Áfallahjálp

Ég hringdi í Þórdísi áðan, hún hafði ekki góðar fréttir af hópnum.  En það er ekki nema eitt í stöðunni, þegar það blæs svo hressilega á móti að stráin bogna og brotna.

Við erum svo heppnar að hlaupahópurinn okkar spannar vítt menntunarsvið, höfum sálfræðing, félagsráðgjafa, lögfræðing, prest og hvaðeina.  Tómir sérfræðingar...... Nú virkjum við prestinn til að hafa bænastund með okkur, leitum á náðir almættisins, enda lofar ritningin því í

Matt 18:19  Hverja þá bæn, sem tveir yðar verða einhuga um á jörðu, mun faðir minn á himnum veita þeim.

Nú bið ég um komment á þetta, bæði frá presti og söfnuði Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ,

Ég er nú vön því ef á móti blæs að bretta upp ermar og gera eitthvað skemmtilegt án þess þó að gera lítið úr bæninni. Nýr varalitur eða eitthvað slíkt. En ég er nú alltaf að selja þetta. En án gríns ef kroppurinn er eitthvað að mótmæla þá hlustum við á hann og hugsum upp á nýtt. Það er ekki endilega verið að hætta við Maraþon bara að fresta því. 

 Kveðja,

Þóra Hrönn

Þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband