Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2019

Hreyfing í Júlí 2019

Sumarið kom þetta árið... það hefur verið yndislegt veður enda hefur mannlífið brosað á hverju götuhorni. Ég er að vísu alltaf erlendis öðru hverju en ég finn breytinguna á fólki miðað við í fyrra.

 1.júl... Hjólað m/Völu... 15,5 km og 3 spjöld 5,5 km ganga
 2.júl... 2 spjöld m/Indíu og Mikaeli, 2,1 km
 3.júl... hjólað m/Völu 12,7 km 
 7.júl... Heartland Series, Bryan OH, 42,68 km
 8.júl... Heartland Series, Niles MI, 43,46 km
 9.júl... Heartland Series, Portage IN, 43,52 km
10.júl... Heartland Series, Fulton IL, 10 km
13.júl... hjól 3,5 km og 1000m skriðsund
14.júl... hjól 15,64 km 
15.júl... Eitt spjald m/Matthíasi, ganga 1,6 km.
16.júl... Leiðarendi
19.júl... Ganga á start í Stevenage og til baka, 6 km
21.júl... Fairlands Valley Challenge, Stevenage UK, 44,85 km
23.júl... 4 spjöld í Ratleik, 10,77 km ganga í hrauni, nr 21, 22, 23 og 24
24.júl... 3 spjöld í Ratleik, 10,6 km, nr 16, 17 og 20
25.júl... 10,6 km skokk m/Völu, að og um Hvaleyrarvatn.
26.júl... 3 km ganga, spjald m/Indíu og Mikaeli
28.júl... 10,6 km skokk m/Völu, Hvaleyrarvatn


Fairlands Valley Challenge, Stevenage UK, 21.júlí 2019

680x342-footprint2019
Fairlands Valley Challenge

Stevenage, UK
July 21, 2019

http://www.fvchallenge.org.uk

Ég keypti mig inn í þetta hlaup vegna þess að mér mistókst að fara fjórða daginn í síðustu seríu. Flaug út á fimmtudegi og gekk á startið (3km) á föstudegi í grenjandi rigningu. Þá hafði mér tekist að hala niður Englandi og leiðinni á gpx. Þetta virkaði.

Leiðarlýsingin var 3 og hálf blaðsíða sem ég prentaði út heima. 
... off road and self navigated challenge through the picturesque Hertfordshire countryside around Stevenage ...
Marathon Description

Klukkan var stillt á 5 og kl 7 beið leigubíll fyrir utan. Expo-ið var klst fyrir start. Startið var kl 8:15. Ég reyndi að hanga í hópnum út úr bænum.

20190721_Fairlands Valley Challenge UKEf einhver heldur að þetta sé auðvelt þá er það mikill misskilningur. Leiðin var akvegur, gangstígur, skógarstígur, troðningur, slóð, gegnum ótal hlið, undir brýr og lá yfir engi, hveitiakra, gegnum kirkjugarð, gegnum runna, milli húsa, gegnum bæi, upp og niður hæðir í nær sveitunum... hvergi var merking í götu eða við stíg... bara lesa leiðarlýsinguna... sem sýndi mig stundum á gpx-inu við hliðina á stígnum.

Tvisvar sinnum rakst ég á hóp fólks sem var villt og gat bjargað því... svo ákvað ég að elta 2 konur, Tínu og Jasmin sem lásu stanslaust leiðbeiningarnar en hefðu villst ef ég hefði ekki getað tékkað í símanum hvort við værum á réttri leið. Það sem ég hafði áhyggjur af, var að verða rafmagnslaus af því að hafa forritið alltaf opið.

Á leiðinni voru 5 check-in points, þar sem ég gat fyllt á vatn og borðað eitthvað snakk.

Þetta maraþon er nr 247,
Garmin mældi það 44,85 km
og tímann 8:10:51


Heartland Series, Portage IN, 9.júlí 2019

Heartland-450x315
Heartland Series

July 7-13, 2019

9.júlí 2019, Portage, Indiana

http://mainlymarathons.com/series-3/heartland/

Dagur 3 

Við keyrðum til Portage eftir maraþonið í gær. Þegar við keyrðum yfir fylkismörkin færðist tíminn. Þetta maraþon byrjaði því klst fyrr eða kl 4am á staðartíma og klukkan því stillt á 2. 

20190709_Heartland SeriesÉg svaf ekki nógu vel. Það hitnaði fljótt, við vorum þó heppin að það var þónokkur skuggi í brautinni. Ég var með Icy-hot verkjaplástur á bakinu en hann tók ekki verkinn. 

Við fórum 12x fram og til baka og í dag "tókst" mér að vera síðust og fá síðasta lestarvagninn í verðlaun... auk þess sem þetta var 25. Mainly maraþonið mitt og sérstök verðlaun fyrir það

Þetta maraþon er nr 246
Garmurinn mældi það 43,52 km
Og tímann 9:13:49


Heartland Series, Niles MI, 8.júlí 2019

Heartland-450x315
Heartland Series

July 7-13, 2019
8.júlí 2019, Niles, Michigan

http://mainlymarathons.com/series-3/heartland/

Dagur 2 í seríunni. Við keyrðum til Niles eftir maraþonið í gær. Ég er sæmileg eftir hlaupið en þreytt í bakinu... 

20190708_Niles Heartland SeriesKlukkan var stillt á 3am, start kl 5.
Við hlaupum 10x fram og til baka í dag og nú var drykkjarstöðin í miðjunni.

Hitinn var mikill og erfitt að drekka nóg. Ég hef hlaupið hér áður. Það var mikið til sama fólkið sem mætir í þessar seríur.

Hitinn dregur mig alltaf niður, ég hafði ekki sofið vel síðustu nótt, en mér tókst samt ekki að vera síðust.

Þetta maraþon er nr 245
Garmin mældi það 43,46 km
Og tímann 8:02:04

Þetta var 24. Mainly maraþonið mitt.


Heartland Series, Bryan OH, 7.júlí 2019

Heartland-450x315
Heartland Series
 
July 7-13, 2019

7.júlí 2019, Bryan OHIO

http://mainlymarathons.com/series-3/heartland/

Dagur 1 í seríunni... ég sótti númerið í gær, fékk nr 191 og verð með það næstu daga. Fékk mér pasta en hitinn úti var mikill svo við drifum okkur á hótelið. 

Klukkan var stillt á 3am... startið er kl 5. Ég var með höfuðljós fyrsta klukkutímann. Við fengum helli rigningu í 2-3 tíma... 

20190707_Bryan OhioÉg þekkti mörg andlit sem ætla að taka alla 7 dagana í seríunni. Mér gekk ágætlega í hlaupinu sem var 16x fram og til baka i fallegum garði. Eftir að það stytti upp hlýnaði og fötin voru nokkuð fljót að þorna.

Þetta maraþon er nr 244
Garmin mældi tímann 7:07:42
og vegalengdina 42,68 km


Hreyfing í júní 2019

Ég var erlendis mest allan júní mánuð... tók 2 maraþon og 4ra daga göngu í Grand Canyon frá Norður Rim, niður í botn og upp á Suður Rimina... annars var bara hlaupið á milli búða :O

 2.jún... REVEL Rockies Marathon, Denver 42,7 km
 
7.jún... N-Kaibab Trailhead til Cottonwood Grand Canyon, 10,5 km
 8.jún... Cottonwood til Bright Angel Campground  "       11,5 km
 9.jún... Bright Angel Campground til Indian Garden  "    7,9 km
 9.jún... Ganga frá Indian Garden út á Platau             5 km
10.jún... Indian Garden til Bright Angel Trailhead,       7,3 km
23.jún... Ruidoso Marathon New Mexico, 43,41 km
28.jún... Ratleikur, 2 spjöld 2,7km og 1000m skriðsund
29.jún... Ratleikur, 3 spjöld (Helgafell) 10,4 km
30.jún... Ratleikur, 2 spjöld m/Matthíasi, 2,8 km


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband