Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2013

An Update !

10.júlí hjóluðum við Vala upp í Kaldársel og gengum á Helgafellið. Þetta kom í stað hefðbundins Hrafnistuhrings. Ferðin hjá mér var 19 km hjól og 5 km ganga. 

11.júlí var ég að passa Matthías og við gengum ca 4,5 km og fundum 3 spjöld í ratleiknum.

12.júlí fór ég í beinmótunar-aðgerð yfir jöxlum í efrigómi og skrúfur... Ég er með 5 sauma-raðir í gómunum og er nauðbeygð til að taka það rólega í viku til 10 daga - má ekki hlaupa. Það verður ekki erfitt, því þetta tók á.

13.júlí gekk ég ca 4 km með Eddu og Berghildi að finna sömu spjöldin og við Matthías fundum, en þegar maður er að fara í 3ja sinn á staðina, þá þarf ekki að leita ;)

16.júlí fórum við nokkur og fundum 4 spjöld saman, ca 5 km ganga. 

17.júlí hjólaði ég rólega 10 km og fór síðan í spjaldaleit, gengum ca 3 km

19.júlí hjólaði ég í roki og rigningu upp í Vatnsskarð og náði 20,5 km

20.júlí hjólaði ég eftir Reykjanesbrautinni að brúnni við Vatnsleysuströnd og Keili og náði þá 31,7 km.

21.júlí gekk ég Selvogsgötuna í roki og rigningu. Venjulega geng ég hana héðan til Selvogs en að þessu sinni lagði ég af stað frá Selvogi og gekk að Bláfjallaafleggjara. Eini kosturinn var að hafa vindinn og rigninguna í bakið. Leiðin mældist 15 km á nýja úrið og tíminn var 3:05:05


Er sumarið á leiðinni ?

Það hefur verið í nógu að snúast, en þetta blessaða "sumar" ætlar að hlaupa mjög hratt framhjá, maður verður sennilega að reikna það út í haust hvenær það kom !!!

Síðast bloggaði ég að ég hafi hlaupið í slagveðurs-haust-veðri... 

6.júlí... hljóp ég up Krísuvíkurveginn, 12,6 km... hann hékk þurr en rokið gleymdi ekki að mæta.

9.júlí... hljóp ég upp að Hvaleyrarvatni, göngustíginn meðfram vatninu, einhverja fleiri stíga og fór Kaldárselsveginn til baka, stytti mér leið yfir Áslandið þar sem ég fékk nóg af bröttum brekkum og síðan "down-hill" heim sem gerði 13,2 km. Á þessari leið náði ég 3 spjöldum í ratleiknum.

Í dag leit út fyrir að sumarið væri að koma - vona að það sé ekki plat. 


Margt í mörgu

Þetta fer að verða vani að telja upp hreyfingu vikunnar - eða síðustu daga.

Helgafell 30.6.2013

30.6... fór ég með Berghildi, Lovísu og Matthíasi og litlu fjölskyldunni Bryndísi Líf, Emilíu Líf og Símoni Má á Helgafell. Þetta var fyrsta gangan hjá langömmu-dúllunni - reyndar fékk hún sætaferð á baki foreldranna bæði upp og niður. Það var gott veður en aðeins of mikill vindur. Fundum 1 spjald í Ratleiknum.
Eftir Helgafellið var aðeins kíkt ofan í einn Kaldárselshellanna.

2.7... hjólaði ég 23,1 km aðallega eftir Reykjanesbrautinni.

3.7... hjóluðum við hjónin um bæinn, 13,7 km og svo hljóp ég með Völu 9 km eftir það.

5.7... hljóp ég hring um Ástjörnina og Vellina, samtals 7,5 km í grenjandi rigningu og rokrassi. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband