Bloggfærslur mánaðarins, júní 2022

Hreyfing í júní 2022

Ég er aðeins byrjuð að skokka og ökklinn hefur ekki kvartað... Ég má samt ekki vera að því að bíða eftir að komast í form og er búin að fara 5 maraþon í mars, apríl og maí... ég byrjaði þennan mánuðu á að fá kvef og hálsbólgu og var eiginlega veik þegar ég fór út í 3 maraþon í viðbót... jamm, þetta er bilun... 

 4.jún... Indipendence Series Marathon NJ, 43,49 km
 6.jún... New England Series Marathon CT, 44 km
 8.jún... New England Series Marathon MA, 44,69 km
11.jún... hjól 25,8 km
12.jún... Helgafell ganga 6 km, (frá bílastæði)
15.jún... Hjól 10,5 km og 2,2 km skokk kringum Hvaleyrarvatn, ein
18.jún... Helgafell og 2 spjöld í Ratleiknum 8,7 km ganga
20.jún... hjólað að Hvaleyrarvatni og skokk kringum vatnið, 13km
21.jún... hjólað og skokkað kringum Hvaleyrarvatn, 15.2 km
23.jún... hjólað og skokkað 2x kringum Hvaleyrarvatn, 17 km
24.jún... Hjólað að Hrafnistu og fann 2 spjöld í leiðinni, 14,2 km
25.jún... Hjól og skokkað 2x kringum Hvaleyrarvatn, 17,4km
26.jún... gengið í 2 spjöld, 2km
27.jún... hjólað og skokkað 2x kringum vatnið, 17,2 km
28.jún... 2 spjöld í Ratleiknum, ganga 3,2km
29.jún... hjólað og skokkað 2x kringum Hvaleyrarvatn, 17,2km


New England Series, Holyoke MA 8.júní 2022

Maraþon í Holyoke MA...

20220608_144052, Holyoke MAÞó startið væri ekki langt í burtu og að ég væri búin að fara þangað ,,óvart" á mánudag... þá vaknaði ég kl 2:15... og var komin snemma á startið í grenjandi rigningu... veðurfræðingurinn heima sagði að það myndi stytta upp eftir nokkra tíma og vera glampandi sól eftir það... og hann var með þetta...
Maraþonið var ræst kl 5, grenjandi rigning, brautin var malarstígur úr í eyju og eftir henni... og innihélt 7 brekkur x12 ferðir...
Ég kom sjálfri mér á óvart... var með ferskari fætur en ég hélt... kannski af því að ég vissi að þetta væri síðasta maraþonið í þessari ferð.
 
Þetta er maraþon nr 261
Vegalengdin mældist 44,69 km
MA er 36 fylkið í 3ja hring um USA

New England Serie, Simsbury CT, 6.júní 2022,

Maraþon í morgun í Simsbury CT og ekki halda að allt hafi verið eins og ætlað var... frekar en annað óvænt í þessari ferð...

20220606_150341, Simsbury CTÉg held ég hafi sofið ágætlega/ekki viss... vaknaði kl 2:15 og var lögð af stað um kl 4, en early start er kl 5... það áttu að vera 20 mín á startið en þegar ég setti inn hnitin sagði Garmin 50 mín... svo hugsaði ekki um það meira og rauk af stað... keyrði eins og brjálæðingur í myrkrinu, fór einu sinni framhjá exiti og þurfti að snúa við... 5 mín fyrir 5 kom ég á staðinn... og þar var ENGINN...
Þegar ég athuga blaðið, þá ruglaðist ég á dögum... setti inn hnit fyrir næsta miðvikudag... ég grét í 3 sek... mátti ekki vera að að gráta lengur...
Rétt hnit voru 50 mín í burtu, en mín var 25 mín á leiðinni... ég fékk að fara strax af stað uppá starttíma kl 5...
Brautin var nokkuð slétt, kalt og rakt í upphafi en varð heitt, nokkrir skuggar á leiðinni... er þetta ekki orðið gott
Þetta hlaup er til heiðurs Indíu Carmen 8 ára í dag... en þegar hún fæddist var ég hálfnuð í maraþoni í Illinois í Heartland Seríunni...amma er aldrei heima. 

Þetta maraþon er nr 260
Vegalengdin mældist 44.km 
 
 

Indipendence Series Sussex NJ, 4.júní 2022

Já, eins og verður hægt að lesa bráðum á ferðablogginu, þá hefur ferðin frá upphafi verið eiginlega ,,á síðustu stundu". 

20220604_155325, Sussex NJÉg stillti klukkuna á 2am og var lögð af stað kl 3:15, Bærinn sem ég gisti í er 40 mílur í burtu, sveitavegir hafa lægri hámarkshraða og svo keyri ég alltaf hægar í myrkri... það borgar sig líka að hafa tímann fyrir sér þegar maður leitar að starti í koldimmum garði... Hvernig sem ég leitaði fann ég ekki fölkið... þegar ég var búin að missa af early-startinu kl 5, alveg ráðalaus, datt mér í hug að keyra í næsta bæ og finna hótel sem væri með net án lykilorðs... og gat sent skilaboð að ég fyndi þau ekki í Stokes State Forest... svar: Við erum í High Point... 13 mílur í burtu. 

Mín keyrði eins og sannur Loony-and Maniac og mætti 40 sek fyrir start kl 6... þetta var svo sannarlega ,,hilly" 9 brekkur x 12 ferðir...

Þetta maraþon er nr 259
Vegalengdin mældist 43,49 km


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband