Ennþá aumingi, enn heima

Maðurinn spurði hvort ég væri að geypa golunni... ég geyspa stanslaust og er alveg hrikalega þreytt af því að gera ekki neitt.  Undanfarna morgna þegar ég hef vaknað hefur mín fyrsta hugsum verið... ónei... er nóttin búin... og svo hef ég druslast á lappir.

Fór í skólann, ekki er ég með hita, hálsbólgu eða annað verra.  Hringdi í Þórdísi rétt fyrir 6...  hún var hlaupandi með símann.... dugnaðarforkur.  Rannveig búin að hlaupa, Magga er veik .... skýrslan náði ekki lengra, erfitt að tala í síma á hlaupum, en hún þakkaði mér fyrir að mæta ekki svo ég smitaði þær ekki..... það er þá eitthvað gott við að vera heima.

Og enn verð ég að treysta á að það komi dagur eftir þennan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ekki gott að heyra. Ég hljóp laugard. í dag það er spáð svo leiðinlegu veðri á morgun.

Hvernig er með sunnud. ? Ætlar einhver að hlaupa 28 km kl. 9

Vona að þú sért að verða hressari Bryndís en það er betra að ná þessu alveg úr sér.

Rannveig (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 15:36

2 identicon

Hæ er einhver sem er til í 12 km á morgun laugardag

Þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 18:26

3 identicon

Blessuð Þóra Hrönn, ég er til, verð að koma mér af stað, klukkan hvað viltu fara ?

bryndis svavars (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband