Bloggfærslur mánaðarins, júní 2013

Hreyfing síðustu daga ;)

20.júní notaði ég tækifærið þegar maðurinn þurfti að mæta í Kópavogi að vera samferða honum og hlaupa heim frá Hringtorgsbrúnni... ég hljóp inn í gamla 20 km-hringinn minn, hljóp niður að Arnarnesi og meðfram Sjálandinu að Álftanesvegi og inn í Hrafnistuhringinn og heim... þetta var góð tilbreyting en var aðeins 11,5 km langt.

23.júní gekk ég á Esjuna með stóru systur (Berghildi), yngstu dóttur (Lovísu) og 4 barnabörnum (Bryndís Líf, Ísak Lúther, Adam Dagur og Gabríel Natan)...  

24.júní hjóluðum við Vala upp í Kaldársel, gegnum á Helgafell og hjóluðum til baka... fyrir mig var hjólatúrinn 19,1 km og Helgafellið var 5 km.

25.júní hjólaði ég í Grafarvoginn, sótti Matthías í leikskólann og eftir að hafa borðað kjúklingasúpu hjá Lovísu, hjólaði ég til baka... það gerði 42,3 km 

26.júní var ógeðslega leiðinlegt veður fyrir hádegi, svo ég fór í þrif... og þegar þau voru afstaðið var komið ágætis veður svo ég fór út í hlaupaskónum, hljóp upp Krísuvíkurveginn... 12,3 km.

Síðustu dagar hafa því ekki verið hreyfingarlausir þó bloggið hafi ekki hreyfst úr stað ;) 


Uppfærsla ;)

12.júní hjólaði ég 25,7 km í ágætisveðri.
14.júní hjólaði ég 11,3 km (ég er að komast í gang aftur)
15 júní hljóp ég upp Krísuvíkurveginn og snéri við eftir 7 km svo það urðu 14 km alls.

16.júní fórum við hjónin í Hjólamessu... hjólað á milli 6 kirkna og einn messuliður fluttur í hverri. Byrjuðum í Ástjarnarkirkju fórum þaðan í Hafnarfjarðarkirkju, Fríkirkjuna, Víðistaðakirkju, Garðakirkju og enduðum í Bessastaðakirkju. Fram og til baka urðu þetta alls 22,2 km. Veðrið var gott og fjölmenni sem hjólaði.

Á þjóðhátíðardaginn 17.júní tókum við Vala daginn snemma og hlupum Hrafnistuhringinn okkar fyrir hádegi í ágætis veðri. Ég hélt það væri kalt þegar ég lagði af stað en það var mjög hlýtt, ég meira að segja brann undir annarri hendinni. Hrafnistan 12,5 km.

Í roki og rigningu

Ég var of fljót að hæla veðrinu... Það var rok og rigning þegar ég hljóp til Völu og veðrið lagaðist ekkert á leiðinni. Við vorum rokbarðar og hundblautar eftir hringinn okkar. Það var bót í máli að það var hlýtt, svo hlýtt að ég renndi ermunum aftur af.

Hrafnistuhringurinn með aukahring um hús foreldra Völu, 12,7 km :) 


Held að sumarið sé loksins að koma :)

Við Vala hlupum í dag... í blíðskaparveðri... það var svo hlýtt að við renndum ermunum af jökkunum okkar... það er saga til næsta bæjar þegar Vala gerir svoleiðis.

Ég var svolítið þreytt... stressaðist aðeins af stað í byrjun og fékk ,,farðu hægar-verk" í annan fótinn. Það lagaðist síðan - sem betur fer.

Hrafnistan 12,5 km í blíðu og stríðu :) 


Í roki og rigningu

Síðasta laugardag skrapp ég aðeins út, hljóp upp Krísuvíkurveginn, planið var að prófa mig - ég hef aldrei farið 4 maraþon á 6 dögum áður... ég hef hvílt í viku og var merkilega góð. Það var hvasst og svo byrjaði að rigna - ég lét 9 km nægja enda nóg að gera við að undirbúa fyrir Dag sjóræningjans daginn eftir.

Á sjómannadaginn fékk ég tak í bakið þannig að ég afboðaði mig með Völu í gær, en hljóp prufuhring í dag. Hringurinn átti ekki að vera langur - bara rétt út fyrir dyrnar því það var ömurlegt veður, skaðræðisrok og rigning... konan endaði samt með því að fara gamla góða Hrafnistuhringinn...

Held ég verði góð þegar ég hleyp með Völu næsta fimmtudag ;)

Hrafnistuhringur 12,5 km 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband