Glæsilegt hjá Soffíu

Soffía, hálfnuð í Haustmaraþoni 2007
Til hamingju Soffía....


Soffía hljóp sitt 4. maraþon í dag.  Ég hjólaði með henni, sem betur fer, því hún fór fyrst af stað og ég þekkti leiðina. 

Karfan framan á hjólinu gegndi ábyrgðarmiklu hlutverki sem bar, drykkjarstöð.  Áfengislaus.... 
Soffía sá um að hlaupa og ég sá um að næra hana. 

Haustmaraþon 2007Veðrið var gott í byrjun,
síðan héldum við að veðrið væri að gera uppreisn og leiðindi,
en blessunarlega lygndi og það var til friðs, þar til 3 km voru eftir. 

Soffía var farin að þjást af verkjum í vinstra hné, en eins og sönn Bylta, lét hún sig hafa það og kláraði á 6:48:05. 

Á heimleiðinni kom það til tals að Soffía hafi nú með stæl dottið inn í hópinn, þó hún hafi ekki farið á hausinn, en það er klárt að hún bætist á sjúkraskrá næstu viku, verður amk í hvíld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Soffía innilega til hamingju með maraþonið.

 Kveðja,

Þóra Hrönn

Þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 11:53

2 identicon

Glæsilegt Soffía mín, tilhamingju með þetta. Þú ert sigurvegarinn í dag!!!

kveðja magga

magga (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 18:30

3 identicon

 SÆLAR ALLAR,

   takk

já  ég  skokkaði nú  mest  seinnipartinn,  og labbaði á milli  stundum  ég  var

    búin í hnjánum, en ég  var líka  voða  lengi en ég hefði ekki farið  ef BRYNDÍS

    HEFÐI  ekki komið líka,  en ég er voða  þrjósk   og  hætti helst ekki  við  það sem ég er búin að ákveða.

Það er bara gaman  að ég er búin að prófa  þetta  maraþon, það var líka svo gott veður.

                                                      kv, Soffía.

soffia (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband