Bloggfærslur mánaðarins, september 2012

Rock N Roll Denver Marathon 22.9.2012

Denver R´N´RRock N Roll Denver Marathon & Half-Marathon, Relay Denver, CO USA22. Sept. 2012.
http://runrocknroll.competitor.com/denver 

 

Maraþonið var ræst kl. 7:15... sem þýddi að ég varð að stilla klukkuna á 4:00. 

Við erum auðvitað á kol-vitlausum tíma hérna, svo það þurfti ekki að berja mig í rúmið milli kl 6 og 7... og ég svaf ágætlega.
R´N´R Denver CO, 22.9.2012Við vöknuðum öðru hverju í nótt en gátum bæði sofnað aftur og vorum vöknuð áður en klukkan hringdi. 

Hinn venjulegi undirbúningur tók stuttan tíma, morgunmatur og tær teypaðar, föt, skór, númer og fylgihlutir - allt á sínum stað. Það eina sem var óvenjulegt er að við höfðum ekki farið á staðinn, bílastæðahúsið þar sem okkur var sagt að geyma bílinn.
R´N´R Denver CO, 22.9.2012Við hefðum kannski betur gert það - það var 2ja mílna löng ganga á startið... það voru laus stæði á leiðinni, sem hefðu verið í göngufæri frá starti og marki fyrir Lúlla.... En hlaup sem hafa upphafs-og endapunkt í miðju borga, skarta ekki stórum bílaplönum í næsta nágrenni og svo eru allar götur yfirleitt lokaðar í kring.

Ég hitti 3 Maniacs, Bob, Steve og Margaret fyrir hlaup og missti af hópmyndatöku, en hitti síðan einhverja fleiri á leiðinni. 

Bíðari nr 1, beið sem sagt við markið ALLAN tímann... ætti að fá verðlaunapening fyrir það ;) og honum var hætt að lítast á blikuna - ég var svo lengi.

R´N´R Denver CO, 22.9.2012

Maraþonið hafði 6 tíma takmörk og ég var búin að segja Lúlla að ég myndi sennilega nota allan þann tíma. Denver er "the mile high city" sem sagt í 1642 metra hæð yfir sjávarmáli og maður finnur fyrir lofthæðinni á göngu... og svo er það víst staðreynd að ef fólk æfir ekki - þá hefur það ekkert úthald. Ofan á allt var glampandi sól og hitinn 26°c í upphafi og endaði í 32°c 

Þetta maraþon er nr 147 hjá mér, garmurinn varð geðveikur í hlaupinu, mældi ekki fyrstu 4 km... mældi 38,66 km eða frá því er ég skipti yfir í mílur... en hann klikkaði ekki á tímanum 6:24:46 


Gögnin sótt í Denver

Við flugum inn í gær, vöknuðum alltof snemma, versluðum aðeins í morgun og sóttum gögnin eftir hádegið... Expo-ið var í Convention Center og það var ekkert smá mál að fá stæði einhversstaðar... Mér var hætt að lítast á þetta því maraþonið byrjar á þessum bletti.

Expo-ið var nokkuð stórt... það eina sem ég keypti eins og svo oft áður, var pin-merkið... Það eru ekki öll maraþon með merki en ég kaupi þau sem eru til sölu... Við komum hins vegar út með fulla poka af góssi... mest af pakka-pökkuðum túnfiski.

Ég fékk nokkuð góðar upplýsingar um hvar bílastæðin verða og hvernig á að komast þaðan á startið. Ég verð nr. 13116.  Nú er bara að hvíla sig og reikna út hvenær maður þarf að vakna og koma sér af stað :)


Komdu þér í gang kelling...

Maður minn hvað það er langt síðan ég hef bloggað... það datt einhvernveginn upp fyrir þegar hlaupadagbókin hrundi... því það var fastur liður að skrá þar inn alla hreyfingu og blogga um leið.

Það er þess vegna ekki málið að ég hafi ekki hreyft mig ;)... þó ég hafi ekki hreyft mig nóg... Stuttu eftir Reykjavíkurmaraþon eða núna í sept. breytti ég til... ég er farin að vinna JIBBÝ... í Ástjarnarkirkju og það hafa fylgt upphafi starfsárs, mætingar á fundi og alls kyns tímaþjófar hafa valsað í kringum mig.

Í síðustu viku náði ég þó að hlaupa 3svar og hjóla eitthvað... og mun hlaupa með Völu í dag, eins og planið gerir ráð fyrir... þá verður Hrafnistuhringurinn kysstur í bak og fyrir :*    


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband