Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2022

Riverboat Series, Vienna IL, 24.apr 2022

20220424_151538, Vienna ILÍ þetta skiptið gisti ég í mílu fjarlægð frá starti. Ég hafði stillt vekjarann á 3:30 en var vöknuð áður. Eitthað hef ég verið utanveltu því ég gleymdi að teypa tærnar á öðrum fæti... Fór á startið rétt fyrir kl 5,

Startið var í sögufrægum garði... The Trail of Tears" kl 5:30 og í myrkri. Þetta var síðasti dagurinn í seríunni. Brautin var marflöt eftir hjólreiðastíg, 10 hringir. Það var heitt á köflum, stöku sinnum þægileg vindkæling og nokkrir regndropar. 

Þetta maraþon er nr 256

Vegalengdin mældist 44,2 km og tíminn yfir 9 tímar

Illinois er 31.fylkið í þriðja hring.


Riverboat Series, Columbus KY, 22.apr 2022

20220422_161600 Columbus KentuckyÉg keyrði í gær frá Chicago, 385 mílur eða 623 km og það sat aðeins í mér... Ég gisti í Cairo IL, 28 mílur í burtu frá Columbus. Var með vekjarann stilltan á 3:30 en var vöknuð fyrr, enda á röngum tíma. Hlaupið var ræst 5:30 í myrkri og leiðin meðfram Mississippi River. Leiðin var mjög krefjandi, 5 brekkur í hring og 14 hringir og þetta varð mjög heitur dagur... en ég komst í gegnum þetta. 

Ég hitti marga vini sem sögðu allir að þetta væri erfiðasta brautin í seríunni,.. Ég fékk ,,The cabuch" síðasta lestarvagninn, nú eru nýjar reglur, sama persónan getur aðeins fengið síðasta vagninn einu sinni í hverri seríu...

Þetta maraþon er nr 255

Vegalengdin mældist yfir 46 km og tíminn yfir 9 klst

Þetta er 30.fylkið í 3ja hring


Hreyfing í mars 2022

Já, nú sjáum við vonandi fyrir endann á þessum heimsfaraldri... Var með Covid í byrjun mars... en ég komst loksins til Ameríku í þessum mánuði... Það var snjór og hálka alveg þangað til ég fór en var orðið snjólaust þegar ég kom til baka...

 7.mar... 5 km ganga með Völu
 9.mar... 5 km ganga með Völu
11.mar... 1000m skriðsund
12.mar... 5,1 km ganga m/Völu
13.mar... 3,3 km ganga ein
15.mar... 5 km ganga m/Völu
17.mar... 5 km ganga m/Völu
18.mar... 1000m skrið
19.mar... 5,1 km ganga m/Völu
21.mar... 5,2 km ganga m/Völu
22.mar... FLUG TIL FLORIDA .... keyrði til Alabama
25.mar... APPALACHIAN SERIES, Maraþon, ALABAMA 43,27 km
29.mar... flug heim, lent 30.mars


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband