Færsluflokkur: Ferðalög
Heartland Series
July 7-13, 2019
7.júlí 2019, Bryan OHIO
http://mainlymarathons.com/series-3/heartland/
Dagur 1 í seríunni... ég sótti númerið í gær, fékk nr 191 og verð með það næstu daga. Fékk mér pasta en hitinn úti var mikill svo við drifum okkur á hótelið.
Klukkan var stillt á 3am... startið er kl 5. Ég var með höfuðljós fyrsta klukkutímann. Við fengum helli rigningu í 2-3 tíma...
Ég þekkti mörg andlit sem ætla að taka alla 7 dagana í seríunni. Mér gekk ágætlega í hlaupinu sem var 16x fram og til baka i fallegum garði. Eftir að það stytti upp hlýnaði og fötin voru nokkuð fljót að þorna.
Þetta maraþon er nr 244
Garmin mældi tímann 7:07:42
og vegalengdina 42,68 km
Ferðalög | 7.7.2019 | 21:06 (breytt 14.7.2019 kl. 23:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ruidoso Marathon
& Half Marathon, 5K
Ruidoso, NM USA
23.júní 2019
http://www.ruidosomarathon.com/
Ruidoso er fallegur gamaldags bær umkringdur fjöllum... nóg af brekkum, ÚFF
Við náðum í númerið daginn áður, nr 873... expoið var tjald á bílaplani. Ég keyrði á startið sem er við Casino í rosafallegu umhverfi.
Klukkan hringdi 3:30 og gerði mig klára. Það var um korters keyrsla á startið og ég þurfti að mæta hálftíma fyrir start.
Hlaupið var ræst kl 6... í 7000 feta hæð í skítakulda. Ég fann fljótlega að ég hafði ekkert úthald í þessu þunna lofti og himinháu snarbröttu brekkum... svo ég reyndi amk að hlaupa niður brekkur.
Það voru ekkert nema brekkur og sumar mjög brattar. Aðeins 52 voru skráðir í heilt og konan fyrir aftan mig hætti eftir verstu brekkurnar.
Ég var ein allan tímann, ca 5 km á milli drykkjarstöðva svo ég hélt á vatnsflösku alla leiðina. Jeminn, hvað þetta var erfitt, en það kom ekki til greina að gefast upp.
Garmurinn mældi tímann 8:02:12
og vegalengdina 43,41 km.
Þetta maraþon er nr.243 og New Mexico er 25. fylkið í þriðja hring um Usa... ég er hálfnuð.
Ferðalög | 25.6.2019 | 04:01 (breytt 1.7.2019 kl. 15:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
REVEL Rockies Marathon & Half Marathon
Denver, CO USA
2.júní 2019
http://www.runrevel.com/rdv
Ég er á kolrugluðu róli. Ég náði í númerið um hádegið, fékk nr 1574... keypti morgunmat og gerði allt tilbúið svo ég gæti tékkað mig út um hánótt.
Klukkan var stillt á 12:30... það var enginn við svo ég gæti tékkað mig út kl 2:30. Síðasta Åúta á startið var kl 4.15... Ég var auðvitað mætt tímanlega og í fyrstu rútu.
Startið var í 3,2 km hæð, snjór í kring og ískalt. Fæturnir á mér frusu á þessum eina og hálfa tíma þar til var startað... þegar það þarf rútur til að keyra mann á startið þá þarf maður alltaf að mæta svo snemma í hlaupin.
Hlaupið var ræst kl 6 am... og hvílíkt erfitt að hlaupa niður, í mikilli lofthæð og frosin á fótunum. Þetta er tvímælalaust með því erfiðasta sem eg hef gert því annar kálfinn stífnaði upp og það endaði allt með hraðgönguskokki... ég semsagt kláraði. Hlaupið endaði í 1.770 m hæð.
Þetta maraþon er nr 242
Garmin stoppaði ekki, en samkvæmt úrslitum hlaupsins var tíminn 6:00:52
garmin sýndi vegalengdina 42,7 km
Bryndis Svavarsdottir (F62) | 6:02:35 | 607 | 292 / 3 | F60-64 | 6:00:52 |
Ferðalög | 31.5.2019 | 11:04 (breytt 1.7.2019 kl. 15:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Volkswagen Prague Int. Marathon
Prague, Czech Republic
5.maí 2019
Við sóttum númerið á laugardegi, hlaupið á sunnudegi. Við tókum það rólega. Hótelið er 300m frá startinu, á Old Town Square.
Ég stillti klukkuna á 6:30 og ég svaf ágætlega. Við löbbuðum á startið um 8:30 til að fá fílinginn fyrir hlaup.
Maraþonið var ræst kl 9. Gamlar borgir eins og Prag hafa gamlar steinlagðar og ójafnar götur... þær kosta mig alltaf auka orku.
Fyrstu 9 km og síðustu 9 km voru sama leiðin... annars var leiðin ágæt, alls ekki leiðigjörn. Steinlögðu göturnar tóku sinn toll af mér í seinni hlutanum en ég er ánægð með tímann minn... og hlaupið í heild.
Þetta maraþon er nr 241
Garmurinn mældi tímann 6:05:07
og vegalengdina 43,19 km
Tékkoslóvakía er 22.landið mitt
Ferðalög | 5.5.2019 | 17:33 (breytt 14.5.2019 kl. 12:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Limassol Marathon GSO
Limassol, Cyprus
24. Mars 2019
http://www.limassolmarathon.com
Gögnin biðu eftir mér þegar ég kom á hótelið... ég fékk nr 225... allt í kringum maraþonið er á sömu götu og hótelið, ca 7,5 km frá hótelinu... og það er frítt fyrir okkur í strætó.
Við vorum þreytt eftir ferðalagið svo við slöppuðum af og mættum síðan kl 5 í pastaveisluna.
Klukkan var stillt á 4:30, morgunmaturinn opnaði kl 5:45 og svo tók ég strætó á startið.
Hlaupið var ræst 7:30... þetta er lítið maraþon og fáir á mínu róli. Leiðin var fram og til baka í sín hvora áttina... og seinni hlutinn var framhjá hótelinu... og var Bíðari nr 1 tilbúinn að ná myndum.
Hitinn var um 20°c þegar sólin skein, en ca 2 tíma í seinni hlutanum dró fyrir sólu og ég fékk svala golu frá ströndinni. Ég er bara ánægð með þetta hlaup, drykkjarstöðvar á 2,5 km fresti en oft var allt búið nema vatnið.
Þetta maraþon er nr 240
Garmurinn mældi tímann 6:16:25
og vegalengdina 42,77 km
Kýpur er 21. landið mitt
Ferðalög | 9.3.2019 | 12:14 (breytt 19.4.2019 kl. 09:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
IDBI Federal Life Insurance
Kolkata Marathon
Kolkata, India
3.febr. 2019
http://www.kolkatafullmarathon.com
Það tók okkur einn og hálfan sólarhring að ferðast til Calcutta og við lentum 2am á föstudegi. Ég var orðin fárveik, svaf út í eitt, með smá hita og hafði enga matarlist... BÖMMER, að ferðast yfir hálfan heiminn til að liggja veik og geta ekki hlaupið...
Ég ákvað að sækja númerið eh á laugardag, mæta á startið og láta ráðast hvort ég yrði að hætta á leiðinni. Expoið var á leikvelli bakvið hótelið.
Kl var stillt á 2am... en ég vaknaði kl 20 að drepast úr hungri - sem var góðs viti... en ég svaf ekkert eftir það... Lúlli labbaði með mér á startið en fékk ekki að fara inn á start svæðið og ég varð að fara gegnum vopnaleit.
Startið kl 4:30, var 3-400m frá hótelinu í sömu götu. Leiðin var 2x sama leiðin fram og til baka. Það voru frekar fáir í heilu en hálfa startaði klst seinna og fór sömu leið.
Um leið og ég fór að stað fannst mér ég vera furðuhress. Mér tókst að skokka fyrstu 10 km þrátt fyrir myrkur, hrikalegt reykjarmistur og mengun í lofti... en síðan minnkaði orkan og ég varð að ganga meira og meira, sérstaklega þegar sólin fór að baka... götuhitinn fór yfir 30°c
Ég þakka hinum eina sanna Guði fyrir að hafa styrkt mig og stutt í gegnum þetta maraþon... ég held að Bíðari nr 1 hafi verið búinn að afskrifa að ég kæmist úr rúminu til að sækja númerið - hvað þá að leggja af stað í hlaupið. En ég er Maniac...
Þetta maraþon er nr 239
Garmurinn mældi tímann 7:20:27
og vegalengdina 42,42 km
Indland er 20. landið mitt
Ferðalög | 3.2.2019 | 10:52 (breytt 29.4.2019 kl. 08:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
GLEÐILEGT HLAUPÁR 2019
Þetta ár var að mörgu leyti öðruvísi en undanfarin ár. Ég fór í 10 hlaupaferðir á árinu. Eins og í fyrra fór ég 16 maraþon á árinu. Það vita allir hvað ég elska Ameríku en í ár hljóp ég út um allt, Egyptalandi, Dubai, Jerúsalem, París, Liverpool, Berlín, Cúbu, Panama og Thailandi. Ég hef verið kærulaus gagnvart heimsálfunum... en í Janúar bætti ég tveimur heimsálfum við, Asíu og Afríku.
Auðvitað sleppti ég ekki Ameríku alveg... þar duttu 5 maraþon inn, fyrir utan Cubu og Panama sem fylgja þeirri heimsálfu. Ég tók aðeins þátt í einni seríu, Prairie (4 maraþon á 6 dögum)... ég veit það, ég er að verða gömul. Ég sagði í síðasta annáli að ég hafi verið hætt að fara maraþon 2 daga í röð en ég braut það auðvitað aftur og fór í Prairie seríunni maraþon 3 daga í röð í skelfilegri hitabylgju...
Nýju evrópulöndin eru Ísrael, Frakkland og Þýskaland. Þá hljóp ég 2 RnR maraþon... í Bítlaborginni Liverpool Englandi og í San Diego Californíu... en það var sérstaklega gaman að Vala skildi hlaupa 5 km með mér daginn áður í San Diego.
Að sjálfsögðu hljóp ég heilt maraþon í Reykjavík... 22.árið í röð og ég tel það með mínum maraþonum þrátt fyrir yfirlýsingu frá RM að það hafi mælst of stutt... það mældist 400 m of langt á mínu Garmin úri... og svo hljóp ég Vor-maraþonið.
Tvisvar sinnum upplifði ég ótrúlegar andstæður, í jan í Egyptalandi/Dubai og svo í nóv á Cubu/Panama... fátækt v ríkidæmi og svo er maður óvanur hinum mikla vopnaburði eins og í Egyptalandi og Jerúsalem.
Síðasta maraþon ársins var svo í Chiang Mai Thailandi... þar sem við eyddum jólum og áramótum líka.
Maraþonin eru orðin 238
vantar 2 fylki upp á hálfan 3ja hring um USA
maraþonlönd 19
Heimsálfur 4
4/6 Majors
GLEÐILEGT NÝTT HLAUPÁR
Ferðalög | 31.12.2018 | 16:16 (breytt 28.1.2019 kl. 18:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Muang Thai Life Assurance
Chiang Mai Marathon
Chiang Mai City, Thailand
23.December 2018
http://www.chiangmaimarathon.com
Þetta er miðnæturhlaup svo ég varð að skrifa sérstaklega til að spyrja á hvaða miðnætti hlaupið væri... svarið var, á aðfararnótt 23.des.
Við vorum 2 sólarhringa að ferðast á staðinn, komum 20 des. Hótelið sem ég hafði tekið var á mjög hentugum stað fyrir hlaupið. 270 metrar í gögnin og start og mark. Við sóttum númerið daginn eftir og skönnuðum umhverfið.
Hlaupið var ræst kl 1 eftir miðnætti, komin þorláksmessa... og ég fór ósofin í hlaupið... þurfti að byrja að græja mig um kl 11 um kvöldið. Lúlli labbaði með mér á startið, þar sem ég fékk afhent ljósa-armband... göturnar voru nokkuð vel upplýstar svo ég þurfti ekki að vera með nefið í götunni alla leiðina.
Þetta var sæmilega stórt hlaup og ágætlega skipulagt, nema klósettmálið... ég sá hvergi klósett við startið... á leiðinni sá ég ör sem benti á klósett og vitið hvað, það var tæpur hálfur km fram og til baka út úr leið. Fyrstu 4 km var hringur í gamla bænum og skemmtilegt umhverfi en restin var hundleiðinleg eitthvað út í buskann, fram og til baka inn og út hliðargötur í sóðalegu úthverfi.
Það var ekki eins erfitt og ég hélt að hlaupa nær allt maraþonið í myrkri, en veghallinn í úthverfinu át upp á mér mjöðmina. Þá var lengri fóturinn ofar í hallanum kílómetrum saman. Ég var bara dauðfegin að klára þetta maraþon. Það vantaði ekki þjónustuviljann hjá öllum en það var ekki mikið í boði á leiðinni nema vatn.
Þetta maraþon er nr 238
Garmin mældi leiðina 42,81 km og tímann 6:44:00 (6:44:03 samkvæmt úrslitum)
Þetta er 16.maraþonið á árinu og 19.landið mitt.
https://my5.raceresult.com/110249/?lang=th#3_C84DD2
Ferðalög | 2.12.2018 | 22:33 (breytt 5.1.2019 kl. 06:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Panama City International Marathon
Panama, Panama
25.November, 2018
http://www.corredoresdelistmo.com/web/
Við sóttum númerið á Hotel Plaza Paitilla Inn, á föstudegi. Ég er nr 0007 (Triple Bond). Heimasíða hlaupsins var frekar lélég upplýsingaleið... það var fyrir algjöra tilviljun að ég fékk að vita að startið væri kl 4:30... ég hélt það væri kl 7.
Ég var búin að vera með niðurgang frá hlaupinu á Kúbu og keypti mér loks steyputöflur á laugardag svo ég kæmist í gegnum maraþonið.
Ég reyndi að fara snemma að sofa og svaf ágætlega. Klukkan var stillt á 2 am. Töflurnar virkuðu og maginn var ekki til vandræða og kl 3:45 löbbuðum við á startið sem var um hálfa km í burtu.
Hlaupið var ræst kl 4:30 í myrkri. Við þurftum ekki höfuðljós því einhverjir staurar voru á leiðinni. Fyrri hluti leiðarinnar var meðfram ströndinni, 14 km fram og til baka... en hinn leggurinn var 28 km fram og til baka inn í borgina... Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í maraþoni sem hleypur á miðjuakrein með bíla báðum megin við.
Skipulagið var ágætt og vel passað að allir færu rétta leið, sæmileg þjónusta á leiðinni ef manni líkar klórvatn í pokum... ég varð fljótt mjög svöng (maginn tómur) en það var ekkert að borða á drykkjarstöðvunum... en á uþb 30 km stoppaði hjólreiðamaður og bauð mér perumauk og orkugel, sem ég þáði... síðan fékk ég kókdós hjá öðrum vegfaranda og súkkulaði hjá meðhlaupara. Mér var bjargað :)
Hitinn fór upp í 35°c í hlaupinu en nokkrum sinnum fékk ég golu og ský dró fyrir sólina. Mér hafði ekki litist á blikuna í gær og vissi ekki hvort ég myndi komast í gegnum þetta út af maganum... Maður missir svo mikinn vökva með niðurgang, þess vegna er ég ótrúlega fegin að hafa klárað.
Ef þeir senda mér viðurkenningarskjal... þá er það EKTA Panama-skjal
Þetta maraþon er nr 237
Garmin mældi vegalengdina 42,53 km og tímann 6:48:21
Ferðalög | 29.11.2018 | 19:37 (breytt kl. 19:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Marabana Havana Marathon
Havana, Cuba
18.nov. 2018
http://www.maratonhabana.com/eventos/index/en
Við sóttum gögnin fyrir hlaupið á föstudegi, sama dag og við komum. Það var lítið expo á flottasta hótelinu þeirra. Ég er nr 230. Maraþonið er á sunnudegi. Við þorum varla að borða hérna, hreinlæti hefur annan staðal hér.
Við gistum í gömlu Havana sem er hálfgert fátækrahverfi, einstaka hús er uppgert. Ég svaf illa fyrir götuhávaða... enda er helgi... klukkan var stillt á 4:30 en við vorum vöknuð áður. Ég borðaði brauðið mitt, hafði mig til og kl 6:15 gengum við á startið... sem var stutt frá.
Hlaupið var ræst kl 7... göturnar voru sumstaðar eins og sandöldur, fyrstu 7 km var hlaupið meðfram sjónum og vorum við laus við umferðina en eftir það fékk maður eitrið í æð. Bílaflotinn er mjög gamall og mengun frá þeim mikil. Það vantaði ekki brosandi fólk sem aðstoðaði á leiðinni. Á drykkjarstöðvum var boðið upp á vatn í flöskum og svaladrykki í plastpokum. þjónustulundin var einstök en fátt í boði á leiðinni eða er mikill skortur af öllum nauðsynjavörum hérna.
Hitinn var ca 25°c... meðfram sjónum var andvari og stundum dró fyrir sólu. Heila maraþonið var 2 hringir og hræðilega erfitt að hlaupa í gegn og eiga annan hring eftir. Á seinni hringnum fór ég að fá í magann... (var síðan með niðurgang fram að næsta hlaupi)
Það voru engin klósett á leiðinni og eina leiðin til að komast í gegnum þetta, var að ganga. Mér tókst að klára án þess að vera síðust... ég sá í blaðinu daginn eftir, að Will Smith var á meðal hlaupara... Það var enginn verðlaunapeningur afhentur í markinu. "Peningurinn" var í expo pokanum og afhentur sem minjagripur.
Eftir sturtu fórum við út og fengum við okkur að borða og svo snemma að sofa... Flug í fyrramálið.
Þetta maraþon er nr. 236
Garmin mældi vegalengdina 42,59 km og tímann 6:51:07
Ferðalög | 9.11.2018 | 00:23 (breytt 29.11.2018 kl. 15:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)