Bæklunarlæknir

 fótbrot

Ég fékk með undraverðum hraða, næstum með hraða ljóssins, tíma hjá Guðmundi Erni bæklunarlækni í Orkuhúsinu. 

Hann skoðaði á mér fótinn og komst að því, sem ég vissi í raun og veru.... að það væri óráðlegt að hlaupa maraþon eftir rúmar 2 vikur. 

Til þess að fá mig góða og þá varanlega góða, er best að hvíla og fara í sjúkraþjálfun (nudd). 

hjól

Ég get haldið mér við með því að hjóla....  Smile

Hásinin hefur fengið eitthvað smá-hnask og bólgnað á típískum stað... sagði hann, en hún er ekkert farin að trosna eða neitt þannig lagað.... sem var afar ánægjulegt að heyra. 

Ef ég verð skynsöm, get ég orðið stálslegin aftur, en það tekur 1-2 mánuði. 

Ég þarf varla að taka það fram að ég er afar skynsöm kona Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl  Bryndís  mín ,

                 þetta var leiðinlegt að  heyra   með fótinn á þér  ,og mér finnst þú voða skynsöm

                      að  fara   ekki í maraþon ,  eftir  2 vikur  .

                     ég    kem á fundinn   á   mánudaginn   ,örugglega,  en voða spæld  að allar

                            séu hættar við.

                                                 kv, SOFFÍA  

                 GÓÐAN  BATA.

soffia (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 08:44

2 identicon

Sæl Bryndís ! Leiðinlegt þetta með fótinn þinn.  Ég hef verið í hlaupalægð að undanförnu og alls ekki litið á þetta blogg. Sé núna að eitt og annað hefur verið að hrjá ykkur hlaupadrottningar.....auðvitað er leiðinlegt að þurfa að hætta við spennandi hluti en stundum er nauðsynlegt að taka aðrar stefnur og nú hlýtur markmiðið að vera að koma skrokknum í lag. Ég ætla að reyna að koma á fundinn ykkar á mánudagskvöldið á Súfistanum, verð reyndar á vakt en fæ vonandi frið. Kær kveðja Ingileif.

ingileif Malmberg (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 09:41

3 identicon

Leitt með fótinn,  en eins og þú segir sjálf þá ertu skynsöm kona.

Anna Rós (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband