Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2015

New Orleans R´N´R Marathon 25.jan.2015

New Orleans Mardi Gras Marathon & Half Marathon, 2-Person Relay New Orleans, LA USA
25.jan. 2015
http://runrocknroll.competitor.com/new-orleans

startið í New Orleans 2015Við byrjuðum á því að sækja gögnin í gær þegar við keyrðum frá Baton Rouge... Expo-ið var ágætt - margir að sýna, kynna vörur og selja. Ég hitti hvorki Maniaca eða 50 state-vini sem ég þekkti. Síðan tékkuðum við okkur inn á hótelið. Herbergið okkar er í blind-horni og við erum netlaus.

Síðan var þessi hefðbundni undirbúningur, taka saman hlaupadótið og fara snemma að sofa... en það var nú ekki hægt, þetta er partý hótel... þunnir veggir og nokkur umgangur. Ég held samt að ég hafi sofið eitthvað.

New Orleans Maraþon 25.1.2015Klukkan var stillt á 3:30... því ég hélt að startið væri kl 7am en það var hálftíma seinna.

Við ákváðum að það væri best að Lúlli biði á hótelinu... svo ég lagði af stað um kl 5am til að fá gott stæði við startið. Ég náði stæði á götunni um hálfa mílu frá.

Ég hitti Maniaca og við ákváðum myndatöku... Það var skítakuldi úti og ég var alveg orðin frosin á að bíða einn og hálfan tíma eftir startinu. Þegar hlaupinu var síðan startað laumaði ég mér af stað með elítunni... Bryndis og Kenýamennirnir voru fyrstaf stað ;)

New Orleans Maraþon 25.1.2015Ég var skráð í Double-down, aukapening fyrir að fara bæði LA-hlaupin... og svo er ég búin að skrá mig í tvö önnur Rock´N´Roll maraþon á árinu... svo ég varð eiginlega að þræla mér í gegnum þetta hlaup...
Fóturinn var ekki nógu góður, ég stoppaði oft til að nudda kálfann, bera á hann krem og svo lét ég teypa kálfann á leiðinni og reyndi að fara vel með mig og nota bara allan tímann sem var í boði.

Reglan var: 7 tíma-takmörk eftir að síðasti maður fór yfir startlínuna - þess vegna fór ég með elítunni... og mér veitti ekkert af tímanum.

Ég sit í lobbýinu og blogga og er ekki með símann með myndunum eða úrið svo ég man ekki alveg tölurnar... ég verð að bæta úr því seinna. 

UPPFÆRT... Þetta maraþon er nr 184, Garmurinn mældi vegalengdina 26,89 mílur og tímann 7:43:09


Louisiana Marathon, Baton Rouge, 18.1.2015

Louisiana Marathon Baton Rouge, LA USA
18.1.2015
http://www.thelouisianamarathon.com

Louisiana Marathon 18.1.2015 006,1Við fórum snemma að sofa í gær, og klukkan var stillt á 4 am. Ég svaf ágætlega. Allt gekk sinn vanalega gang og við lögðum snemma af stað til að ná bílastæði á góðum stað. Lúlli fór með og beið allan tímann eftir mér. Þess vegna skipti máli að fá stæði nálægt. Við vorum ljón-heppin þar... náðum stæði nokkrum skrefum frá starti og marki. 

Ég náði Maniac-a myndatökunni kl 6:30. Hlaupið var síðan ræst kl 7 am. Ég vissi að þeir væru með hörð 7-tíma-takmörk... Þá verður markinu lokað.

2015-01-18 Louisiana maraþon, Lúlla sími 009Það var kalt í upphafi en hitnaði þegar á leið. Mér leið ágætlega fyrstu 9 mílurnar en þá gerðist eitthvað í hásin á vinstra fæti og ég haltraði eiginlega afganginn í mark... Við vorum tvær sem renndum okkur í markið á síðustu stundu og því var lokað á eftir okkur, hin var að drepast í hnénu. 

Þjónustan og gæslan á leiðinni var til fyrirmyndar... Ekkert sem klikkaði og þeir pössuðu að hafa sömu þjónustu fyrir þann fyrsta og þann síðasta.

Þetta maraþon er nr 183.
Garmurinn mældi tímann 6:58:13 og vegalengdina 26,68 mílur.

Nú þegar Louisiana er búið eru 12 fylki eftir.


Gögnin sótt fyrir Louisiana Marathon

2015-01-17 Lúlla sími, expo í Baten Rouge 041,1

LOUISIANA MARATHON
18.1.2015

Við komum í gærkvöldi til Baton Rouge og sóttum gögnin í dag fyrir maraþonið á morgun. Expo-ið var sæmilega stórt og vel sótt... ég hitti Maniac vin og dundaði mér eitthvað á svæðinu. Ég er nr 741. 

LOUSISANA 2015 001Eftir að hafa sótt gögnin fórum við á startið en markið er líka þar rétt hjá... svo komum við við í búð til að kaupa morgunmat.

Veðrið er yndislegt, sól og um 15°c hiti... ég geri ekki ráð fyrir að veðrið verði vandamál á morgun.

Þá er bara að stilla klukkuna og hafa allt tilbúið fyrir morgundaginn. 


Hlaupa-annáll fyrir árið 2014


GLEÐILEGT NÝTT HLAUPA-ÁR 2015

Árið 2014 var öðruvísi ár í hlaupum fyrir mig. Ég byrjaði árið með því að hlaupa hálft maraþon í Los Angeles... það var lengsta vegalengdin sem var boðið upp á. Hlaupið var skemmtilegt og í hlaupaleiðinni var hringur inn á Dodgers Stadium...
verðlaunapeningar 2014 003,1Ótrúlega gaman, því við Lúlli fórum einusinni á leik þar með Jonnu og fleirum.

Ég strengi aldrei áramótaheit, en ég ætlaði að taka mig á og hlaupa meira á þessu ári en einhvern veginn var allt til þess að taka af mér öll hlaupaplön. Ég datt 5 sinnum í hálkunni um veturinn og var fram eftir öllu sumri að ná mér eftir bylturnar... vinstra hnéð hafði snúist einhvernveginn í síðustu byltunni og ég varð að vanda mig þegar ég hljóp og passa að ofgera mér ekki. Ég reyndi að hjóla meira... (þar til því var stolið 1.sept), ég gekk heilmikið með því að taka þátt í Ratleik Hafnarfjarðar og fór allt að 4x að sumum spjöldum og í mars byrjuðum við systur að synda saman á föstudögum. Þá hef ég ekki tölu á því hve oft ég hjólaði upp í Kaldársel og gekk á Helgafell.

Ég hljóp aðeins 13 maraþon 2014 og aðal breytingin frá fyrri árum er að ég fór bara 4 ferðir til USA og í tveim þeirra hljóp ég aðeins eitt maraþon í hvorri ferð. 

Vá... hvað hann er flotturÍ mars skrapp ég ein yfir helgi til Little Rock. Þar slapp ég fyrir horn að vera stoppuð í hlaupinu... ég var svo heppin að hafa valið EARLY-START, fór klst fyrr af stað, því hlaupið var stoppað vegna ís-regns. ég var þá nýfarin framhjá stopp-staðnum og náði að klára.
Göturnar voru eins og skautasvell.
Öllu flugi var aflýst um tíma eða því seinkað... ég hef sjaldan verið eins fegin þegar ég skilaði bílaleigubílnum, að hafa komist á flugvöllinn.
Innanlandsfluginu mínu seinkaði og hjá Icelandair var búið að loka vélinni en það var opnað aftur fyrir mig, svo það munaði ENGU að ég kæmist ekki heim.

Ég fór í 2 hlaupa-seríu-ferðir þar sem ég hljóp 5 maraþon í 5 fylkjum í hvorri ferð.
bloomington IL 6.6.2014 006,1Sú fyrri var í maí/júní. þá byrjaði ég á að hlaupa í Indiana 31.maí og svo maraþon annan hvern dag (4,6,8.júní) í MI, IL (í Heartland Series)og NY. Því fylgdi þó nokkur keyrsla og flug frá Chicago til Boston og svo keyrsla upp til Lace Placid. Síðasta maraþonið í þessari ferð var í Maine... alveg efst upp við landamæri Kanada og byrjaði við vestasta odda USA. Þetta er eina maraþonið þar sem er hlaupið yfir landamæri USA og Kanada.
Í miðju maraþoninu 6.júní fékk ég sms um nýtt barnabarn og fréttin breiddist út til allra hlauparanna og hamingjuóskunum rigndi yfir okkur Lúlla.

Reykjavíkur maraþon 23.8.2014 006Í ágúst hljóp ég heilt maraþon í Reykjavík 18. árið í röð. Að hugsa sér... ég sem ætlaði aldrei að hlaupa heilt á Íslandi. Ég byrjaði að skokka 1991 og hljóp þá 7 km í Reykjavík, næstu 5 ár á eftir hljóp ég hálft maraþon en hef síðan alltaf hlaupið heilt. Ég var stolt mamma og amma þennan dag, því við vorum 3 ættliðir sem hlupum. Ég maraþon, sonurinn hálft maraþon í fyrsta sinn og Matthías fór í Latabæjarhlaupið.

The Appalachian Series SC 14.10.2014 018Í síðari hlaupa-seríu-ferðinni hljóp ég 3 maraþon (11,12,14.okt) í The Appalachian Series... Þessi hlaup voru BLAUT... ég held ég hafi aldrei hlaupið í öðru eins úrhelli. Helgina eftir (18,19.okt) hljóp ég 2 maraþon í sól og kærkominni blíðu. Þannig að ég fór 5 maraþon í 5 fylkjum á 9 dögum.

Space Coast Marathon 30.11.2014, eftir hlaupSíðasta ferð ársins var til Orlando með systrunum Eddu og Berghildi. Þær komu með mér 2013 og nú hlupu þær báðar hálft maraþon í fyrsta sinn. Þetta var Space Coast Marathon á Cocoa Beach og við erum búnar að kaupa næstu ferð... Það er ekki aftur snúið fyrir þær.

Í árslok 2014 eru maraþonin orðin 182. Nokkrar hlaupaferðir eru þegar pantaðar og hlaupin skipulögð með annan USA-hring í huga. Sem stendur á ég eftir 13 fylki í öðrum hring. Fylkin sem eru eftir eru Hawaii, Alaska, Oregon, Montana, Idaho, New Mexico, Kansas, Louisiana, Alabama, Georgia, Ohio, Kentucky og North Carolina.
Draumurinn er að klára þau 2015 ef vinnan væri ekki að þvælast fyrir manni.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband