Bloggfærslur mánaðarins, júní 2018

Hreyfing í júní 2018

Vala og Hjöddi flugu með okkur til USA 30.maí. Það eru 9 mán síðan við keyptum flugið og þá hófst niðurtalningin... enda er þetta þriðja árið sem við eigum ævintýri saman í Ameríku... og auðvitað er þetta líka hlaupaferð :)

 2.jún... RnR San Diego 5k m/Völu, Californía USA
 3.jún... RnR San Diego Marathon CA, 42,86 km
 7.jún... 5 km m/Völu, Redondo Beach LA  
11.jún... 6,1 km m/Völu, hlupum yfir Golden Gate, San Francisco
20.jún... 12,7 km Hrafnistuhringur m/Völu í sól
          5 km ganga - Helgafell m/systrum
22.jún... 10,6 km að og kringum Hvaleyrarvatn,
          1200m skrið og 3,6 km ganga í spjald í ratleik.
24.jún... 19,3 km hjól (Hjólamessa)
25.jún... 12,4 km m/Völu, Hrafnistuhringur
26.jún... 17,5 km hjól og ganga í 2 spjöld
27.jún... 12,3 km m/Völu, Hrafnistuhringur
28.jún... 19,1 km hjól og 9 km ganga í 3 spjöld í fárviðri.
29.jún... 7 km skokk kringum Ástjörn + spjald,
          1200 m skriðsund
30.jún... 12,5 km hjól + 2,7 km ganga í 1 spjald


RnR Marathon San Diego CA, 3.júní 2018

Suja RnR Marathon & Half Marathon, Half Marathon Relay, og 5K

San Diego, CA USA
2-3.júní 2018

http://www.runrocknroll.com/san-diego/

20180602_RnR San Diego 5k 2.júní 2018Við Vala sóttum númerin okkar sl föstudag... því við hlupum 5 km á laugardeginum. Þá vöknuðum við kl 3:30 og mættum allt of snemma á startið en fengum besta bílastæðið í bænum í staðinn. Lúlli og Hjöddi komu með okkur og biðu meðan við hlupum. það var svaka góð stemmning á staðnum og okkur gekk báðum mjög vel.

Ég stillti klukkuna á 2:30 fyrir maraþonið og var lögð af stað klst síðar... það var smá vesen að komast í bílastæðahúsið, því sumar götur voru hálf lokaðar, en ég endaði með að keyra þær samt.

Síðan elti ég einhverja hlaupara í rútuna sem keyrði á startið. Þar hitti ég Charles, sem skráði mig upphaflega í 50 States Marathon Club. Þegar leið að ræsingu, laumaði ég mér fremst til að komast fyrr af stað. 

Maraþonið var ræst kl 6:15... göturnar voru nokkuð skemmdar og þessi eilífa bunga á þeim svo hallinn gerir manni erfitt fyrir. Þjónustan var mjög góð, drykkjarstöð á hverri mílu. Hitinn var strax orðinn mikill og steikjandi sól kl 7. Það var búið að breyta leiðinni frá því ég hljóp hér síðast en brekkurnar eru enn ekkert grín og ég held að það sé komin hefð á lengstu brekkuna á ca 22.mílu.

20180603_RnR San Diego 3.júní 2018Mér fannst óvenju mikið um sírenuvæl og blikkandi lögreglu- og sjúkrabíla en síðan frétti ég að það hefði verið skorthríð nálægt hlaupinu. 

Þegar upp er staðið er ég mjög sátt við mína frammistöðu, það var bæði mjög heitt, brekkur og ferðaþreyta en það er 7 tíma munur við Ísland.
Garmurinn mældi tímann 6:18:06 og vegalengdina 42,86 km

Þetta er í 5. sinn sem ég hleyp þetta maraþon,
20.maraþonið mitt í Californíu,
150 maraþonið mitt í USA.
og þetta maraþon er nr 229

5 km... tími 38:38


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband