Áfram Soffía...

passamynd SoffíaSælar og takk fyrir síðast Smile
Það var gaman að hittast, leitt að það komust ekki allar.
Nýtt hlaupaplan var ákveðið.

Kl. 17:30
   Mánudagar ... Setberg með lengingu ... ca 8 km
   Þriðjudagar ... Norðurbær ... ca 7 km
   Fimmtudagar ... Ásland með hring um Ástjörn ... ca 11 km
kl. 10:00
   Laugardagar ... Garðabær ... ca 9 km
         (hægt að lengja eftir vild út á Álftanes)

Ferðin til DC dettur niður, en fall er faraheill,
það verður önnur ferð eftir þessa.
Soffía er hetjan, sú eina sem heldur enn prógramminu og mun halda uppi heiðri okkar hinna og hlaupa maraþon í Haustmaraþoni Félags maraþonhlaupara laugardaginn 27.okt, ræst kl 9 við Rafveituhúsið í Elliðaárdalnum.

Áfram Soffía ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ stelpur, Mér fannst leitt að komast ekki en glöð að sjá nýtt hlaupaplan. Veit samt að ég tek ekki þátt fyrr en mánudaginn 29.okt. Þarna er það skjalfest. Það er búið að vera mikið að gera og ég heldur ekki á landinu. Soffía þú ert ótrúlega dugleg. Ef ég verð í bænum þ. 27. okt. kem ég og hleyp með þér síðustu 10 km. Verð bara að vita hvaðan þeir eru. Hlakka til að hitta ykkur allar og vera dugleg í vetur.

Kveðja,

Þóra Hrönn

Þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 09:25

2 identicon

Áfram Soffía

Anna Rós (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 11:18

3 identicon

Það er frábært Þóra Hrönn,

Ég ætla að hjóla með Soffíu og einmitt sniðugt að þú hlaupir líka með síðustu 10 km. Það vilja kanski fleiri koma með. 

Við tölum saman síðar upp á stað og tíma.

bryndis svavars (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 19:59

4 identicon

Sælar skokkvinkonur,

Er allt blogg og fréttir dottnar niður? Gangi þér vel á morgun Soffía. Ég kom seint í gærkveldi og skroggurinn ekki upp á sitt besta. Ætla samt að fara að koma mér í gang aftur.

Kveðja,

Þóra Hrönn

Þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband