. Bara snilld :)


Maraþon hjá 100 km félaginu

Maraþon 11.júní 2011

Ofurhlaupararnir sem ætluðu 100 km byrjuðu kl 7 í morgun. Við vorum tvö (ég og Gotti) sem hlupum heilt og byrjuðum kl 9.
Öll umgjörð og þjónusta við hlaupið var til fyrirmyndar. Veðrið var leiðinlegt, rok og stundum grenjandi rigning. Ég mæli ekki með þessari hlaupaleið aftur... við Gotti hlaupum fyrst hálfa braut og síðan 8x heila braut (5km) en hinir hlupu heila braut 20x... veit ekki með ánægju annarra með brautina ;)

Komin í mark 11.júní 2011

Þar sem ég æfi nánast ekki neitt þá virkaði það mjög illa fyrir mig að vera í ,,stuttri fram og til baka braut" með svona frábærum hlaupurum - ég fann einhvernveginn ekki minn takt og endaði með krampa í kálfum og öðru læri. Hins vegar var gaman að hafa hlaupandi fólk með sér :)

Lúlli kom og hjólaði með mér síðustu 5 km :) Það var múgur og margmenni í markinu því Sigurjón kom rétt á eftir á Íslandsmeti í 100km hlaupinu.

Þetta maraþon var nr 130 hjá mér... og nú gengur ekki annað en æfa fyrir Reykjavík, því tíminn var hreinasta skelfing 5:53:56 :/


Hlaupið og hjólað með Tinnu

Við Matthías vorum búin að dúlla okkur frá hádegi... eftir að hann fór ætlaði ég að hlaupa ein því Vala var upptekin... Það hentaði mjög vel að sækja hjólið mitt í leiðinni :)
... og passaði ágætlega að Tinna vildi koma með... dagskráin var því aðlöguð að þessu, hlaupið upp í Ásland - þar sem Tinna kom inn á hjóli... við notuðum göngubrúna yfir Reykjanesbrautina, eins og vanalega niður Kinnarnar og undir Reykjanesbrautina... þá fórum við ,,aftur-á-bak" eins og Tinna orðaði það... hringinn í setberginu áður en við sóttum hjólið mitt.

Ég fékk 7.2 km út úr þessu. Þá tók hjólið við og við hjóluðum 4,3 km heim... :)


Það er smá von

Ég kom mér snemma út í dag... veðrið var ágætt svolítill vindur en hékk þurrt - því það kom engin smá demba rétt áður en ég fór út úr dyrunum... Ég var í ágætis gír... fyrst aðeins þung en það breyttist á seinni hlutanum... Bara gott, smá von um að ég nái þreytunni úr mér :)

Hrafnistuhringur 12,5 km  


Bjartir dagar á hjóli - afmæli Hafnarfjarðar

Miðvikudagur 1.júní 2011 - auglýsing úr dagskrá:
Hjólreiðaklúbbur hafnfiskra kvenna leggur af stað frá Thorsplani kl 18 og hjólar á milli viðburða.

Í stuttu máli þá mætti ég EIN úr hjólreiðaklúbbnum og Ingibjörg af Álftanesinu mætti líka :)
Við þræddum því staðina allar/báðar/tvær í nafni HHK. Það er nokkuð ljóst að starfsemi klúbbsins lifnar eingöngu við þegar á að hjóla á milli staða þar sem veitt er hvítt og rautt... og geri ég að tillögu að héðan í frá verði 1.júní  formlegur árshátíðardagur félagsins. Hik...
Við Ingibjörg hjóluðum út um allan bæ og heimsóttum flesta staðina í dagskránni í þriggja tíma yfirferð okkar um bæinn.

Við Lúlli vorum búin að hjóla heilmikið frá 11:30 til kl 3:30 þannig að ég geri ráð fyrir að hafa hjólað um 30 km í dag.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband