Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2014

Space Coast Marathon, Cocoa Beach, 30.11.2014

Dagur 5, Cocoa Beach, 29.11.2014 007Við keyrðum frá Orlando í morgun og sóttum númerin okkar í leiðinni á Radison Sas Resort by the Port.

Expo-ið var lítið eins og í fyrra og fljót yfirfarið.
Við keyrðum síðan á hótelið, tékkuðum okkur inn, kíktum á ströndina, borðuðum, töluðum heim á Skype og svo fórum við að undirbúa okkur fyrir hlaupið daginn eftir. 

Dagur 5, Cocoa Beach, 29.11.2014 013Það var 25°c hiti í dag þegar við vorum á ströndinni og búist við betra á morgun.

Við ætlum snemma að sofa og klukkan er stillt á 2:45 am.


Hreyfing síðasta mánuðinn...

Eins gott að ég skrifa á dagatalið hvað ég er að gera... annars myndi ég ekki vita hvað ég hreyfi mig lítið...

ég kom heim frá DC 21.okt og 2 dögum seinna, á fimmtudagskvöldi, var ég að reyna að gráta mig inn í Haustmaraþonið (25.10)... en þá varð mér litið á símann minn og sá að ég átti að staðfesta með sms, tann-aðgerð morguninn eftir... þá var næsta skref að afsaka að ég kæmist ekki í maraþonið...

Eftir aðgerðina mátti ég ekki hlaupa í 2 vikur... svo við Vala hjóluðum næstu tvo mánudaga, hring út á Álftanes og um Garðabæ.

27.10 - hjól með Völu, 20,5 km
31.10 - 1200 m skrið

Nóvember...
3.11 - Hjól með Völu, 21 km
6.11 - 1200 m skriðsund
10.11 - 5 km á bretti og 3 æfingahringir í sal, með Völu
13.11 - 5 km hjól.
14.11 - hringur um Ástjörn, 5 km + 1200m skriðsund
17.11 - Hrafnistuhringur með Völu, 12,5 km
22.11 - Hringur um Ástjörn í slagviðri, 5 km + 1100m skriðsund

Næsta mánudag fer ég til Florida með systrunum, Space Coast Marathon :)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband