Penang Bridge Int Marathon 24.nóv 2019

Penang Bridge Marathon MalasiaPenang Bridge Int.Marathon
Penang, Malaysia
24.November 2019

http://www.penangmarathon.gov.my/portal/?RL=1

Öll Asíu-hlaupin sem ég hef farið í hafa verið um nótt. Eftir langt og strangt ferðalag hingað og +8 tíma mun við Ísland... þá hefur verið mikið rugl á svefni. Ég gat t.d. ekki sofið kvöldið fyrir þetta hlaup.

Maraþon startið var kl 1:30 am í nótt. Það var 26°c hiti og mikill raki í loftinu.

20191124_Penang Marathon Þetta var erfitt maraþon, myrkur nær allan tímann, brautin eiginlega bara tvær langar götur fram og til baka og of langt á millidrykkjarstöðva sem voru litlar og því troðningur við þær. Brúin sem hlaupið heitir eftir er 13,5 km og við hlupum hana fram og til baka. Ég get ekki sagt að það sé skemmtilegt að hlaupa alltaf beint... fyrir utan að það var ekkert útsýni í myrkrinu.

Það voru ca 10 km eftir þegar það fór að birta og hitna um leið... og um 4 km seinna hlupum við inn í þvögu af gangandi 10 km hlaupurum sem bókstaflega fylltu brautina. Ég fór framhjá tveim maraþonhlaupurum sem fóru síðan burt í sjúkrabílum nokkra km frá markinu.

20191124_Penang Marathon Ég held það hafi haft áhrif á frammistöðuna að mér tókst ekki að sofna kvöldið fyrir hlaupið og að ég er bæði á sveppalyfi við sveppum í vélinda og á sýklalyfi við svöðusári á stóru tá.

Guði sé lof þá tókst mér að klára þetta... en ég er alls ekki "sprettharður" prestur eins og greinin í Fréttablaðinu segir.

Þetta maraþon er nr 252
Garmin mældi það 42,61 km og tímann 6:49:24
Penang er nýtt land hjá mér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband