Færsluflokkur: Ferðalög
BMW Berlin Marathon
Berlin, Germany
16.sept. 2018
http://www.bmw-berlin-marathon.com/en/info-and-service/imprint.html
Af því að ég komst ekki inn í gegnum lotteríið... ákvað ég að láta mig hafa það að fara með Bændaferðum. Það er auðvitað miklu dýrara og enn dýrara ef ég er ein í herbergi. Ég auglýsti því á síðu FM og Anna Edvards varð ferðafélagi minn.
Flugið var snemma, lent eh og allur hópurinn arkaði út á lestarstöð... til að sækja hlaupagögnin á föstudegi en maraþonið er á sunnudegi.
Ég svaf einkennilega nóttina fyrir hlaupið... fannst ég alltaf vera vakandi og man að ég hugsaði "ég verð nú að fara að sofna" rétt áður en klukkan hringdi.
Klukkan hringdi kl 5:50... morgunmatur kl 6:30 og lagt af stað kl 7:45... það voru um 2 km á startið. Þetta er rosalega stórt hlaup í umfangi og vantar stórlega upp á skipulag varðandi klósettmálin... bara klúður. Ég hitti nokkra Maniac-a bæði fyrir og eftir hlaup.
Það var startað í þremur hollum og ég var í síðasta kl 10:15... held það hafi tekið mig 30 mín að komast yfir startið.
Fyrsta drykkjarstöð var eftir 5-6 km en svo var styttra á milli. Mér varð á að smakka orkudrykkinn þeirra og mátti þakka fyrir að geta haldið áfram... ég fékk svo í magann. 1× fengum við gel á leiðinni.
Um mitt hlaupið var ég gjörsamlega búin að eyða allri minni orku í göturnar... þær voru sprungnar, mishæðóttar og illa farnar... ég tók varla upp myndavélina því ég var alltaf með nefið í götunni. Mér tókst samt að halda áfram án þess að detta í að ganga of mikið.
Ég hefði haldið að Brandenburger hliðið væri markið... flott að hafa það í baksýn með peninginn um hálsinn... en nei markið var 400 metrum lengra frá... allt sem ég fékk í markinu var 1 glas af vatni. Þjónustan á leiðinni var langt undir kröfum fyrir svona hlaup.
Berlínar maraþon fær 1 stjörnu hjá mér, hún er fyrir mannfjöldann við hlaupaleiðina...
Þetta maraþon er nr 235
Garmin mældi leiðina 42,6 km og tímann 6:13:39.
Það var sett nýtt heimsmet í brautinni... 2:01:39 ekkert smá flott met.
Ferðalög | 17.9.2018 | 20:11 (breytt 21.9.2018 kl. 20:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Prairie Series:
July 8-14, 2018
Dagur 6, Hiawatha, KANSAS,
13.júlí 2018
http://mainlymarathons.com/series-3/prairie/
Startað kl 3:30 vegna hitaspár yfir 100°F... og vegna þess að þessi braut hafði lítinn skugga.
Ég fékk ekki mikinn svefn, vaknaði kl 1:30... startið var í km fjarlægð... svo Bíðari nr 1 skutlaði mér. Þessi braut var sú erfiðasta af þessum fjórum dögum... 18x fram og til baka og aðeins skuggi á 2-300m kafla eftir að það fór að hitna.
Ég passaði mig á að drekka en hafði litla lyst á einhverju að borða. Ég er viss um að ég fékk snert af sólsting í fyrsta hlaupinu, þegar ég var bara með der... þó ég hafi keypt mér derhúfu þá örlaði fyrir svima í hitanum.
Allir voru orðnir mjög þreyttir og lengi að klára... og ég kláraði síðust og fékk aftasta lestarvagninn fyrir.
330 mílur/5 tíma keyrsla til Clear Lake Iowa... og svo flug heim á morgun frá MN.
Þetta maraþon er nr 233
í þetta sinn festi ég úrið svo það snérist ekki og mældi rétta vegalengd og Garmin mældi leiðina 42,93 km og tímann 9:39:46... minn persónulega versti tími.
Ferðalög | 18.7.2018 | 00:17 (breytt kl. 08:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Prairie Series:
July 8-14, 2018
Dagur 5, South Sioux City, NE
12.júlí 2018
http://mainlymarathons.com/series-3/prairie/
Við gistum á sama hótelinu fyrir Iowa og Nebraska. Það var heitt og erfitt í gær og verður sama í dag.
Klukkan var enn einu sinni stillt á 2:30... ég trúi varla að ég geti plástrað blöðruna á hælnum og sárið á stóru tá þannig að það hái mér ekki mikið í dag... en það er allt hægt.
Startið í Nebraska var næstum í bakgarði hótelsins... uþb 1 míla á staðinn. Þriðja hlaupið sem við förum brautina 14x fram og til baka... Ég athugaði hvað fyrsti hringurinn var langur, mælingin átti að vera rétt... og hafði úrið aftur um mittið... en aftur mældi það vitlaust... hefur dottið út þegar það snéri niður.
Hiti 82° í starti og um 100° í bílnum þegar við keyrðum af stað... og hitinn úti bara hækkaði. Ég var þokkaleg af nuddsárunum en er farin að þreytast.
Um 100 manns hlupu heilt og hálft... Þetta var erfiðara en í gær en hafðist... ég setti fæturna í ísbað áður en við keyrðum 210 mílur til Kansas.
Þetta maraþon er nr 232
Garmin mældi km ekki rétt en tímann... 8:38:58
Ferðalög | 17.7.2018 | 01:07 (breytt 18.7.2018 kl. 08:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Prairie Series:
July 8-14, 2018
Dagur 4, Sioux City, IA,
11.júlí 2018
http://mainlymarathons.com/series-3/prairie/
Það var frábært að eiga frí í 2 daga. Við keyrðum til South Sioux City, gistum Nebraska megin.
Klukkan var stillt á 2:30... það var stutt á startið og niðdimmt. Ég sá eftir sólina í síðasta hlaupi að ég myndi vera með 5 cm breiða hvíta rönd eftir hlaupaúrið svo ég festi það á teygju í mittinu... sem varð til þess að það mældi ekki alveg rétt, hefur dottið út einstaka sinnum.
Ræst kl 4:30 í 80°/26°c og miklum raka. Það birti og hitnaði fljótt og ljósaskilti sögðu 96°/36°c og öruggt að götuhitinn var hærri síðustu klst... Við hlupum í garði við á og að hluta til á grasi.
Ég var með sterka sólarvörn en fann fyrir bruna, spreyjuð 3x með moskitó-fælu í hlaupinu en var samt bitin í tætlur... svo eru nuddsár allan hringinn... OG ÉG BORGAÐI FYRIR ÞETTA... Ég er ekta Maniac...
Þetta maraþon er nr 231
Garmin datt út í mælingunni á vegalengdinni en tíminn var 8:00:31
Ferðalög | 17.7.2018 | 00:48 (breytt 18.7.2018 kl. 08:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Prairie Series:
July 8-14, 2018
Dagur 1, Breckenridge, MN
8.júlí 2018
http://mainlymarathons.com/series-3/prairie/
Við flugum til Minneapolis, keyrðum til Breckenridge og sóttum númerið í Welles Park Fairground í gær, ég er nr 22. Við fórum í pastaveisluna, hittum eitthvað af fólki en stoppuðum ekki lengi... 6 tíma munur og langur ferðadagur og svo maraþon í miklum hita á morgun.
Við fórum snemma að sofa, vöknuðum kl 2:30. Eftir að hafa græjað mig fórum við á startið. Flestir í maraþoninu völdu early start kl 4:30.
Það var dimmt og höfuðljós nauðsynleg. Mér gekk ágætlega fyrst en svo fór hitinn og mikill raki að segja til sín. Ég fékk í magann, fór 3x á klósettið og í síðasta skiptið langaði mig ekki að standa upp.
Í upphafi var hitinn 25°c og raki um 50% og hækkaði fljótt... ég giska á 38-40 stiga götuhita í lokin... ég var bara dauðfegin að klára.
Þetta maraþon er nr 230
Garmurinn mældi vegalengdina 42,62 km og tímann 7:58:14... langt síðan mér hefur gengið svona illa.
Ferðalög | 9.7.2018 | 10:02 (breytt 18.7.2018 kl. 00:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Suja RnR Marathon & Half Marathon, Half Marathon Relay, og 5K
San Diego, CA USA
2-3.júní 2018
http://www.runrocknroll.com/san-diego/
Við Vala sóttum númerin okkar sl föstudag... því við hlupum 5 km á laugardeginum. Þá vöknuðum við kl 3:30 og mættum allt of snemma á startið en fengum besta bílastæðið í bænum í staðinn. Lúlli og Hjöddi komu með okkur og biðu meðan við hlupum. það var svaka góð stemmning á staðnum og okkur gekk báðum mjög vel.
Ég stillti klukkuna á 2:30 fyrir maraþonið og var lögð af stað klst síðar... það var smá vesen að komast í bílastæðahúsið, því sumar götur voru hálf lokaðar, en ég endaði með að keyra þær samt.
Síðan elti ég einhverja hlaupara í rútuna sem keyrði á startið. Þar hitti ég Charles, sem skráði mig upphaflega í 50 States Marathon Club. Þegar leið að ræsingu, laumaði ég mér fremst til að komast fyrr af stað.
Maraþonið var ræst kl 6:15... göturnar voru nokkuð skemmdar og þessi eilífa bunga á þeim svo hallinn gerir manni erfitt fyrir. Þjónustan var mjög góð, drykkjarstöð á hverri mílu. Hitinn var strax orðinn mikill og steikjandi sól kl 7. Það var búið að breyta leiðinni frá því ég hljóp hér síðast en brekkurnar eru enn ekkert grín og ég held að það sé komin hefð á lengstu brekkuna á ca 22.mílu.
Mér fannst óvenju mikið um sírenuvæl og blikkandi lögreglu- og sjúkrabíla en síðan frétti ég að það hefði verið skorthríð nálægt hlaupinu.
Þegar upp er staðið er ég mjög sátt við mína frammistöðu, það var bæði mjög heitt, brekkur og ferðaþreyta en það er 7 tíma munur við Ísland.
Garmurinn mældi tímann 6:18:06 og vegalengdina 42,86 km
Þetta er í 5. sinn sem ég hleyp þetta maraþon,
20.maraþonið mitt í Californíu,
150 maraþonið mitt í USA.
og þetta maraþon er nr 229
5 km... tími 38:38
Ferðalög | 4.6.2018 | 03:34 (breytt 23.6.2018 kl. 16:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
RnR Liverpool Marathon & Half Marathon, 5K, 1 Mile
Liverpool, United Kingdom
20.maí 2018
http://www.runrocknroll.com/liverpool
Við flugum til Manchester á fimmtudegi og tókum lestina til Liverpool. Við sóttum númerin fyrir bæði hlaupin á föstudegi, því 5 km hlaupið var á laugardeginum 19.maí. Í dag er konunglegt brúðkaup og þess vegna er verðlaunapeningurinn fyrir 5 km eins og demantshringur. Veðrið var ágætt - ekki of mikil sól og hiti um 18-20°c.
Maraþonið var á sunnudeginum kl 10 am... klukkan var því stillt á 7am og ég var lögð af stað í hlaupið kl 9. Það voru tæpir 2 km á startið.
Mér leist ekkert á hvað það tók langan tíma að ræsa hálfa maraþonið... 40 mín... svo ég laumaði mér framar í rásröðina í heila. Við vorum heppin með veður, skýjað í fyrstu og smá vindur öðru hverju. Þjónustan á leiðinni var ágæt. Þetta maraþon tók á enda mín aldrei í neinu sérstöku formi, frekar formleysi og oft stutt á milli maraþona.
Það var alltof mikið af brekkum í þessu hlaupi og ég hef sjaldan farið aðrar eins krókaleiðir... en í mark komst ég á endanum.
Þetta er í þriðja sinn sem ég hleyp í Englandi.
Þetta maraþon er nr 228
Garmurinn mældi það 42,28 km og tímann 6:28:42
Ferðalög | 20.5.2018 | 06:44 (breytt 22.5.2018 kl. 12:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Schneider Electric Paris International Marathon
Paris, France
8.apríl 2018
http://www.schneiderelectricparismarathon.com/en
Við Lúlli komum til Parísar á fimmtudegi, sóttum gögnin á föstudegi og svo var hlaupið á sunnudeginum eftir. Hótelið okkar er vel staðsett fyrir hlaupið og á sama götuhorni og Metro. Aldrei þessu vant verður ræst í hollum og nokkuð langt á milli. Auglýsingar fyrir maraþonið segja 55 þús manns verða á götunum. Minn rástími er síðasti rástíminn, 9:55 sem mér finnst svolítið seint.
Ég stillti klukkuna á 6:30... hafði sofið ágætlega amk hálfa nóttina en ég hef verið á sýklalyfjum (þriggja daga skammti) og verið að kafna úr hósta alla daga og seinni hluta nætur. Við borðuðum morgunmat á hótelinu og gengum að Sigurboganum en startið var neðar í götunni. Þulurinn stýrði víkingaklappi fyrir startið. Allt gekk vel í fyrstu en svo hitnaði verulega þegar sólin fór að skína. Það áttu að vera 5 km á milli vatnsstöðva en það teygðist sífellt á vegalengdinni á milli.
Ég hafði skrifað sérstaklega til að spurja um tímamörkin... og hafði séð á úrslitum að fólk var upp í 8 tíma. En eitthvað fór öðruvísi... eftir 4 og hálfan tíma var verið að taka allt saman, drykkjarstöðvar voru vatnslausar, og jafnvel áður hafði ég þó nokkuð fyrir að snýkja vatnsglas á bar. Ég fór að átta mig á að tímamörkin voru sennilega reiknuð frá því að elítan var ræst kl 8:13... Þegar ég loksins fékk vatn þorði ég ekki annað en að hanga með flöskuna ef ég þyrfti að fara aftur á bar einhversstaðar... enda bjargaði það mér alveg.
Hluti leiðarinnar var meðfram Signu og þar þurftu hlauparar að vera í stórsvigi framhjá gangandi fólki... þar var ekkert pælt í að halda fólki frá. Þegar við komum aftur upp á götuna var búið að hleypa umferðinni á og eina ráðið að vera við gangstéttina en til að elta grænu röndina sem leiddi rétta leið var maður hreinlega í lífshættu á hringtorgum og sumum gatnamótum.
Komin uþb hálfa leiðina fann ég að ég var komin með blöðru á v-hæl... held ég hafi fengið blöðru á sama stað í síðustu maraþonum í þessum skóm... uppgötvaði nú að brún á innlegginu særir mig... verð að gera eitthvað í því.
Þegar ég kom að síðustu 200 metrunum að markinu, sagði ein kona að það væri búið að loka, og rak mig til hliðar, ég sá svo hlaupara vera koma inn og það endaði með því að ég fékk hjálp við að klifra yfir (fékk krampa í lærin við það) svo ég gæti hlaupið yfir marklínuna. Þar beið Lúlli, farinn að hafa áhyggjur, bæði vegna hitans sem var í dag og eins að ég er búin að vera hálf veik af þessu kvefi.
Lúlli bjargaði því að ég fengi tíma... hann hafði séð þegar þeir tóku mottuna svo ég sýndi úrið mitt og fékk tímann skráðan, síðan voru bæði verðlaunapeningarnir og bolirnir búnir... það var engin þjónusta við markið og eins og allstaðar var leitun að manneskju sem talaði ensku. Bæði bolirnir og verðlaunapeningarnir voru búnir en á leiðinni á hótelið fékk ég lánaðan verðlaunapening fyrir myndatöku.
Þetta maraþon er örugglega fínt fyrir þá sem þurfa ekki að spá í tíma en fyrir hæga hlaupara get ég ekki mælt með París.
Þetta maraþon er nr 226
Garmin mældi tímann 6:48:14 og vegalengdina 42,86 km
Ferðalög | 8.4.2018 | 20:27 (breytt 5.5.2018 kl. 15:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jerusalem Marathon & Half Marathon, 10K, 5K
Jerusalem, Israel
9.mars 2018
http://jerusalem-marathon.com/default.aspx
Við Lúlli sóttum gögnin fyrir maraþonið, þegar expo-ið opnaði kl.3... þetta var ágætis expo en ég verslaði ekkert. Við komum okkur á hótelið í samfloti við Hollendinga sem fara hálft á morgun.
Í þriðja sinn í röð hleyp ég maraþon á föstudegi. Ég stillti símann á 4am og var sofnuð um kl 9. Eins og í fyrrinótt hringdi síminn kl 23:15 og ég gat ekki sofnað aftur... ég fékk 2ja tíma svefn.
Eftir að hafa borðað og klætt mig hitti ég konur í lobbýinu og var labbaði samferða þeim á startið... um 2,5 km. Maraþon svæðið var rosalega stórt og ég hélt að ég sæi startið 500m fjarlægð en þegar ég mætti þangað var þetta markið og stórt spjald sem sagði startið í 600m fjarlægð.
Í stuttu máli sagt, var búið að ræsa hlaupið og allir farnir þegar ég hljóp yfir línuna. Ég get með hreinni samvisku sagt að þetta maraþon er örugglega fínt fyrir hraða hlaupara en svona skjaldbökur eins og ég skulu fara eitthvað annað.
Fyrir utan 100 langar og misbrattar brekkur þá "týndist" ég tvisvar, var vísað ranga leið (hljóp á móti og til baka, til að leiðrétta mistök) og þurfti sífellt að spyrja til vegar og fékk yfirleitt meiri hjálp frá almenningi eða hlaupurum sem ég mætti því starfsmenn vissu minna eða töluðu ekki ensku... Svo lenti ég í sjónvarpsviðtali á miðri leið.
Það var nóg af vatni á leiðinni en gelið varð ég að týna upp af götunni... sem aðrir höfðu hent.
Í markið komst ég, komin með blöðru á annan hælinn, aum í annarri mjöðminni og alveg búin að fá nóg af þessu brekkuveseni.
Þetta maraþon er nr 225
nýtt land - Ísrael :)
Garmin mældi vegalengdina rétta þrátt fyrir að hafa dottið út í undirgöngum... og tímann 6:57:29
Ferðalög | 9.3.2018 | 13:46 (breytt 14.3.2018 kl. 10:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Standard Chartered Dubai Marathon
Dubai, United Arab Emirates
26.janúar 2018
http://www.dubaimarathon.org
Við sóttum númerið á miðvikudag... ég fékk nr 1466. Expoið var eitt það minnsta og einfaldastasem ég hef nokkurntíma farið í... og þetta er sæmilega stórt hlaup.
Maraþonið er á föstudegi... hvíldardegi múslima sem skapar smá vandamál. Lestir og strætó byrja ekki að ganga fyrr en kl 10.
Ég stillti símann á kl 4 am en gekk ekkert að sofna... kl 10:30 hringdi mamma, búin að gleyma að ég væri úti. Ég gat eitthvað dottað eftir það en var dauðþreytt þegar ég fór á fætur.
Ég tók leigubíl fyrir utan með það fyrir augum að vera um kl 6 á startinu. Bílstjórinn var ekki vel upplýstur um lokaðar götur en það tókst að koma mér á staðinn. Ég veit ekki nákvæmlega hvað margir tóku þátt mér fannst það nokkuð stórt.
Hlaupið var ræst kl 7. mér tókst að vera nokkuð framarlega... marksvæðið var rosalega flott, með upphækkuðum leikvangasætum og stórum sjónvarpsskjáum. Við hlupum eiginlega allt maraþonið eftir sömu götunni. Start og mark voru svo í hliðargötu við hana. Við beygðum fyrst til vinstri og hlupum í áttina að hótelinu... svo að eftir nokkra km sat Lúlli fyrir mér. Hann beið svo eftir að ég snéri við og hitti mig aftur. Þegar ég kom svo að hliðargötunni hélt ég áfram uppeftir um 7,5 km, snéri þar við og hljóp niður eftir... þessi leggur var síðan endurtekinn... áður en ég beygði í hliðargötuna í markið.
Ég var ekki búin að vera 4 og hálfan tíma í brautinni þegar allir voru reknir upp á gangstétt og götunar opnaðar. Hlauparar voru almennt mjög fúlir yfir þessu því motturnar voru aftengdar og flagan getur ekki millitíma. Hitinn var nokkuð mikill en þjónusta á drykkjarstöðvum var góð.
Mér gekk ágætlega í þessu maraþoni... betur en ég þorði að vona bæði vegna þess að maraþonið er á síðasta degi ferðarinnar og við búin að ganga mikið og svo hvað ég svaf lítið nóttina fyrir hlaupið.
Þetta maraþon sem er nr 224 gefur mér nýtt land, Sameinuðu Arabísku Furstadæmin
og nýja heimsálfu, Asíu...
Garmin mældi vegalengdina 42,51 km
Og tímann 6:15:42
Ferðalög | 26.1.2018 | 13:54 (breytt 30.1.2018 kl. 20:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)