Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012

Náði góðu veðri

Ég dreif mig út á meðan veðrið var bjart og gott. Ákvað að hlaupa upp að Hvaleyrarvatni. Það var bara rúmir 4 km svo ég tók hring um vatnið +2,4 km.. ekki dugðu 10,5 svo ég tók auka hring um hverfið í bakaleiðinni til að ná 12 km.

Ég fékk misjafnt veður, komu él í bakaleiðinni, en gott að vera búin með skammtinn í dag, sérstaklega þegar ég sé snjókomuna úti núna. 


Frábært veður

Hitti Völu, fór of hratt af stað, því ég var frekar sein. En svo hélst hraðinn einhvernveginn út allt hlaupið og ég skildi ekkert í því að ég var að kafna alla leiðina... skildi það síðan þegar ég kom heim og garmurinn sagði að ég hefði ekki hlaupið svona hratt síðan í hittifyrra... Það er enn von ;)

Veðrið var gott, en við fundum að það var að kólna og síðasta spölinn snjóaði... Þetta eru SVIK - VORIÐ ER VÍST KOMIÐ.

Hrafnistan 12,5 km... keep it up :) 


Fínt veður - smá hálka

Vá... eldsnemma í morgun þegar ég hleypti kéttinum út, var hellidemba... þegar ég fór á fætur var snjór yfir öllu... maður, maður bara skilur þetta ekki ;)

En út skyldi farið og Hrafnistu hringinn :) Það var farið að bráðna og ég hélt þetta yrði meira slabb en snjór, en meiri part leiðarinnar var hálka. Það stressaði mig þannig að ég dró lappirnar. Veðrið var samt ágætt, logn og þurrt.

Hrafnistan mín kæra 12,5 km :* 


Engin afsökun :/

Ég hef ekkert til að réttlæta þetta hreyfingarleysi... dag eftir dag ætla ég út en hef setið límd við tölvu og bækur... Ég skal klára þessa ritgerð fyrir þriðjudag :)
Ég hljóp síðast á þriðjudag, ætlaði út í dag en dró þá fram hjólið - VÁ HVAÐ ÞAÐ VAR ÆÐISLEGT þó það kæmi grenjandi rigning...

Hjólaði 27,3 km og ég lofa, lofa, lofa að hlaupa í fyrramálið,
þó rigni eldi og brennisteini...   :)


Ekkert væl !

Vala afboðaði sig í gær og ég var í ágætum gír með ritgerðina, þannig að ég ákvað að hlaupa frekar í dag... bara gott :)

Um tvö-leytið hljóp ég síðan út og upp Krísuvíkurveginn og hálfum km lengra en síðast... Ég var í mótvindi upp eftir og allt á fótinn... svolítið þung á mér eftir saltkjötið í IKEA... en á leiðinni til baka fann ég ekki fyrir vindi bara rigningarúðanum. Á veginum er stanslaus umferð trukka, sem sýndu mjög mikla tillitsemi, og færðu sig inn á miðjan veg, því ég hafði ekki einu sinni fótarbreidd fyrir utan veginn.

13 km í dag og ekkert væl :) 


Vindur, regn og él

Og ég sem hélt að vorið væri komið... Ég skellti mér út fyrir hádegi... veðrið var ágætt og veðurfræðingur heimilisins var búinn að láta mig vita að það ættu að vera él seinni partinn. Ég breytti meira að segja út af vananum, hljóp út úr hverfinu og upp Krísuvíkurveginn upp að Bláfjallaafleggjara og snéri við... Það rigndi öðru hverju og á heimleiðinni kom hörku-stingandi-ískalt él... það hefur sko ekki ætlað að missa af mér.

Ég var hrakin, blaut og ísköld þegar ég kom heim en ánægð með að hafa farið út.
12 km í dag :) 


Vorið er komið - er það ekki ?

Við Vala vorum í ágætu stuði... allir búnir að tala um vor-veður... svo það hlýtur bara að hafa verið vor-veður... við reyndum að skima eftir vorinu en það hljóp ekki með okkur. Við fundum samt eina gleðilega breytingu, við hlaupum eiginlega í björtu... svo það verður eiginlega að baka ,,birtu-pönnukökur" Joyful

Hrafnistan, 12,5 km í birtu  Wink


Gott veður - smá hálka

Ég hafði um tvennt að velja, hlaupa fyrir hádegi eða eftir kl 3... Það var betra að skella sér út í morgun. Það er langt síðan ég hef hlaupið í björtu. Yndislegt. Það var snjór yfir öllu og hálka alla leiðina... Þó hálkan taki alltaf smá orku þá var þetta gott hlaup.

Hrafnistan 12,5 km :) 


Helköld rigning

Fyrst ég komst ekki út í gær, ætlaði ég að bæta það upp í dag... og án þess að líta fyrst út um gluggann, klæddi ég mig í og skellti mér út fyrir dyrnar... ég dauðsá eftir því, hvílíkt rok og ísköld grenjandi rigning. Fyrst ég var komin út varð ég að láta mig hafa það.

Ég var ekki komin hálfan km þegar ég var komin með verki í hausinn, vegna kuldans og bleytunnar... stundum hélt ég að það væri él í rigningunni... ég vildi ekki gefast alveg strax upp... en sá síðan að þetta borgaði sig ekki... þetta er húfu-veður og ég var með bara með ennisband og der... það varð úr að ég snéri við... það kemur annar dagur.

2,4 km með frosið bros  


Gott að vera laus við snjóinn

Ég sendi Völu skilaboð, kem kl 5... við hittumst síðan á Strandgötunni... Veðrið var orðið ,,gott"... miðað við að á milli kl 3 og 4 var brjáluð slagveðurs rigning... leit ekki vel út þá, en ég ætlaði samt út... 

Við Vala fórum okkar hring... og allt í gúddý... 
Hrafnistan 12,5 km í snilldar stuði :)


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband