Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Ný hlaupavika.

Sælar allar, nú hef ég varla verið í sambandi við ykkur... hræðilegt...  einhverjar hafa þó skrifað í athugasemdir hvað þær hafa verið að hlaupa.  Ég hef ekki hlaupið neitt, skil ekki hvað hefur gerst með fótinn á mér, er hvorki betri eða verri.  Enn eru 4 vikur eftir til utanfararinnar.... svona er planið:

sunnudagur ..... 30.sept ..... 25 km

mánudagur ...... frí

þriðjudagur ...... 10 km

miðvikudagur ... 12 km

fimmtudagur .....  8 km

föstudagur ........ frí

laugardagur ......  8 km.           Gangi ykkur vel á hlaupunum. Kissing


Þið eruð frábærar

broskallmeðbókFrábært....

Glæsilegt hvernig þið haldið planinu stelpur, ég hef grúft mig ofan í bækurnar á daginn, svo naga ég hornin á sængurverinu á nóttunni...... hvað ég öfunda ykkur að hlaupa..... en það þýðir ekki að væla eða vorkenna sér.... Blush

Veðrið var ekki það besta í dag, rigning og rok, en hvað er það fyrir alvöru Byltur... nema eitthvað til að sigrast á. 

Það er ekki spurning hverjar eru bestar Kissing 


Næsta vika

Blessaðar, hver á fætur annarri hefur sent mér greinargerð um hlaup síðustu viku.  Glæsilegt.  Þið eruð sannkallaðar kjarnakonur.

Við vorum þrjár á veikindaskrá þessa viku, Magga, Anna Rós og ég..... ég hef ekki hugmynd hvað hefur hlaupið í hásin vinstri fótar, ég hef verið draghölt í dag og geri ekki ráð fyrir að hlaupa þessa viku..... Kannski eru máttarvöldin að koma mér að námsbókunum með þessu ?   Nei... Halo ég lofa að læra samviskusamlega..... en fyrir hetjurnar sem safna kílómetrum, þá er hlaupaplanið svona:

Sunnudagur ..... 23. sept .... 28 km

Mánudagur .... frí

Þriðjudagur .....   8 km

Miðvikudagur ....   12 km

Fimmtudagur ...... 8 km

Föstudagur ...... frí

Laugardagur .... 8 km                     Gangi ykkur allt í haginn Kissing

 


Hetjur dagsins

Ég hitti Ingileif og Þóru Hrönn við Lækjarskóla kl. 10.  Það var kalt og þar sem Ingileif var rauðvínslegin síðan í gær (að eigin sögn) fórum við af stað.  Þórdís ætlaði að koma hlaupandi Garðabæjarhringinn, hetja dagsins Smile ætlar að fara 28 km. í dag og taka sér frí á morgun í staðinn.  Við vorum rétt lagðar af stað þegar við mættum henni. 

Vegna kulda og vinds, ákváðum við að fara Setbergshringinn.... og svo Garðabæinn, leiðina sem Þórdís kom.  Það byrjaði vel, en til móts við Kaplakrika fór ég að fá verk í sömu hásin og um daginn, ég þráaðist aðeins við en ákvað svo að snúa við, það borgar sig ekki að deila við kvartanir kroppsins.  Ekki hef ég neinar útskýringar á þessum eymslum.... en nú verður að vinna í því. Frown

Ég skildi því við stelpurnar og þær héldu áfram.... Engar smá hetjur  Smile Smile Smile  Þórdís fór 26,5 km og Þóra Hrönn og Ingileif 12 km.  Glæsilegt hjá þeim.

Soffía hringdi, hafði hlaupið 27 km. í gær..... glæsilegt hjá henni


Ennþá aumingi, enn heima

Maðurinn spurði hvort ég væri að geypa golunni... ég geyspa stanslaust og er alveg hrikalega þreytt af því að gera ekki neitt.  Undanfarna morgna þegar ég hef vaknað hefur mín fyrsta hugsum verið... ónei... er nóttin búin... og svo hef ég druslast á lappir.

Fór í skólann, ekki er ég með hita, hálsbólgu eða annað verra.  Hringdi í Þórdísi rétt fyrir 6...  hún var hlaupandi með símann.... dugnaðarforkur.  Rannveig búin að hlaupa, Magga er veik .... skýrslan náði ekki lengra, erfitt að tala í síma á hlaupum, en hún þakkaði mér fyrir að mæta ekki svo ég smitaði þær ekki..... það er þá eitthvað gott við að vera heima.

Og enn verð ég að treysta á að það komi dagur eftir þennan dag.


Hrikalega duglegar stelpur

RannveigÞórdís

Soffía skrifaði í athugasemdir hvað hún hljóp... glæsilegt,  verð að redda mynd af henni.  

Ég er búin að fá sms frá Þórdísi og Rannveigu, báðar búnar að hlaupa í dag.  það er ekkert sem stoppar þessar gellur .... en ég geyspa bara og langar mest undir sæng.  Hvað er að gerast ?  Blush

Ég held ég láti það bara eftir mér að vera heima og ná þessu sléni úr mér.  Gallinn við að vera heima.. er að maður slappar ekki af.... af því að ég er eftir á í lestri og les í kapp við tímann.... hraðar en minniskubburinn tekur við, sem er ekki nógu hagstætt.

En dagurinn í dag kom eftir gærdaginn og ég býst við að það komi annar dagur á morgun... það klikkar ekki frekar en vanalega.


Hljóp ekki í dag...

lasin.Þórdís hringdi, hún var búin að hlaupa, ég fékk fréttir af hinum... þær eru allar svo duglegar, hreinustu hetjur... ég er ábyggilega sú eina sem hljóp ekki í dag.  Mér leið eitthvað svo asnalega, vona að ég sé ekki að verða veik....

En hvað sem því líður, þá reynir maður að hetjast líka, lesa og standa sig í náminu, það kemur annar dagur eftir þennan dag.... það hefur ekki klikkað fram að þessu...


Frábært hlaup

broskallVið gerðum eins og síðasta sunnudag, hlupum heiman frá Þórdísi og allt öfugt í dag.  Við vorum 3, Þórdís, Rannveig og ég.  Ég veit að Soffía ætlaði austur eh og fór enn fyrr af stað eða kl 8.... og hefur væntanlega hlaupið 20 km eins og við.  Anna Rós og Magga fóru 19 km. 

Þannig að glæsilegra getur þetta varla verið.  Veðrið var frekar kalt, mælirinn í bílnum sagði 2 °C  en það hvorki rigndi eða snjóaði.... frekar hlýnaði. 

Það er frábært að byrja fyrr þegar við förum langt til að vera búnar fyrir hádegi.... ekki spurning.... að gera það líka næsta sunnudag þegar við eigum að hlaupa 28 km. 


11.vikan

Nú breytum við til Byltur.  6 vikur eru þar til við hlaupum úti í DC... við getum þetta með bros á vör.  Smile  Ég set frí á mánudögum aftur, en ef þið getið ekki hlaupið á þr. miðv. eða fimmt. þá hafið þið tækifæri til að nota mánud. í staðinn.  Við skulum reyna að halda okkur við 5 daga í viku.  Ef það er of mikið... þá er hægt að ganga kraftgöngu, hjóla eða synda einn dag í viku.   En hér kemur planið....

Alltaf í stuði

sunnudagur...... 16.sept..... 20 km.    Garðabær, Hafnarfjörður, Álftanes  (mæli með að fara kl. 9)

mánudagur ............... frí

þriðjudagur ............... 8 km     Setbergshr. m/lengingu

miðvikudagur ...........  12 km    Garðabær   m/Hrafnistu

fimmtudagur ............   7 km     Ásland / brekkur

Föstudagur ..............   frí

laugardagur .............. 7 km      Norðurbær

Ég vona að það léttist brúnin á okkur, hittumst hressar og glaðar Cool... Við getum þetta.


Breyttar áherslur...

Sem betur fer erum við sveigjanlegar.... Byltur ! nú verður breytt til.  Kissing

StopÉg finn að.. nú þegar vegalengdir eru farnar að þyngjast... að hlaupagleðin er farin að fjúka út í buskann, kílómetrarnir eru orðnir að skyldu og tímaþröng spennir okkur og kemur fram í auknum hraða, sem er líka farinn að þreyta okkur. 

Þar sem við erum ekki að fara á Ólympíuleikana eða á heimsmeistaramót, ætla ég að leyfa mér að breyta prógramminu, gefa okkur meiri tíma, hægja aðeins á okkur og vonandi fá hlaupagleðina aftur.

Ég veit að konur voru með væntingar og vilja til að hlaupa á undir 5 tímum í Washington DC..... og við getum það alveg.... þó við breytum um.  Við græðum ekkert á því að fara út útkeyrðar eða hálf-laskaðar. 

Á morgun föstudag er frí.  Þær sem hafa ekki hlaupið eftir prógramminu og vilja hlaupa á laugardag, gera það, en frá sunnudegi kemur ný vika, sem verður aðeins léttari.  Wink  

Við ætlum að hafa gaman að þessu..... það er markmiðið, er það ekki !


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband