Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Langur og góður hringur

Það var kalt, smá hálka en annars dásamlegt veður. Það var enn myrkur þegar ég hljóp af stað, komin fyrir 10 til Þóru Hrannar. Við hlupum Garðabæjarhringinn með 2ja km lengingu yfir að Garðarholtinu. Við sáum FH-ingana leggja af stað í Krikanum, gönguhópa en urðum ekkert varar við Haukana.

Hringurinn varð 17,8 km hjá mér og er ég bara sæl með það Cool


Brekkur í góðum félagsskap :)

Það er frábært að koma sér út og vera búin með skammtinn snemma.
Við hittumst við Lækjarskóla kl 10 og hlupum þrjár saman Áslandsbrekkuhringinn. Við bættum einni brekkunni í safnið í lokin... upp Reykjavíkurveginn heim til Soffíu, svo skilaði ég Þóru Hrönn heim til sín og hljóp til baka upp á Velli... og þar er drjúg brekka á leiðinni. Sannkallaður brekkuhringur.
Það var hlýtt, aðeins rigningardropar stundum en annars var hringurinn frábær.

Alls fór ég 12,8 km í dag.


Gamaldags bolti ???

Það voru allir að segja Rússa spila gömul kerfi og gamaldags hægan handbolta... NEI, þeir hafa bara verslað í Dressman fyrir leikinn Joyful
mbl.is Átta marka sigur á Rússum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara snilld

Veðrið var ekki spennandi, rokrass og rigning á köflum. Ég var komin til Völu um kl 5 og við ákváðum að hlaupa bara Hrafnistuhringinn okkar... 12,5 km. Tíminn passar ekki, við vorum korter of snemma í Krikanum og svo hefðum við hlaupið einar... ekkert grætt á að vera í ,,hóp"

Við gleymum okkur alltaf á leiðinni... nóg að tala um Smile og ég svo hamingjusöm að mér finnst ég loksins vera að fara að sjá fyrir endann á þessu grindarlosi sem hefur hrjáð mig í 12-13 ár... ég hef getað aukið hraðann aðeins og lyft fótunum án þess að vera farlama á eftir Grin 


Nýr hringur

það telst nú til tíðinda þegar ég skelli mér ein út og fer ekki Hrafnistuhringinn. Mér datt ekki í hug að hringja í Völu, hún er alltaf svo skiplögð og kl 3 á sunnudegi er ekki skipulagning heldur hugdetta. Veðrið var ógeðslegt á meðan ég bakaði smákökurnar... en svo var að duga eða drepast.

Ég ákvað að láta mér nægja um 10 km og prufa eitthvað nýtt... Þess vegna byrjaði ég á að fara hringinn í kringum Holtið, Hvaleyrarbrautina, Strandgötuna og Lækjargötu inn í Áslandshringinn... þetta urðu 6 langar og góðar brekkur... svo endaði ég á að fara hringinn í kringum Ástjörnina og þá mæti ég Völu... sem hafði verið í sama fíling og ég...

Þetta var bara velheppnaður hringur 10,5 km sem ég á eftir að fara aftur... Joyful


Garðabærinn í roki

Það var niðamyrkur þegar ég hljóp út og hitti Þóru Hrönn og Ingileifi á Austurgötunni. Það var rokrass alla leiðina... Við Þóra Hrönn höfðum ákveðið að fara Garðabæinn og þrátt fyrir rokrassinn var hringurinn farinn. Mér finnst alltaf sigur að fara hinn ákveðna hring hvernig sem viðrar...  Hringurinn mældist 15,8 km fyrir mig.


Mótvindur allan hringinn...

Hvernig er þetta hægt... ég hljóp út um hádegið, veðrið hafði verið gott... út um gluggann séð... en ég lenti strax í sterkum mótvindi... og svo grenjandi stórdropa-rigningu svo það urðu stórfljót á götunum. Í hvert skipti sem ég tók beygju í hringnum hélt ég að ég myndi losna við mótvindinn en NEI... ekki aldeilis... Hvernig er þetta hægt... rokið var á móti mér allan hringinn

Hrafnistuhringurinn 12,5 km as usual...


Nýr hlaupahópur hjá FH

Þriðjudagar kl 5 eru þinglýstir hlaupadagar hjá okkur Völu, hún vildi koma við hjá FH í Krikanum, því þar var verið að stofna hlaupahóp. Ég hljóp í Sjúkraþjálfarann til Völu (2,2km) og við hlupum upp í Krika, alls 4,7 km fyrir mig... það var vel mætt, sennilega 40-50 manns.
Veðrið... það var leiðindarok og rigning Pinch

Síðan var boðið upp á 3 vegalengdir... við Vala völdum lengstu leiðina, 10 km, ágætis leið og snúningspunktur á Dröfn til að fara aftur upp í Krika(ekki viss hvaða leið)... en við fórum við bara heim. Af því að ég er svo hæg, hlupum við einar alla leiðina...

Þessi hringur mældist 13,3 km fyrir mig.


Broddar eða skautar ?

Ég valdi brodda eftir að hafa snúið við... ég hélt það væri autt og götur bara rakar en þetta var blekking augans. Oft mátti ég þakka broddunum fyrir að fara ekki á hausinn. Þá heyrði ég varnaðarorð margra - passaðu þig, það er rosaleg hálka. Ég var ein á ferð og skellti mér Garðabæjarhringinn... veðrið var dásamlegt, margir á ferli - örfáir hlaupandi. 

Þar sem gangstéttir voru auðar reyndi ég að spara slitið á broddunum og hlaupa hindrunarhlaup yfir hundaskítinn í grasinu meðfram.
Ég ákvað að taka broddana ekki af mér á auðum köflum inn á milli þó þá sé leiðinlegt að vera með þá - hálkublettirnir voru stórhættulegir og broddar ódýrari en fyrsta koma á slysadeild...

Garðabæjarhringurinn með við snúningi mældist 16,4 km.


Langhlauparar ársins 2009

Það voru 10 manns, 5 karlar og 5 konur valin úr forvali til netkosningar um langhlaupara ársins 2009 og flest atkvæði fengu Gunnlaugur Júlíusson og Hólmfríður Vala Svavarsdóttir og eiga þau titlana vel skilið.

Langhlauparar ársins 2009, jan 2010Til hamingju Kissing

Þetta var glæsilegt framtak og myndarlega staðið að verki. Eins og svo margt í dag var kosningin á netinu, á hlaupasíðu Torfa, hlaup.is.
Þá var það vel hugsað að hafa hófið lítið og nett í frumraun þessa framtaks. Eins og í hlaupunum þá er betra að byrja smátt því allt þarf sinn tíma til að vaxa.

Til hamingju með framtakið Torfi.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband