Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014

Eftir síðasta maraþon ;)

Ég hvíldi fyrstu vikuna eftir Little Rock Maraþonið 2.mars... ég var sökuð um að hafa pakkað ísregninu niður og komið með það frá Ameríku... þetta er meira leiðinda veðrið sem hefur verið undanfarið.

7.mars... syndi 450m skrið og 50 bak

10.mars... Vala var veik og veðrið ógeð... svo ég fór í sundlaugina í Garðabæ... en þar er líkamsræktarstöðin innifalin í sundlaugaraðganginum. Ég hljóp í 40 mín, var 10 mín á skautum, 10 mín á hjóli, 5 mín í tröppustigi og synti síðan 200 m skrið. 

12.mars... hlupum við Vala svo saman Hrafnistuhringinn okkar kæra í rigningu en við tókum varla eftir því.

14.mars... föstudagur til sundlaugar... 500 m skrið. 

17.mars... Hrafnistan með Völu... það var skítkalt - HVENÆR KEMUR ÞETTA VOR ?

21.mars... vaknaði með hand-ónýta öxl... veit ekki hvað gerðist Frown... mætti samt sem áður í sundlaugina og synti 500 m baksund í staðinn fyrir skriðsund.  


Á forsíðunni :D

Ég fékk sent fréttablað 50 States Marathon Club og sá að ég var á forsíðunni með Sock Monkey Boone og ég stóðst ekki að setja blaðið inn hér.

Forsíðumynd 50SMC 


Little Rock Marathon Arkansas 2.mars 2014

Little Rock Marathon & Half Marathon, 10K, 5K (Sat)
Little Rock, AR USA, 2.febr 2014
http://www.littlerockmarathon.com
View Course Map/Elevation Chart

Little Rock Marathon 2.mars 2014

Klukkan var stillt á 3am sem gaf mér nógan tíma til að græja mig fyrir morgunmatinn kl 4. Ég svaf ágætlega... held ég hafi farið að sofa kl 9... þá hálfnuð með bíómynd.

Fyrra start var kl 6 am sem gefur manni 8 tíma til að komast í markið, annars er start kl 8 og 6 tíma takmörk... en ég hélt mér veitti ekki af góðum tíma, bæði búin að vera hálf-veik undanfarnar 3 vikur, datt illa á hnéð í hálkunni og er að ná mér í bakinu. 

Little Rock Marathon 2.mars 2014

Ég hékk fyrst með 6 tíma grúppu - því fyrra start má ekki fara framfyrir hraðastjórann sem fór fremst og það gekk ágætlega fyrri helming hlaupsins. það tók mig t.d. tíma að ná hópnum eftir klósettferð... en svo fór ég að dragast aftur úr... og svo tók ég nokkrar myndir í hlaupinu.

Little Rock Marathon 2.mars 2014

Bíðari nr 1 stóð vaktina heima og sagði mér hvernig veðrið ætti að vera í hlaupinu... KALT og VERSNANDI eftir því sem liði á daginn... man ekki hvort hann nefndi rigningu. 

Veðrið var ágætt í upphafi, en síðan fór að rigna, kólna og hvessa... þetta var orðið ansi líkt íslensku slagviðri nema göturnar hérna verða mjög hálar í bleytu... mér leið ekkert vel að hlaupa niður blautar brekkur. Veðrið var orðið mjög slæmt þegar gjallarhorn tilkynntu að hlaupinu yrði hætt vegna ,,dangerous storm"... þá var ég komin á 24.mílu og rétt slapp áfram áður en fólki var beint að strætó við Walmart. 

Little Rock Marathon 2.mars 2014

Þegar fólk kom í mark leit það út eins og það hafi lent í hrakningum, rennandi blautt og skjálfandi úr kulda... og starfsfólkið var litlu skárra - enginn viðbúinn þessum kulda.

Peningurinn er sá alstærsti og flottasti sem ég hef fengið - þegar hann var hengdur um hálsinn gleymdist allt erfiðið... ég flýtti mér út af svæðinu, enda rigndi eins og hellt úr fötu.

Þá þurfti að leita að bílnum... eftir að hafa eytt ótrúlega mikilli orku í að hafa áhyggjur af því að renna í bleytunni í hlaupinu, rann ég í bleytu á gangstéttinni á leiðinni að bílnum og datt niður á hnéð Blush

Garmin mældi maraþonið 43,11 km og tímann 6:20:52
Þetta maraþon er nr 170

Eftir að ég kom heim á hótelið byrjaði þvílíkt þrumu og eldinga-show... the dangerous storm.


Gögnin í Little Rock AR

Ég man svo greinilega þegar ég hljóp Little Rock 2008...
Gögnin í Little Rock 1.3.2014 028Verðlaunapeningurinn var lengi vel sá stærsti sem ég hef fengið... það voru brekkur og einn maður (27 ára) dó í markinu...  (ég vonaði að leiðin væri breytt en ég sá "góðar brekkur" á hæðarkortinu)
Síðast flugum við ekki hingað heldur keyrðum frá New Orleans LA sem ég hljóp þá vikuna áður. 

Það sem stendur efst í minni er Clinton-safnið... þar var nokkuð ítarlega sagt frá Íslandsferð hans EN mér fannst vanta mynd af honum að borða pylsuna á Pylsubarnum. 

Gögnin í Little Rock 1.3.2014

Nú er ég ein á ferð - bara skot-túr - eitt maraþon og heim aftur.  

Ég fór snemma út í morgun, fór í nokkrar búðir, sótti gögnin fyrir maraþonið og valdi mér bílastæði til að miða út í nágrenninu... Borðaði á Golden Corral og snéri aftur á hótelið... Ég þarf að taka daginn snemma á morgun Smile


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband