Færsluflokkur: Ferðalög
Við flugum út til Baltimore 29.maí.. og keyrðum til Delaware.. þegar ég ætlaði daginn áður að finna startið í Lums Pond State Park kom ég að lokuðu hliði..
Ég stillti klukkuna á 3am.. og fór snemma að sofa. Græjaði mig og fót út kl 4am, 20 mín keyrsla á start.. keyrði að aðal innganginum í garðinn, nú var allt opið. Startið var kl 5am í myrkri en birti fljótlega.
Leiðin var ágæt, einn þriðji var á möl og grasi, einn þriðji var skógarstígur og restin var á malbiki.. Heilt maraþon var 16 ferðir fram og til baka. Hitinn var ekki til vandræða og nægur skuggi á leiðinni..
Delaware -tékk
Strava mældi maraþonið - 46,56 km
9 fylki eftir í 3ja hring um USA
Ferðalög | 2.6.2023 | 00:29 (breytt 6.8.2023 kl. 17:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég tók 2 daga í að keyra frá DC til Seneca S-Carolinu.. Eins og venjulega mætti ég illa sofin á staðinn.. og að auki 2 klst of snemma. Ég hélt að startið væri kl 5:30 en það var 6:30.. þeir sem skrá sig á staðnum eiga að mæta klst fyrir hlaup.. ég skráði mig og fór aftur á hótelið..
Þetta var brekkuhlaup.. leiðinni hafði verið breytt vegna flóða.. við fórum 14 x sömu leið fram og til baka.. 42 brekkur upp og 42 brekkur niður.. sem var farið að taka í í lokin. Veðrið var hlýtt, rigndi um klst rétt fyrir hádegið en síðan þurrkaði sólin allt
Meira seinna.
Hlaupið mældist 44,67 km
South Carolina er 38. fylkið í 3ja hring um USA.
Ferðalög | 26.3.2023 | 23:31 (breytt 10.4.2023 kl. 18:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
GLEÐILEGT ÁR 2023
Ég óska öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á árinu 2023 um leið og ég þakka fyrir árið sem er að líða.
Annáll þessa árs er, eins og í fyrra skrifaður heima í Hafnarfirði.
LOKSINS var sóttvarnar-takmörkunum aflétt og ég gat farið til USA að hlaupa.. Hello America, here I come.. Í fyrstu ferð flaug ég til Orlando og keyrði til Alabama og hljóp 1 maraþon.. Í apríl fór ég 2 maraþon, í maí tók ég aftur 2 og 3 í júní..
Ég átti síðan aðgang í júlí fyrir San Francisco en flugvélin lenti hér á CODE RED vegna bilunar og flugi frestað um sólarhring.. en þá var ferðin ónýt fyrir mér.. Ég skrifaði þeim út og fékk að hlaupa VIRTUAL.. Þessi aðgangur var síðan 2020 en Vala ætlaði með mér í þá ferð.. Við ætluðum að hlaupa 5 km saman daginn fyrir maraþonið.. Svo við Vala hlupum saman 5 km (virtual) á laugardeginum, og á sd hljóp ég rúmlega 20 hringi í kringum Hvaleyrarvatn fyrir maraþonið.. Síðasta maraþon ársins var síðan 1.okt í ferð okkar Völu til USA.
Ég átti aðgang í Tokyó maraþonið í mars 2020 en því var aflýst og ég gat fengið öruggt númer í mars 2021.. sem var frestað til 17.okt 2021.. því var aflýst og aðgangur minn fluttur til 5.mars 2023.. Það er sorglegt að segja frá því að ég þurfti að endurnýja aðganginn í nokkurra daga glugga, ég var erlendis þegar hann opnaðist en ég taldi að ég næði því þegar ég kæmi heim, en tímamunurinn við Japan var svo mikill að ég var KLST of sein.. Þetta var BÖMMER ársins.. ég sem komst inn í gegnum lottóið í 3ju tilraun og búin að eiga pöntuð hótel í 5 ár.. fer ekki til Tokyo..
Ég átti líka aðgang frá 2020 í Anchorage Alaska en það lenti á menningarnótt þetta árið og þennan dag hljóp ég ekki neitt vegna brúðkaups Lovísu og Gunnars.
Ég hjólaði, gekk og skokkaði með Völu, fór nokkrar ferðir á Helgafellið, tók ratleikinn með systrum og synti með þeim á föstudögum ef ég var á landinu.
Maraþonin eru komin í 262 + 1 virtual
Ultra-hlaup 10, 9 Laugavegir og 1 Þingvallahlaup
Fylkin í 3ja hring um USA eru komin 37
maraþonlönd 27
Heimsálfur 5
4/6 Majors
GLEÐILEGT NÝTT HLAUPÁR 2023
Ferðalög | 1.1.2023 | 11:13 (breytt kl. 11:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síminn vakti mig kl 1:30 í nótt, ég fór rúmlega 3 út, átti að mæta í skólabílinn á startið kl 4:15.. ég fékk gott stæði nálægt markinu.. og eyddi tímanum á milli í húsnæði elítunnar Ég var komin á startið 4:45.. og ekkert annað að gera en að bíða í myrkrinu, í hávaðaroki og kulda til kl 7..
Um leið og það var ræst, birti til... og fór að hitna og endaði í 33°c
Ég notaði símann til að mæla vegalengdina.. 42,89 km
Tíminn samkvæmt úrslitum hlaupsins er 6:52:27
Utah er 37.fylkið í 3ja hring um USA
Ferðalög | 4.10.2022 | 00:35 (breytt kl. 00:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þó startið væri ekki langt í burtu og að ég væri búin að fara þangað ,,óvart" á mánudag... þá vaknaði ég kl 2:15... og var komin snemma á startið í grenjandi rigningu... veðurfræðingurinn heima sagði að það myndi stytta upp eftir nokkra tíma og vera glampandi sól eftir það... og hann var með þetta...
Vegalengdin mældist 44,69 km
MA er 36 fylkið í 3ja hring um USA
Ferðalög | 10.6.2022 | 12:37 (breytt kl. 12:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég held ég hafi sofið ágætlega/ekki viss... vaknaði kl 2:15 og var lögð af stað um kl 4, en early start er kl 5... það áttu að vera 20 mín á startið en þegar ég setti inn hnitin sagði Garmin 50 mín... svo hugsaði ekki um það meira og rauk af stað... keyrði eins og brjálæðingur í myrkrinu, fór einu sinni framhjá exiti og þurfti að snúa við... 5 mín fyrir 5 kom ég á staðinn... og þar var ENGINN...
Þetta maraþon er nr 260
Vegalengdin mældist 44.km
Ferðalög | 10.6.2022 | 12:27 (breytt kl. 12:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já, eins og verður hægt að lesa bráðum á ferðablogginu, þá hefur ferðin frá upphafi verið eiginlega ,,á síðustu stundu".
Ég stillti klukkuna á 2am og var lögð af stað kl 3:15, Bærinn sem ég gisti í er 40 mílur í burtu, sveitavegir hafa lægri hámarkshraða og svo keyri ég alltaf hægar í myrkri... það borgar sig líka að hafa tímann fyrir sér þegar maður leitar að starti í koldimmum garði... Hvernig sem ég leitaði fann ég ekki fölkið... þegar ég var búin að missa af early-startinu kl 5, alveg ráðalaus, datt mér í hug að keyra í næsta bæ og finna hótel sem væri með net án lykilorðs... og gat sent skilaboð að ég fyndi þau ekki í Stokes State Forest... svar: Við erum í High Point... 13 mílur í burtu.
Mín keyrði eins og sannur Loony-and Maniac og mætti 40 sek fyrir start kl 6... þetta var svo sannarlega ,,hilly" 9 brekkur x 12 ferðir...
Þetta maraþon er nr 259
Vegalengdin mældist 43,49 km
Ferðalög | 4.6.2022 | 23:38 (breytt 10.6.2022 kl. 12:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég flaug til Kansas City og þurfti því bara að keyra 200 mílur suður til Miami OK.. 320 km. Ég gisti nokkuð nálægt startinu sem var kl 6 am. Þarna voru margir gamlir vinir. Spáin var frekar slæm, búist við 35°c hita og nær enginn skuggi á leiðinni. En við vorum heppin... fyrir viku var brautin á kafi í vatni, því áin flæðir yfir bakkana... það var heitt en skyjað... drulla á stígunum en ekkert mál fyr en við fengum rigningarskúr. Við fórum 14 ferðir á nær sléttu.
Þetta maraþon er nr 257
Vegalengdin mældist 45.37 km
Ferðalög | 14.5.2022 | 02:05 (breytt 27.5.2022 kl. 20:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ballið er byrjað, ef ég ætla að ná markmiðum mínum, þá má ég ekki vera að því (vegna aldurs) að bíða eftir að komast í form, heldur verð ég að reyna að saxa á þessi fylki sem eru eftir í 3ja hring. Ég hef því valið mér nokkur tímalaus maraþon... Ég búin að fara 2 ferðir ein til USA... í eitt í mars og tvö núna í apríl...
1.apr... 1000m skriðsund
4.apr... 11.2 km hjól
8.apr... 2,1 km hjól og 1000m skrið
9.apr... 5,2 km hjól
11.apr... 17,5 km hjól,
13.apr... 14,5 km hjól og skokkaði hálfan hring kringum Hvaleyrarvatn
15.apr... 3 km Píslarganga, frá Bessastaðakirkju í Garðakirkju
18.apr... 12,2 km hjól... annar í páskum
20.apr....... Flug út
22.apr... 46,08 km Riverboat Series MARATHON, COLUMBUS Kentucky
24.apr... 44.25 km Riverboat Series MARATHON, VIENNA Illinois
27.apr........ Flug heim
28.apr... 17,4 km Hjól m/Völu
29.apr... 1000m skrið
Ferðalög | 3.5.2022 | 21:53 (breytt kl. 22:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í þetta skiptið gisti ég í mílu fjarlægð frá starti. Ég hafði stillt vekjarann á 3:30 en var vöknuð áður. Eitthað hef ég verið utanveltu því ég gleymdi að teypa tærnar á öðrum fæti... Fór á startið rétt fyrir kl 5,
Startið var í sögufrægum garði... The Trail of Tears" kl 5:30 og í myrkri. Þetta var síðasti dagurinn í seríunni. Brautin var marflöt eftir hjólreiðastíg, 10 hringir. Það var heitt á köflum, stöku sinnum þægileg vindkæling og nokkrir regndropar.
Þetta maraþon er nr 256
Vegalengdin mældist 44,2 km og tíminn yfir 9 tímar
Illinois er 31.fylkið í þriðja hring.
Ferðalög | 25.4.2022 | 00:29 (breytt kl. 00:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)