Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Byrjuð að æfa aftur

Smile

Ég var búin að lofa að ég myndi byrja að æfa í þessari viku og ég stóð við það, hef mætt í æfingasal Sundlaugar Garðabæjar tvisvar í þessari viku. 
Það er mjög þægilegt fyrir mig að koma þar við á leiðinni heim á þriðju-og fimmtudögum því þá er ég í skólanum frá 10-11:30.
Á þriðjudaginn þegar ég mætti, var ég eins og algjör byrjandi, gleymdi bæði handklæði og sundbol, enda var ég löngu hætt að stunda sundlaugina. 
Þetta var samt lán í óláni, og verður regla amk fyrst um sinn, svo maðurinn geti fengið bílinn..... og svo auðvitað vegna þess að ég myndi aldrei koma mér upp úr heitu pottunum. 

En ég er komin í programmmmmmmmm......... 


P.F. Chang´s Rock´N´Roll Marathon, Phoenix Arizona, 13.jan.2008


á leið í rútuna, á startiðSælar Byltur,

Sunnudaginn 13.jan. steinlá eitt maraþonið enn, nr. 82
Eins og sést hefur á blogginu, hef ég ekkert æft í nærri 4 mán og þess vegna var ég búin að afskrifa þetta hlaup.  
En vegna þess að ég skráði mig í hlaupið um mitt síðasta sumar og ferðin var keypt og miðuð við hlaupið, stílað upp á að skila bílaleigubílnum í Phoenix og fljúga heim þaðan, þá vorum við á staðnum.   

Freistingin var mikil því músik-maraþonin eru svo skemmtileg hlaup. 
komin í markÉg hljóp þetta hlaup þegar það var í fyrsta sinn og var þá búin að hlaupa Grand Canyon.... þannig að fylkið er afgreitt fyrir löngu. 

Hvað um það.... ég ákvað það bara nokkrum dögum fyrir hlaupið að láta mig hafa það.  Ganga það í kraftgöngu upp á að hætta ef ég versnaði í hásininni....
en það gekk svo glimrandi vel að ég kláraði á 6:34:53 og finnst mér það ágætt, því eina hreyfingin sem ég hef fengið undanfarið en út í bíl og inn í búð, fyrir utan smá skokk á ströndinni í Redondo.

Mission accomplished - ég er komin heim  Cool


Hlaupið á ströndinni

HLAUPID A STRONDINNI, REDONDO BEACH
Sælar Byltur...  Wizard

Loksins hef ég haft mig í að prófa að skokka. 
Ég hef tvisvar farið niður á strönd og tekið prufu. 
Það er dásamlegt að hlaupa eftir ströndinni i Redondo Beach. 
        InLove I LOVE IT

En... Oh my... hvað maður er orðinn feitur og stirður...
TROPPURNAR NIDUR A STRONDen það er ekki mér að kenna hvað það eru stórir skammtar í Ameriku og maður er alinn upp við að klára af diskinum.    

Maður nær þessu ekki af sér nema ... hlaupa upp tröppurnar,
úff.... mig minnir að þær séu um 80 Woundering


á É é  í  ú  ó  ý  ð  þ Þ  æ  ö Ú Ó Ð


Gleðilegt hlaupár 2008


Sælar Byltur og gleðilegt hlaupár Kissing

Ég les það á Mbl.is að það sé brjálað veður heima... svo það er um að gera að njóta frídaganna og þegar þið farið af stað..... VERA MED BRODDA ef það er hálka... annars er hætta á að Byltur liggi i götunni.  Pinch

Við hjónin flugum til Californiu á annan dag jóla.  vorum fyrst nokkra daga á Redondo Beach en erum nú í heimsókn hjá vinum i Santa Barbara, þar sem ég kemst í tölvu.  Við höfum það eins gott og hægt er, bara bolaveður alla daga.  Cool

Ég hef ekkert hlaupið enn, enda nóg að gera á útsölunum hérna, maður kemur dauðþreyttur heim á hverju kvöldi.

PS. Ferðasagan er á...  bryndissvavars.blog.is

Árið 2007
... hljóp ég aðeins 7 maraþon, þrjú þeirra hljóp ég heima, Mars-maraþonið, Mývatns maraþon og Reykjavíkur maraþon og 4 maraþon hljóp ég í USA en það voru OC í Californíu, Houston í Texas, Green River í Wyoming og New Mexico maraþon í Albuquerque. 

Samtals eru maraþonin orðin 81 

Gleðilegt hlaupa-ár 2008

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband