Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2017

Hreyfing í júlí 2017

Ég og sonurinn flugum til London 27 júní og þar gengum við um í 3 daga og skoðuðum helstu ferðamannastaðina eins og sannir túristar. Við fórum síðan með Eurostar lestinni 1.júlí yfir til Parísar og gegnum endalaust þar líka. Góð ferð og við flugum heim 5.júlí.

 5.júl... 16,3 km. hjólað m/Völu í roki og rigningu
 6.júl... 6 km skokk, ein í roki og rign.
 7.júl... Helgafell, 5 km ganga og 1200m skriðsund.
10.júl... 6 km skokk, ein og hjólað 16,4 km með Völu.
13.júl... 5 km skokk kringum Ástjörn
14.júl... 1200 m skrið
17.júl... Prairie Series ND... 42,77 km
18.júl... Prairie Series SD... 42,5 km
22.júl... 1200 m skriðsund.
23.júl... Helgafell + 2 spjöld, 7,5 km ganga.
24.júl... 7,7 km ganga í hrauni, 4 spjöld í Ratleik.
25.júl... 7 km skokk + 1,3 km ganga fyrir 1 spjald.
26.júl... Hjól 12,5 km og 1,7 km ganga í 1 spjald.
27.júl... 9 km skokk og 2,3 km ganga í 2 spjöld
28.júl... 6,6 km ganga, Helgafell + 2 spjöld og 1200m skrið.
29.júl... 5 km ganga í Heiðmörk en fann ekki spjaldið.
30.júl... 2 km í Heiðmörk en fann ekki spjaldið + 2,8 km fyrir annað spjald.
          Fór enn einu sinni í Heiðmörk... 3,2 km ganga, spjaldið fundið.
31.júl... 9 km skokk og 3,4 km ganga fyrir eitt spjald.


Prairie Series #3 S-Dakota 18.júlí 2017

titlePrairieSD

 


Mainly Marathons, Prairie Series, dagur 3, S-Dakota

http://mainlymarathons.com/series-3/prairie/south-dakota

Við komum við, á leiðinni suður, á staðnum þar sem hlaupið á að vera. Það er 20 mílur frá hótelinu... og betra að vita hvert maður á að fara í myrkri um hánótt. Við tékkuðum okkur inn á hótelið, ég tók til dótið og við fórum snemma að sofa. Vekjarinn var stilltur á 2:30 am

Um kl 11 var komið fárviðri, al-íslenskt-slagveður með rafmagnsleysi. Rafmagnið kom ekki á aftur fyrr en við vorum að stíga upp í bílinn. Höfuðljósið kom í góðar þarfir svo við gætum klætt okkur og undirbúið fyrir hlaupið.

Maraþonið var ræst kl 4:30 og var frekar óskemmtileg leið eftir grófum malarvegi 20 sinnum fram og til baka. Veðrið hékk þurrt, en hitinn var lúmskur, því mest allan tímann var skýjað og smá gola sem frískaði mann.

Þetta var virkilega erfitt maraþon fyrir mig, slæmt undirlag svo ég varð sárfætt, hitinn mikill, 500m hæð yfir sjávarmáli hefur áhrif þegar maður er þreyttur fyrir og svo datt ég niður í smá leiðindi. Ég held ég hafi aldrei drukkið jafn mikið í einu hlaupi en drakk samt ekki nóg... því eftir hlaupið fékk ég krampa í hendurnar þegar ég reyndi að klæða mig úr. Það hefur aldrei komið fyrir mig áður.

Ég var allra síðust í maraþoninu en einn sem var í 50k var á eftir mér. Ég fékk því skammarverðlaun... THE CABOOSE... síðasta vagninn í lestinni.

Til að kóróna hvað ég er mikill Maniac... dauðuppgefin, þá borgaði ég mig inn í tvö maraþon í september í nýrri seríu... ER ALLT Í LAGI MEÐ MIG ? 

Þetta maraþon er nr 216
Garmin mældi það 42,5 km og tímann 8:39:18 

PS. Ég held að ég hafi verið bitin af Tick í gær í Breckenridge.


Prairie Series #2 Breckenridge ND 17.júlí 2017

titlePrairieNDMN

 

 

Mainly Marathons, Prairie Series Day 2, Breckenridge ND
17.júlí 2017

http://mainlymarathons.com/series-3/prairie/north-dakota

Þetta maraþon er sérstakt fyrir mig. Ég pantaði nr 42 hjá Clint þegar ég hljóp á Kauai Hawaii í jan. Hlaupið er á 42 ára brúðkaupsafmæli okkar Lúlla og maraþon er einmitt 42,2 km... þetta getur ekki passað betur.

Við komum til Breckenridge síðdegis daginn áður og ég fékk númerið. Nokkrir voru enn í brautinni en í gær var fyrsti dagur seríunnar. Hitinn var um 30c og á að vera heitara á morgun. Við tékkuðum okkur inn á hótelið, ég tók dótið til og við fórum snemma að sofa. Klukkan var stillt á 3 am.

Maraþonið var ræst kl 4:30 í niðamyrkri. Ég var með höfuðljós. Startið var í Minnisota en markið í N-Dakota þannig að þeir sem hlaupa báða dagana fá bæði fylkin.
 

Það segir að fall sé fararheill... ég datt kylliflöt í myrkrinu á fyrsta hring... mig logsveið í lófana og annað hnéð... Leiðin var út og til baka 10 sinnum og smá lykkja að auki. Fljótlega vorum við í þrumum, eldingum og úrhelli í um klst. Þegar birti bættist regnbogi við flóruna á himni. Þegar leið á hitnaði verulega... hitinn kominn milli 80-90F í lokin.

Mér gekk ágætlega þrátt fyrir ferðaþreytu, tímamun og æfingaleysi.

Ég hitti fullt af brjáluðum hlaupafélögum sem sumir taka alla seríuna, 7 hlaup... og blanda þá saman heilum og hálfum.

Þetta maraþon er nr 215
Garmin mældi það 42,72 km og tímann 7:11:58  

PS. Talan 42 er sérstakt áhugamál hjá syninum og þess vegna skemmtileg tilviljun að tíminn minn er afmælisdagurinn hans 7.11


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband