Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2018

Hreyfing í janúar 2018

Færðin í vetur hefur verið afar leiðinleg og því höfum við Vala hlaupið á bretti inni. En nú í janúar fórum við loksins út og hvílíkt hvað það var æðislegt... enda er útiæfing allt önnur hreyfing. 

 3.jan... fyrsta útiæfing í langan tíma, 10,6 km, að og kringum Hvaleyrarvatn.
 5.jan... Flug til Kairó....
12.jan... Luxor Marathon Egyptaland 42,27 km
15.jan... 7,5 km m/Völu kringum Holtið
16.jan... 4 km (hverfið) ein í frosti og kulda
17.jan... 5 km m/Völu, að Hrafnistu
18.jan... 6 km ein kringum Ástjörn
20.jan... 10,6 km kringum Hvaleyrarvatn
26.jan... Dubai Marathon Sameinuðu Furstadæmin 42,51
29.jan... 9,6 km að Hrafnistu m/Völu (snjór)
30.jan... 7 km, Setbergs- og Áslandsbrekkur
31.jan... 6,2 km m/Völu að Álftanesvegi, snjór
 


Dubai Marathon 26.jan 2018

Dubai 2018Standard Chartered Dubai Marathon
Dubai, United Arab Emirates
26.janúar 2018

http://www.dubaimarathon.org

Við sóttum númerið á miðvikudag... ég fékk nr 1466. Expoið var eitt það minnsta og einfaldastasem ég hef nokkurntíma farið í... og þetta er sæmilega stórt hlaup. 

Maraþonið er á föstudegi... hvíldardegi múslima sem skapar smá vandamál. Lestir og strætó byrja ekki að ganga fyrr en kl 10.

Ég stillti símann á kl 4 am en gekk ekkert að sofna... kl 10:30 hringdi mamma, búin að gleyma að ég væri úti. Ég gat eitthvað dottað eftir það en var dauðþreytt þegar ég fór á fætur.

Ég tók leigubíl fyrir utan með það fyrir augum að vera um kl 6 á startinu. Bílstjórinn var ekki vel upplýstur um lokaðar götur en það tókst að koma mér á staðinn. Ég veit ekki nákvæmlega hvað margir tóku þátt mér fannst það nokkuð stórt. 

20180126 Dubai 26.jan 2018Hlaupið var ræst kl 7. mér tókst að vera nokkuð framarlega... marksvæðið var rosalega flott, með upphækkuðum leikvangasætum og stórum sjónvarpsskjáum. Við hlupum eiginlega allt maraþonið eftir sömu götunni. Start og mark voru svo í hliðargötu við hana. Við beygðum fyrst til vinstri og hlupum í áttina að hótelinu... svo að eftir nokkra km sat Lúlli fyrir mér. Hann beið svo eftir að ég snéri við og hitti mig aftur. Þegar ég kom svo að hliðargötunni hélt ég áfram uppeftir um 7,5 km, snéri þar við og hljóp niður eftir... þessi leggur var síðan endurtekinn... áður en ég beygði í hliðargötuna í markið.

20180126 Dubai 26.jan 2018Ég var ekki búin að vera 4 og hálfan tíma í brautinni þegar allir voru reknir upp á gangstétt og götunar opnaðar. Hlauparar voru almennt mjög fúlir yfir þessu því motturnar voru aftengdar og flagan getur ekki millitíma. Hitinn var nokkuð mikill en þjónusta á drykkjarstöðvum var góð.

Mér gekk ágætlega í þessu maraþoni... betur en ég þorði að vona bæði vegna þess að maraþonið er á síðasta degi ferðarinnar og við búin að ganga mikið og svo hvað ég svaf lítið nóttina fyrir hlaupið.

Þetta maraþon sem er nr 224 gefur mér nýtt land, Sameinuðu Arabísku Furstadæmin
og nýja heimsálfu, Asíu...
Garmin mældi vegalengdina 42,51 km
Og tímann 6:15:42


Luxor Marathon 12.jan 2018

Egyptian International Marathon & 100K, 22.2K, 12.3K, 5K
Luxor, Egypt

Rames Luxor 12.jan 201812.jan 2018
http://www.egyptianmarathon.com

Fyrsta maraþon ársins 2018 var ekki auðvelt. Ferðalagið var langt og svo var ferðin látin enda á hlaupinu en ég hef alltaf vilja byrja á hlaupinu og eiga síðan frí ef ferðin var meira en helgi. 

Útlendingar þurfa að kaupa pakka sem innfelur hlaupið, rútu til og frá starti og marki, 3 nætur á Jolie Ville hótelinu og lokahófskvöldverð sem er líka á hótelinu. Pakkinn var svo sem ekkert rosalega dýr og þægilegt að vera á staðnum. Hótelið er frábært.

Gögnin voru afhent á fimmtudegi kl 4:30 í anddyri hótelins, við fengum okkur svo kvöldmat og fórum snemma að sofa.

20180112_065455Ég lét símann vekja mig kl 4:15. Klæddi mig en gat ekki teypað tærnar eins og venjulega því eftirlitið á flugvellinum tók af mér sport-teypið og litlu skærin mín sem ég er búin að fara ótal sinnum með gegnum öryggiseftirlit í Ameríku... en kannski héldu þeir að ég gæti rænt flugvélinni með þessu. Sem betur fer tóku þeir ekki mjóan plástur sem ég nota til að teypa tvær tær saman því annars leggst önnur þeirra á hliðina og það er svo sárt.

Morgunmaturinn átti að opna kl 5 en ég kom korteri áður og þá var allt til. Rútan átti að fara kl 5:30 á startið en fór korteri of seint. Það var um 45 mín keyrsla á startið sem var við Hatshepsut hofið (heitu-kjötsúpuna). Þar voru klósett í upphækkuðum gámum og auðvitað rukkað fyrir klósettpappírinn. Ekkert klósett var á leiðinni og ég er búin að vera slæm í maganum undanfarna daga.

Startið var kl 7... hlaupið 1,2 km niður að gatnamótum og tekinn um 10km hringur framhjá ökrum og gegnum "smáþorp" þessi hringur var hlaupinn 4 sinnum, en enginn frá hlaupinu sá um talninguna. Tveir menn fyrir framan mig hættu eftir 10 km... Kannski því leiðin var frekar leiðinleg, undirlagið gróft og óskaplega þreytandi börnin sem héngu í manni og suðuðu um pening. Auðvitað er ég ekki með pening í hlaupi og einn strákahópurinn henti tómri vatnsflösku í hausinn á mér og fannst það rosalega fyndið.

20180112_Luxor MarathonFyrst var kalt, rosalegur reykur í loftinu af rusli sem fólkið er að brenna, síðan kom bakandi hitinn. Mér gekk vel fyrsta eina og hálfa hringinn en þá fór ég að finna fyrir blöðru á vinstra hæli og eymslum í hægra táberginu... undirlagið var gróft og tábergið er sigið. Seinni hringirnir voru skárri því ég þekkti þá... svo við Guð tókum einn í einu. Það voru ca 40 manns í heilu og mjög einmannalegt á leiðinni.

Við fengum vatn og bananabita á leiðinni en ég var með 3 gel með mér og tók þau frekar en bananabitana. Með þessu maraþoni get ég bætt við einu landi og einni heimsálfu en Egyptaland fylgir Afríku.

Við fengum verðlaunapeninginn afhentan í hófi um kvöldið.

Þetta maraþon er nr 223
Garmin mældi vegalengdina 42,27 og tímann 6:33:39

Ég get ekki mælt með þessu hlaupi.  


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband