Da Nang Int. Marathon, Viêt Nam 11.ág. 2019

Da Nang Int. Marathon,
Da Nang VIÊT NAM
11.ágúst 2019

Screenshot_20190812-141932_Chrome

http://www.rundanang.com

Við sóttum númerið fyrir hádegi í gær. Það er svo heitt hérna að við förum ekki út um miðjan dag. Ég er nr 40814... síðan tókum við það rólega... hótelið lét mig fá morgunmatarbox.

Klukkan var stillt á 2am. Ég svaf ágætlega. Lúlli fór með mér á startið sem er 200m frá hótelinu.

20190811_DaNang ViétNamHlaupið var ræst kl 4:30 í 28°c... og ég var svo heppin að það var skýjað þar til ég var hálfnuð en þá var hitinn kominn í 38°c.

Það voru 2 km á milli drykkjarstöðva. Á hverri stöð langaði mig bara til að standa þar og sturta í mig ísköldu vatni eða orkudrykk. Ég hef aldrei á ævinni drukkið eins mikið og í þessu maraþoni. Það var ótrúlega þægilegt að fá golu öðru hverju og svo þræddi ég skuggana. Ég held ég hafi drukkið hátt í 10 lítra á leiðinni.

Heila maraþonið var 2 hringir og ég hef sagt það áður ÞAÐ ER ERFITT AÐ HLAUPA FRAMHJÁ MARKINU og eiga annan hring eftir. Seinni hringurinn var erfiður, bæði var orðið svo heitt og eins af því að engum götum var lokað. Við hlupum í miðri umferðinni og í seinni hring týndist maður, svínað fyrir mig og oft forðaði ég mér upp á gangstétt. Hitinn var 42°c þegar ég loksins kláraði.

Þetta maraþon er nr 249
Garmurinn mældi það 42,68 km
og tímann 7:24:12

Viêt Nam er nýtt land fyrir mig
úrslit hlaupsins: https://www.sportstats.asia/display-results.xhtml?raceid=103989

64440814BRYNDIS SVAVARSDOTTIRFemale9007:26:4307:24:12

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband