Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Nashville TN, 28.apr.2012

Country Music Marathon & Half Marathon, Kids Marathon
NashNashville 28.4.2012ville, TN USA  28.apríl 2012  http://nashville.competitor.com 

Ég var búin að bylta mér nokkrum sinnum áður en klukkan hringdi 3:15. Ég borðaði kringlu með osti - ekkert kaffi... það var agalegt. Síðan tók þetta venjulega við í undirbúningi fyrir hlaup...

Við bárum allt út í bíl og ég tékkaði okkur út kl 4:40... við vorum svo heppin að vera búin að fara á Finish í gær og Garmin lét okkur fara út af hraðbrautinni á öðru exiti en flestir aðrir fóru, svo við fengum strax bílastæði við hliðina á rútunum og endamarkinu. Hérna verður Lúlli að bíða þar til ég kem í mark.

Nashville 28.4.2012

Ég ætlaði að bíða í hálftíma í bílnum, en fólkið dreif svo að, km-löng biðröð í rúturnar svo ég skellti mér í röðina. Þegar ég var komin á staðinn - leitaði ég að Maniac- og half-fantics því ég ætlaði sko ekki að missa af hópmyndinni.

Maraþonið var ræst í hópum, sá fyrsti kl 7:00... það var strax farið að hitna. Ég sá á hitamæli snemma á leiðinni að það var 25°hiti og það hitnaði eftir því sem leið á morguninn. Leiðin var ekkert nema brekkur... hver skipuleggur þetta bull ;)... 

Nashville TN 28.4.2012Ég fékk -farðu-nú-að-hætta-þessu-verki- á þrem stöðum, fyrst í hægra hné... aldrei fundið fyrir hnjánum áður, síðan í hælnum og svo í mjöðminni... en svo hurfu þeir. 

Hitinn hækkaði, sólin skein og á 17 mílu voru allir hættir að hlaupa og farið var að útdeila klaka á drykkjarstöðvum... Fólk sýndi merki ofreynslu... Ég fékk mér kaldan bjór á 23 mílu... 

Ég hef ekki hugmynd hvað maraþonið mældist því garmurinn dó á leiðinni :/ en maraþonið er nr 143 og var hlaupið til heiðurs Gunnlaugi A Jónsyni Gt-kennara sem er 60 ára í dag. 


Gögnin sótt í Nashville TN

Nashville 28.4.2012 003

Gögnin voru í Nashville Convention Center í miðborginni og oft erfitt að fá stæði, en eftir smá hringsól fengum við stæði í bílastæðahúsi. Ég mundi eitthvað eftir síðasta skipti þegar við vorum hérna... en þetta er oft svo líkt.

Við vorum ekki lengi á staðnum, expo-ið var stórt en það var heitt í dag og lítur út fyrir að verða heitt á morgun... Við erum búin að ákveða hvernig morgundagurinn verður. Klukkan verður stillt á 3:15 og ég verð að vera komin í skuttluna á startið kl 5:15 og í Maniac-hópmynd kl 6:30


Vormaraþon FM 21.4.2012

Lagt af stað í myrkri, Vormarþon FM 21.4.2012

Ég hef ekki staðið mig undanfarið, gleymdi að blogga að ég hjólaði 15 km síðasta mánudag og hljóp 8,5 km á þriðjudag.

Í morgun... snemma (4:46) lagði ég af stað í Vormaraþoninu, ég fæ alltaf að byrja fyrr. Það var myrkur þegar ég mætti á staðinn og 4,2 stiga frost - það bjargaði því að það var logn - en maður minn hvað kuldinn beit.

Ég var varla komin af stað þegar það var orðið albjart. Mætti fleiri kanínum en fólki í fyrri hring. Í seinni hring vildi þannig til að Rögnvaldur var ræstur rétt eftir að ég snéri. Það hlýnaði í seinni hring en blés aðeins köldu.

Mark, Vormaraþon FM, 21.4.2012

Þegar ég var uþb hálfnuð til baka í seinni hring, fór ég að finna fyrir krampa í kálfum... svo ég gekk töluvert eftir það... ekki skrítið miðað við æfingaleysið á mér... ég hef bara hlaupið tvisvar í viku síðan í nóvember... Kom fyrst í mark ;) enda voru hinir ræstir kl 8:00...  hehe...

Þetta maraþon er nr 142 hjá mér
garmurinn mældi það 42,55 km og tímann 5:12:01


Annasöm vika

Skólinn er alveg að verða búinn, síðasta kennslustundin næsta þriðjudag. Það var mikið að gera í vikunni hjá mér.... eftir að hafa prentað út lokaritgerðina til yfirlestrar, leyfði ég mér að taka 27 km hjólatúr á miðvikudag, 6 km í gær og síðan hljóp ég 13,1 km í morgun áður en ég fór í skólann.  

Bara snilld... 13,1 km :)    


Dásamlegt veður

Frídagur og yndislegt veður, næstum logn, sól en aðeins svalt fyrir aðra en hlaupandi... Við Vala hittumst í Lindarhvamminum... hlupum Hrafnistuhringinn fyrir hádegi.

Það var alls staðar líf... vorboðarnir komnir á stjá, foreldrar með ungana sína í göngutúrum :)

12,5 km í sólskinsskapi :) 


Frekar kalt

Gleymdi að skrifa að ég hljóp í gær og hjólaði í fyrradag... Já maður er kominn í páskafrí. Veðrið var frekar kalt í gær en þetta stefnir allt í áttina að sumri :) Hljóp suður fyrir Straumsvík.

10,95 km í dag
12 km hjól i fyrradag 


Með Völu :)

Við Vala förum Hrafnistuhringinn nær blindandi... Þetta er liður í áætlun okkar að hlaupa áfram þennan hring þegar við verðum komnar á Hrafnistu... þurfum engu að breyta, bara byrja annars staðar á hringnum ;) 
Veðrið leit út fyrir að vera gott, en var bara HÖRKU-vorveður... hehe, kalt, gjóla en bjart og við svo blessaðar saman :)

12,5 km í dag - og páskafrí eftir morgundaginn :) 


Út að Straumsvík

Ég gleymdi að færa til bókar að ég hljóp seinnipartinn í gær... að vísu ekki eins langt og ég ætlaði en samt. Ég var aðstoðarprestur í tveim fermingum, kl 11 og 13:30, fyrsta sinn sem ég tek þátt í þjónustu frá upphafi til enda... og var orðin svolítið þreytt að standa...  en veðrið var svo gott að ég gat ekki annað er farið smá hring á eftir. Ég hljóp út fyrir Straumsvík og afleggjarann niður að Álverinu, að ankerinu... og í bakaleiðinni lengdi ég aðeins inn í iðnaðarhverfið. 

Náði 10,7 km í dag... bara gott :) 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband