Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2019

Hreyfing í febr. 2019

Við skelltum okkur óvænt út í lok jan... alla leið til Calcutta á Indlandi. Þetta var vikuferð og ótrúlegt en satt þá varð ég fárveik á leiðinni út en tókst samt að fara maraþonið og skoða það sem var á listanum... Hefur maður þá nokkuð leyfi til að kvarta... Mission accomplished.

 3.feb... IDBI KOLKATA MARATHON, Indland, 42,42 km
 7.feb... 6,2 km m/Völu í kulda og hálku.
 8.feb... 1000 m skriðsund
11.feb... 8,5 km með Völu, hlupum inni á bretti
13.feb... 8 km úti m/Völu, snjór og hálka
15.feb... 1200 m skriðsund
16.feb... 12,4 km, Hrafnistuhringur í ófærð
18.feb... 10,7 km m/Völu í hálkuveseni, bættum Setbergshring við.
20.feb... 10,7 km m/Völu færð betri en hálkublettir
22.feb... 1200 m skriðsund
23.feb... 12,3 km Hrafnistuhringur í góðu færi
25.feb... 10,7 km m/Völu, allt orðið autt aftur
27.feb... 10,7 km m/Völu, frábært 


Calcutta Marathon Indland, 3.febr. 2019

Kolkata Indland 3.feb 2019

 

IDBI Federal Life Insurance
Kolkata Marathon 

Kolkata, India
3.febr. 2019

http://www.kolkatafullmarathon.com

Það tók okkur einn og hálfan sólarhring að ferðast til Calcutta og við lentum 2am á föstudegi. Ég var orðin fárveik, svaf út í eitt, með smá hita og hafði enga matarlist... BÖMMER, að ferðast yfir hálfan heiminn til að liggja veik og geta ekki hlaupið... 

20190203 Calcutta IndlandÉg ákvað að sækja númerið eh á laugardag, mæta á startið og láta ráðast hvort ég yrði að hætta á leiðinni. Expoið var á leikvelli bakvið hótelið.

Kl var stillt á 2am... en ég vaknaði kl 20 að drepast úr hungri - sem var góðs viti... en ég svaf ekkert eftir það... Lúlli labbaði með mér á startið en fékk ekki að fara inn á start svæðið og ég varð að fara gegnum vopnaleit.

Startið kl 4:30, var 3-400m frá hótelinu í sömu götu. Leiðin var 2x sama leiðin fram og til baka. Það voru frekar fáir í heilu en hálfa startaði klst seinna og fór sömu leið.
20190203 Calcutta IndlandUm leið og ég fór að stað fannst mér ég vera furðuhress. Mér tókst að skokka fyrstu 10 km þrátt fyrir myrkur, hrikalegt reykjarmistur og mengun í lofti... en síðan minnkaði orkan og ég varð að ganga meira og meira, sérstaklega þegar sólin fór að baka... götuhitinn fór yfir 30°c

Ég þakka hinum eina sanna Guði fyrir að hafa styrkt mig og stutt í gegnum þetta maraþon... ég held að Bíðari nr 1 hafi verið búinn að afskrifa að ég kæmist úr rúminu til að sækja númerið - hvað þá að leggja af stað í hlaupið. En ég er Maniac... 

Þetta maraþon er nr 239
Garmurinn mældi tímann 7:20:27
og vegalengdina 42,42 km 
Indland er 20. landið mitt


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband