KHMER EMPIRE MARATHON, Cambodia 4.ág 2019

KHMER EMPIRE MARATHON,
CEO_logo2-1Siem Reap Cambodia
4.ág 2019

http://www.cambodia-events.org/khmer-empire-full-marathon/

eða Angkor Empire Marathon, það lítur út eins og þeir séu að skipta um nafn á maraþoninu. 
20190804_Siem Reap CambodiaVið sóttum númerið í gær, ég fékk nr 1724. Við fórum snemma að sofa enda á kolvilausu róli... eitthvað vakti mig eftir 3 tíma og ég svaf lítið eftir það. Klukkan var stillt á 2am. Ég var búin að semja við tuk-tuk bílstjóra að keyra mig á startið kl 3:30 en hann sveik mig og ég þurfti að finna annan.

Það var startað við Angkor Wat kl 4:30 í niðamyrkri, 27°c og miklum raka, það var aldrei þurr þráður á mér. Það birti ekki fyrr en eftir einn og hálfan tíma og takmörkuð birta af götuljósum. Göturnar voru sæmilega sléttar og bara tvær "brekkur" (hraðahindranir) nóg til að ein kona datt og snéri ökklann... annars var leiðin rennislétt... en slæmt að við hlupum alla leiðina í umferðinni... milli bílanna og mótorhjólanna. Við hlupum framhjá fjölda fornminja/búddahofa á leiðinni. 

Drykkjarstöðvar voru á 2ja km fresti og allir af vilja gerðir að þjóna. Ég hitti þrjá 50 Staters, sem voru á eftir mér í brautinni. 

Mér fannst bagalegt að ég hafði gleymt derinu heima því svitinn rann í stríðum straumum niður andlitið í halupinu og ég uppgötvaði þetta svo seint að ég gat ekki keypt mér der. Það var heitt og rakt en ég er bara sátt við mig í dag.

Þetta maraþon er nr 248
Garmin mældi vegalengdina 42,61 km
og tímann 6:44:44

samkvæmt úrslitum: 
http://www.cambodia-events.org/angkor-empire-full-marathon-result/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband