Færsluflokkur: Ferðalög
Ég keyrði í gær frá Chicago, 385 mílur eða 623 km og það sat aðeins í mér... Ég gisti í Cairo IL, 28 mílur í burtu frá Columbus. Var með vekjarann stilltan á 3:30 en var vöknuð fyrr, enda á röngum tíma. Hlaupið var ræst 5:30 í myrkri og leiðin meðfram Mississippi River. Leiðin var mjög krefjandi, 5 brekkur í hring og 14 hringir og þetta varð mjög heitur dagur... en ég komst í gegnum þetta.
Ég hitti marga vini sem sögðu allir að þetta væri erfiðasta brautin í seríunni,.. Ég fékk ,,The cabuch" síðasta lestarvagninn, nú eru nýjar reglur, sama persónan getur aðeins fengið síðasta vagninn einu sinni í hverri seríu...
Þetta maraþon er nr 255
Vegalengdin mældist yfir 46 km og tíminn yfir 9 klst
Þetta er 30.fylkið í 3ja hring
Ferðalög | 22.4.2022 | 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já, góðan daginn, fyrsta maraþonið í tvö ár og 4 mán og fyrsta langa vegalengdin eftir ökklabrotið. Ég flaug til Orlando og keyrði tæpar 400 mílur eða rúml 600 km til Eufaula. Ég áttaði mig ekki á að hlaupið var við fylkismörkin og síminn stillti sig við rangt mastur og ég vaknaði (2:45 í stað 3:45) og mætti á staðinn klst of snemma.
Hlaupið var ræst kl 5:30 á staðartíma og heilt maraþon var 12x fram og til baka. Fyrstu tvær ferðirnar voru í myrkri og ég hafði gleymt höfuðljósi... Ég var með göngustafi með mér sem ég notaði flestar ferðirnar...
Margir af mínum gömlu vinum voru mættir... og fagnaðarfundir. Það hitnaði fljótlega, en á stöku stað fékk maður ferskan vind á móti. Síðustu tvær ferðirnar fann ég þreytuverk þar sem skúfurnar voru í ökklanum.
Ég komst í gegnum þetta, eiginlega undrandi að ökklinn var í lagi en restin af skrokknum var þreyttur... Ég gekk það allt, þorði ekki að hlaupa fyrstu 5 km í myrkrinu án höfuðljóss... eins og ég hafði ætlað.
Maraþon nr 254
29. Fylkið í hring 3 um USA
Vegalengdin mældist 43,27 km og skráður tími er 8:39:39
Ferðalög | 25.3.2022 | 21:54 (breytt 3.5.2022 kl. 21:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Standard Chartered Singapore International Marathon,
Half Marathon, 10K, 5K, Marathon Relay
Singapore, Singapore
30.Nov. 2019
http://www.singaporemarathon.com
Þetta er seinna hlaupið í þessari ferð. Rakinn í báðum hlaupum hefur verið ótrúlega mikill, raunar eru fötin okkar alltaf þvöl enda rigningartími núna. Þetta var kvöldhlaup sem gerði allt erfiðara... vera búin að vaka allan daginn, vandi að borða rétt og svo rakinn og myrkrið.
Ég var komin á startið upp úr kl 16. þetta er stórt hlaup, troðið af fólki. Hlaupið byrjar á Formúlu 1 brautinni en endar annarsstaðar.
það var ræst kl 18 en það leið rúmur hálftími þar til það kom að mínum bási. Hitinn var 29° götuhiti 34°og rakinn ótrúlegur. Daglega drynja þrumur hér og við fengum þrumur en sluppum við rigningu.
Leiðin var svo sem ágæt en þó nokkuð um fram og til baka leiðir. Drykkjarstöðvar ágætar þegar maður var búinn að uppgötva uppsetninguna, en síðustu 12 km var lítið til. Vegna rakans var ég öll í nuddsárum eftir hlaupið og gjörsamlega búin, ég þurfti að bíða einn og hálfan tíma eftir leigubíl og hélt ég myndi ekki halda það út.
Þetta maraþon er nr 253
Garmurinn mældi tímann 7:32:21
og vegalengdina 43,53 km
Ferðalög | 1.12.2019 | 02:56 (breytt kl. 03:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Penang Bridge Int.Marathon
Penang, Malaysia
24.November 2019
http://www.penangmarathon.gov.my/portal/?RL=1
Öll Asíu-hlaupin sem ég hef farið í hafa verið um nótt. Eftir langt og strangt ferðalag hingað og +8 tíma mun við Ísland... þá hefur verið mikið rugl á svefni. Ég gat t.d. ekki sofið kvöldið fyrir þetta hlaup.
Maraþon startið var kl 1:30 am í nótt. Það var 26°c hiti og mikill raki í loftinu.
Þetta var erfitt maraþon, myrkur nær allan tímann, brautin eiginlega bara tvær langar götur fram og til baka og of langt á millidrykkjarstöðva sem voru litlar og því troðningur við þær. Brúin sem hlaupið heitir eftir er 13,5 km og við hlupum hana fram og til baka. Ég get ekki sagt að það sé skemmtilegt að hlaupa alltaf beint... fyrir utan að það var ekkert útsýni í myrkrinu.
Það voru ca 10 km eftir þegar það fór að birta og hitna um leið... og um 4 km seinna hlupum við inn í þvögu af gangandi 10 km hlaupurum sem bókstaflega fylltu brautina. Ég fór framhjá tveim maraþonhlaupurum sem fóru síðan burt í sjúkrabílum nokkra km frá markinu.
Ég held það hafi haft áhrif á frammistöðuna að mér tókst ekki að sofna kvöldið fyrir hlaupið og að ég er bæði á sveppalyfi við sveppum í vélinda og á sýklalyfi við svöðusári á stóru tá.
Guði sé lof þá tókst mér að klára þetta... en ég er alls ekki "sprettharður" prestur eins og greinin í Fréttablaðinu segir.
Þetta maraþon er nr 252
Garmin mældi það 42,61 km og tímann 6:49:24
Penang er nýtt land hjá mér
Ferðalög | 24.11.2019 | 09:14 (breytt kl. 09:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Buenos Aires Marathon
Buenos Aires, Argentina
22.Sept. 2019
http://www.maratondebuenosaires.com/
Það er ótrúlega langt flug hingað, fyrst 6 tímar, síðan bið, og svo 11 tíma flug.
Við sóttum gögnin daginn fyrir hlaupið, expo-ið var ágætt, ca 10 km frá okkar hóteli sem var nálægt startinu.
Ég stillti klukkuna á 4:00, græjaði mig, áætlaði um klst til að ganga á start og taka eina klósettröð. Hlaupið var ræst kl 7, leiðin var ágæt en samt tókst þeimm að finna amk 3 brekkur fyrir okkur. Fyrsta drykkjarstöð var eftir 5 km en síðan á 2,5 km fresti. Hitinn var þolanlegur og nokkrum sinnum fengum við smá golu.
Mér gekk ágætlega að halda áfram, fór að vísu aðeins of hratt í upphafi en ekkert sem kom að sök. Á leiðinni tók ég nokkrar selfie með Globetrotturum sem ég hitti.
Marathon Globetrotter klúbburinn hefur alltaf samband við hlauphaldara og fær lengri tímamörk og í þessu maraþoni lofuðu þeir 7 klst... sem þeir svo sviku, þeir lokuðu markinu eftir 6:12... og amk einn Globetrotter fékk ekki skráðan tíma og verðlaunapening.
Þetta er maraþon nr 251
Garmin mældi leiðina ... 44,01 km
og tímann ... 6:04:30
Þetta maraþon færði mér nýja heimsálfu S-Ameríku og á ég þá 2 eftir, Ástralíu og Suðurskautið.
Ferðalög | 3.10.2019 | 10:30 (breytt kl. 10:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Da Nang Int. Marathon,
Da Nang VIÊT NAM
11.ágúst 2019
Við sóttum númerið fyrir hádegi í gær. Það er svo heitt hérna að við förum ekki út um miðjan dag. Ég er nr 40814... síðan tókum við það rólega... hótelið lét mig fá morgunmatarbox.
Klukkan var stillt á 2am. Ég svaf ágætlega. Lúlli fór með mér á startið sem er 200m frá hótelinu.
Hlaupið var ræst kl 4:30 í 28°c... og ég var svo heppin að það var skýjað þar til ég var hálfnuð en þá var hitinn kominn í 38°c.
Það voru 2 km á milli drykkjarstöðva. Á hverri stöð langaði mig bara til að standa þar og sturta í mig ísköldu vatni eða orkudrykk. Ég hef aldrei á ævinni drukkið eins mikið og í þessu maraþoni. Það var ótrúlega þægilegt að fá golu öðru hverju og svo þræddi ég skuggana. Ég held ég hafi drukkið hátt í 10 lítra á leiðinni.
Heila maraþonið var 2 hringir og ég hef sagt það áður ÞAÐ ER ERFITT AÐ HLAUPA FRAMHJÁ MARKINU og eiga annan hring eftir. Seinni hringurinn var erfiður, bæði var orðið svo heitt og eins af því að engum götum var lokað. Við hlupum í miðri umferðinni og í seinni hring týndist maður, svínað fyrir mig og oft forðaði ég mér upp á gangstétt. Hitinn var 42°c þegar ég loksins kláraði.
Þetta maraþon er nr 249
Garmurinn mældi það 42,68 km
og tímann 7:24:12
Viêt Nam er nýtt land fyrir mig
úrslit hlaupsins: https://www.sportstats.asia/display-results.xhtml?raceid=103989
644 | 40814 | BRYNDIS SVAVARSDOTTIR | Female | 07:26:43 | 07:24:12 |
Ferðalög | 12.8.2019 | 05:36 (breytt 19.8.2019 kl. 19:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
KHMER EMPIRE MARATHON,
Siem Reap Cambodia
4.ág 2019
http://www.cambodia-events.org/khmer-empire-full-marathon/
eða Angkor Empire Marathon, það lítur út eins og þeir séu að skipta um nafn á maraþoninu.
Við sóttum númerið í gær, ég fékk nr 1724. Við fórum snemma að sofa enda á kolvilausu róli... eitthvað vakti mig eftir 3 tíma og ég svaf lítið eftir það. Klukkan var stillt á 2am. Ég var búin að semja við tuk-tuk bílstjóra að keyra mig á startið kl 3:30 en hann sveik mig og ég þurfti að finna annan.
Það var startað við Angkor Wat kl 4:30 í niðamyrkri, 27°c og miklum raka, það var aldrei þurr þráður á mér. Það birti ekki fyrr en eftir einn og hálfan tíma og takmörkuð birta af götuljósum. Göturnar voru sæmilega sléttar og bara tvær "brekkur" (hraðahindranir) nóg til að ein kona datt og snéri ökklann... annars var leiðin rennislétt... en slæmt að við hlupum alla leiðina í umferðinni... milli bílanna og mótorhjólanna. Við hlupum framhjá fjölda fornminja/búddahofa á leiðinni.
Drykkjarstöðvar voru á 2ja km fresti og allir af vilja gerðir að þjóna. Ég hitti þrjá 50 Staters, sem voru á eftir mér í brautinni.
Mér fannst bagalegt að ég hafði gleymt derinu heima því svitinn rann í stríðum straumum niður andlitið í halupinu og ég uppgötvaði þetta svo seint að ég gat ekki keypt mér der. Það var heitt og rakt en ég er bara sátt við mig í dag.
Þetta maraþon er nr 248
Garmin mældi vegalengdina 42,61 km
og tímann 6:44:44
samkvæmt úrslitum:
http://www.cambodia-events.org/angkor-empire-full-marathon-result/
446 | 1724 | Bryndis Svavarsdottir | F16+ | 117 | 117 | 3:47:23 | 6:44:42 | 6:45:16 |
Ferðalög | 4.8.2019 | 08:29 (breytt 19.8.2019 kl. 19:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fairlands Valley Challenge
Stevenage, UK
July 21, 2019
http://www.fvchallenge.org.uk
Ég keypti mig inn í þetta hlaup vegna þess að mér mistókst að fara fjórða daginn í síðustu seríu. Flaug út á fimmtudegi og gekk á startið (3km) á föstudegi í grenjandi rigningu. Þá hafði mér tekist að hala niður Englandi og leiðinni á gpx. Þetta virkaði.
Leiðarlýsingin var 3 og hálf blaðsíða sem ég prentaði út heima.
... off road and self navigated challenge through the picturesque Hertfordshire countryside around Stevenage ...
Marathon Description
Klukkan var stillt á 5 og kl 7 beið leigubíll fyrir utan. Expo-ið var klst fyrir start. Startið var kl 8:15. Ég reyndi að hanga í hópnum út úr bænum.
Ef einhver heldur að þetta sé auðvelt þá er það mikill misskilningur. Leiðin var akvegur, gangstígur, skógarstígur, troðningur, slóð, gegnum ótal hlið, undir brýr og lá yfir engi, hveitiakra, gegnum kirkjugarð, gegnum runna, milli húsa, gegnum bæi, upp og niður hæðir í nær sveitunum... hvergi var merking í götu eða við stíg... bara lesa leiðarlýsinguna... sem sýndi mig stundum á gpx-inu við hliðina á stígnum.
Tvisvar sinnum rakst ég á hóp fólks sem var villt og gat bjargað því... svo ákvað ég að elta 2 konur, Tínu og Jasmin sem lásu stanslaust leiðbeiningarnar en hefðu villst ef ég hefði ekki getað tékkað í símanum hvort við værum á réttri leið. Það sem ég hafði áhyggjur af, var að verða rafmagnslaus af því að hafa forritið alltaf opið.
Á leiðinni voru 5 check-in points, þar sem ég gat fyllt á vatn og borðað eitthvað snakk.
Þetta maraþon er nr 247,
Garmin mældi það 44,85 km
og tímann 8:10:51
Ferðalög | 14.7.2019 | 23:24 (breytt 23.7.2019 kl. 17:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heartland Series
July 7-13, 2019
9.júlí 2019, Portage, Indiana
http://mainlymarathons.com/series-3/heartland/
Dagur 3
Við keyrðum til Portage eftir maraþonið í gær. Þegar við keyrðum yfir fylkismörkin færðist tíminn. Þetta maraþon byrjaði því klst fyrr eða kl 4am á staðartíma og klukkan því stillt á 2.
Ég svaf ekki nógu vel. Það hitnaði fljótt, við vorum þó heppin að það var þónokkur skuggi í brautinni. Ég var með Icy-hot verkjaplástur á bakinu en hann tók ekki verkinn.
Við fórum 12x fram og til baka og í dag "tókst" mér að vera síðust og fá síðasta lestarvagninn í verðlaun... auk þess sem þetta var 25. Mainly maraþonið mitt og sérstök verðlaun fyrir það
Þetta maraþon er nr 246
Garmurinn mældi það 43,52 km
Og tímann 9:13:49
Ferðalög | 11.7.2019 | 00:28 (breytt 14.7.2019 kl. 23:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heartland Series
July 7-13, 2019
8.júlí 2019, Niles, Michigan
http://mainlymarathons.com/series-3/heartland/
Dagur 2 í seríunni. Við keyrðum til Niles eftir maraþonið í gær. Ég er sæmileg eftir hlaupið en þreytt í bakinu...
Klukkan var stillt á 3am, start kl 5.
Við hlaupum 10x fram og til baka í dag og nú var drykkjarstöðin í miðjunni.
Hitinn var mikill og erfitt að drekka nóg. Ég hef hlaupið hér áður. Það var mikið til sama fólkið sem mætir í þessar seríur.
Hitinn dregur mig alltaf niður, ég hafði ekki sofið vel síðustu nótt, en mér tókst samt ekki að vera síðust.
Þetta maraþon er nr 245
Garmin mældi það 43,46 km
Og tímann 8:02:04
Þetta var 24. Mainly maraþonið mitt.
Ferðalög | 10.7.2019 | 23:54 (breytt 14.7.2019 kl. 23:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)