Hetjur dagsins

Ég hitti Ingileif og Þóru Hrönn við Lækjarskóla kl. 10.  Það var kalt og þar sem Ingileif var rauðvínslegin síðan í gær (að eigin sögn) fórum við af stað.  Þórdís ætlaði að koma hlaupandi Garðabæjarhringinn, hetja dagsins Smile ætlar að fara 28 km. í dag og taka sér frí á morgun í staðinn.  Við vorum rétt lagðar af stað þegar við mættum henni. 

Vegna kulda og vinds, ákváðum við að fara Setbergshringinn.... og svo Garðabæinn, leiðina sem Þórdís kom.  Það byrjaði vel, en til móts við Kaplakrika fór ég að fá verk í sömu hásin og um daginn, ég þráaðist aðeins við en ákvað svo að snúa við, það borgar sig ekki að deila við kvartanir kroppsins.  Ekki hef ég neinar útskýringar á þessum eymslum.... en nú verður að vinna í því. Frown

Ég skildi því við stelpurnar og þær héldu áfram.... Engar smá hetjur  Smile Smile Smile  Þórdís fór 26,5 km og Þóra Hrönn og Ingileif 12 km.  Glæsilegt hjá þeim.

Soffía hringdi, hafði hlaupið 27 km. í gær..... glæsilegt hjá henni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband