Færsluflokkur: Íþróttir
Við þurfum að hittast stelpur... detta saman.
Það er komið að því að peppa hvor aðra upp. Bíðari nr.1 var inni á hlaupasíðunni, að skoða hlaupið okkar í DC. Ég var auðvitað að lesa skólabækurnar á meðan.... hvað annað!
Sá sem var síðastur þar.... var 8 tíma.... STELPUR. ég segi að við eigum ekki að hafa neinar áhyggjur, fyrsta maraþonið er alltaf prófraun og allt í kroppnum reynir að mótmæla vikurnar fyrir hlaup. En þegar við erum komnar af stað... verður þetta ekkert mál.
Þess vegna slökum við bara á núna... höfum ekki áhyggjur af því að geta ekki haldið áætlun.... prógrammið var bara viðmið.... Takið þess vegna frí fram yfir helgi og hlaupum bara Setbergið á þriðjudag....
En ættum við ekki að hittast eitthvert kvöldið ?
Íþróttir | 3.10.2007 | 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég hringdi í Þórdísi áðan, hún hafði ekki góðar fréttir af hópnum. En það er ekki nema eitt í stöðunni, þegar það blæs svo hressilega á móti að stráin bogna og brotna.
Við erum svo heppnar að hlaupahópurinn okkar spannar vítt menntunarsvið, höfum sálfræðing, félagsráðgjafa, lögfræðing, prest og hvaðeina. Tómir sérfræðingar...... Nú virkjum við prestinn til að hafa bænastund með okkur, leitum á náðir almættisins, enda lofar ritningin því í
Matt 18:19 Hverja þá bæn, sem tveir yðar verða einhuga um á jörðu, mun faðir minn á himnum veita þeim.
Nú bið ég um komment á þetta, bæði frá presti og söfnuði
Íþróttir | 2.10.2007 | 14:51 (breytt kl. 14:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Soffía skrifaði í athugasemdir að hún hefði hlaupið amk. 25 km. GLÆSILEGT hjá henni að hanga svona í programminu, ég veit að þetta er erfitt stelpur, með fullri vinnu, heimili og sumar með marga hunda. Þetta er auðvitað ekkert annað en hetjuskapur... tala nú ekki um að það er farið að dimma og versna veður.
Ég vona að sjúkralistinn styttist í næstu viku.... annars fer ég að hafa áhyggjur
Það er einhver plús við þetta.... mér hefur tekist að halda mér við bækurnar, tók alla síðustu helgi í að undirbúa 1 af þessum fyrirlestrum sem ég þarf að halda. Síðan hef ég ákveðið að byrja um næstu helgi á annarri ritgerðinni sem ég þarf að skila. Hvað Guð er góður að halda mér við efnið.
Íþróttir | 1.10.2007 | 19:54 (breytt kl. 19:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sælar allar, nú hef ég varla verið í sambandi við ykkur... hræðilegt... einhverjar hafa þó skrifað í athugasemdir hvað þær hafa verið að hlaupa. Ég hef ekki hlaupið neitt, skil ekki hvað hefur gerst með fótinn á mér, er hvorki betri eða verri. Enn eru 4 vikur eftir til utanfararinnar.... svona er planið:
sunnudagur ..... 30.sept ..... 25 km
mánudagur ...... frí
þriðjudagur ...... 10 km
miðvikudagur ... 12 km
fimmtudagur ..... 8 km
föstudagur ........ frí
laugardagur ...... 8 km. Gangi ykkur vel á hlaupunum.
Íþróttir | 29.9.2007 | 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Glæsilegt hvernig þið haldið planinu stelpur, ég hef grúft mig ofan í bækurnar á daginn, svo naga ég hornin á sængurverinu á nóttunni...... hvað ég öfunda ykkur að hlaupa..... en það þýðir ekki að væla eða vorkenna sér....
Veðrið var ekki það besta í dag, rigning og rok, en hvað er það fyrir alvöru Byltur... nema eitthvað til að sigrast á.
Það er ekki spurning hverjar eru bestar
Íþróttir | 26.9.2007 | 20:31 (breytt kl. 20:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Blessaðar, hver á fætur annarri hefur sent mér greinargerð um hlaup síðustu viku. Glæsilegt. Þið eruð sannkallaðar kjarnakonur.
Við vorum þrjár á veikindaskrá þessa viku, Magga, Anna Rós og ég..... ég hef ekki hugmynd hvað hefur hlaupið í hásin vinstri fótar, ég hef verið draghölt í dag og geri ekki ráð fyrir að hlaupa þessa viku..... Kannski eru máttarvöldin að koma mér að námsbókunum með þessu ? Nei... ég lofa að læra samviskusamlega..... en fyrir hetjurnar sem safna kílómetrum, þá er hlaupaplanið svona:
Sunnudagur ..... 23. sept .... 28 km
Mánudagur .... frí
Þriðjudagur ..... 8 km
Miðvikudagur .... 12 km
Fimmtudagur ...... 8 km
Föstudagur ...... frí
Laugardagur .... 8 km Gangi ykkur allt í haginn
Íþróttir | 23.9.2007 | 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég hitti Ingileif og Þóru Hrönn við Lækjarskóla kl. 10. Það var kalt og þar sem Ingileif var rauðvínslegin síðan í gær (að eigin sögn) fórum við af stað. Þórdís ætlaði að koma hlaupandi Garðabæjarhringinn, hetja dagsins ætlar að fara 28 km. í dag og taka sér frí á morgun í staðinn. Við vorum rétt lagðar af stað þegar við mættum henni.
Vegna kulda og vinds, ákváðum við að fara Setbergshringinn.... og svo Garðabæinn, leiðina sem Þórdís kom. Það byrjaði vel, en til móts við Kaplakrika fór ég að fá verk í sömu hásin og um daginn, ég þráaðist aðeins við en ákvað svo að snúa við, það borgar sig ekki að deila við kvartanir kroppsins. Ekki hef ég neinar útskýringar á þessum eymslum.... en nú verður að vinna í því.
Ég skildi því við stelpurnar og þær héldu áfram.... Engar smá hetjur
Þórdís fór 26,5 km og Þóra Hrönn og Ingileif 12 km. Glæsilegt hjá þeim.
Soffía hringdi, hafði hlaupið 27 km. í gær..... glæsilegt hjá henni
Íþróttir | 22.9.2007 | 13:58 (breytt kl. 18:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Maðurinn spurði hvort ég væri að geypa golunni... ég geyspa stanslaust og er alveg hrikalega þreytt af því að gera ekki neitt. Undanfarna morgna þegar ég hef vaknað hefur mín fyrsta hugsum verið... ónei... er nóttin búin... og svo hef ég druslast á lappir.
Fór í skólann, ekki er ég með hita, hálsbólgu eða annað verra. Hringdi í Þórdísi rétt fyrir 6... hún var hlaupandi með símann.... dugnaðarforkur. Rannveig búin að hlaupa, Magga er veik .... skýrslan náði ekki lengra, erfitt að tala í síma á hlaupum, en hún þakkaði mér fyrir að mæta ekki svo ég smitaði þær ekki..... það er þá eitthvað gott við að vera heima.
Og enn verð ég að treysta á að það komi dagur eftir þennan dag.
Íþróttir | 20.9.2007 | 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Soffía skrifaði í athugasemdir hvað hún hljóp... glæsilegt, verð að redda mynd af henni.
Ég er búin að fá sms frá Þórdísi og Rannveigu, báðar búnar að hlaupa í dag. það er ekkert sem stoppar þessar gellur .... en ég geyspa bara og langar mest undir sæng. Hvað er að gerast ?
Ég held ég láti það bara eftir mér að vera heima og ná þessu sléni úr mér. Gallinn við að vera heima.. er að maður slappar ekki af.... af því að ég er eftir á í lestri og les í kapp við tímann.... hraðar en minniskubburinn tekur við, sem er ekki nógu hagstætt.
En dagurinn í dag kom eftir gærdaginn og ég býst við að það komi annar dagur á morgun... það klikkar ekki frekar en vanalega.
Íþróttir | 19.9.2007 | 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þórdís hringdi, hún var búin að hlaupa, ég fékk fréttir af hinum... þær eru allar svo duglegar, hreinustu hetjur... ég er ábyggilega sú eina sem hljóp ekki í dag. Mér leið eitthvað svo asnalega, vona að ég sé ekki að verða veik....
En hvað sem því líður, þá reynir maður að hetjast líka, lesa og standa sig í náminu, það kemur annar dagur eftir þennan dag.... það hefur ekki klikkað fram að þessu...
Íþróttir | 18.9.2007 | 19:35 (breytt kl. 19:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)