Hlaupa annáll árið 2018

 

GLEÐILEGT HLAUPÁR 2019


Verðlaunapeningar 2018Þetta ár var að mörgu leyti öðruvísi en undanfarin ár. Ég fór í 10 hlaupaferðir á árinu. Eins og í fyrra fór ég 16 maraþon á árinu. Það vita allir hvað ég elska Ameríku en í ár hljóp ég út um allt, Egyptalandi, Dubai, Jerúsalem, París, Liverpool, Berlín, Cúbu, Panama og Thailandi. Ég hef verið kærulaus gagnvart heimsálfunum... en í Janúar bætti ég tveimur heimsálfum við, Asíu og Afríku. 

Auðvitað sleppti ég ekki Ameríku alveg... þar duttu 5 maraþon inn, fyrir utan Cubu og Panama sem fylgja þeirri heimsálfu. Ég tók aðeins þátt í einni seríu, Prairie (4 maraþon á 6 dögum)... ég veit það, ég er að verða gömul. Ég sagði í síðasta annáli að ég hafi verið hætt að fara maraþon 2 daga í röð en ég braut það auðvitað aftur og fór í Prairie seríunni maraþon 3 daga í röð í skelfilegri hitabylgju...  

Nýju evrópulöndin eru Ísrael, Frakkland og Þýskaland. Þá hljóp ég 2 RnR maraþon... í Bítlaborginni Liverpool Englandi og í San Diego Californíu... en það var sérstaklega gaman að Vala skildi hlaupa 5 km með mér daginn áður í San Diego. 

Að sjálfsögðu hljóp ég heilt maraþon í Reykjavík... 22.árið í röð og ég tel það með mínum maraþonum þrátt fyrir yfirlýsingu frá RM að það hafi mælst of stutt... það mældist 400 m of langt á mínu Garmin úri... og svo hljóp ég Vor-maraþonið.

Tvisvar sinnum upplifði ég ótrúlegar andstæður, í jan í Egyptalandi/Dubai og svo í nóv á Cubu/Panama... fátækt v ríkidæmi og svo er maður óvanur hinum mikla vopnaburði eins og í Egyptalandi og Jerúsalem.

Síðasta maraþon ársins var svo í Chiang Mai Thailandi... þar sem við eyddum jólum og áramótum líka. 

Maraþonin eru orðin 238
vantar 2 fylki upp á hálfan 3ja hring um USA
maraþonlönd 19
Heimsálfur 4
4/6 Majors

GLEÐILEGT NÝTT HLAUPÁR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband