Færsluflokkur: Ferðalög
Við Lúlli flugum til Denver og ég byrjaði á að keyra 3 tíma til Sterling.. ég hafði íhugað að taka þar eitt maraþon, en sf því að ég hafði farið til Bristol og svo beint út aftur, þá var ég of þreytt til þess.. Ég keyrði því næst til Sundance..
Maraþonið var 22 hringir og mældist 45,38 km þegar upp var staðið..
Ferðalög | 23.11.2023 | 11:19 (breytt kl. 12:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég fór ein út, enda hlaupaferð og mikil keyrsla var framundan. Ég flaug til Baltimore og þurfti að keyra norður, gegnum allt fylkið upp að vatninu sem skilur milli USA og Canada.. sama vatn og Niagara fossarnir renna úr.. Hlaupið var 2 hringir um litla ,,eyju" eða skaga sem lá út í vatnið.. en snarbrött brekka þar niður.
Ég var með hótel ca 15 mín frá startinu.. og sótti númerið daginn áður.. og hafði smá áhyggjur af því að hafa verið að fyllast af kvefi.. ég reyndi að fara snemma að sofa, en það er ekki vandmál þegar maður er á kolvitlausum tíma..
Hlaupið var eins og ég nefndi í upphafi.. á lítilli eyju í sama vatni og Niagara fossarnir renna úr.. brautin var 2 hringir.. Ég get ekki sagt að hún hafi verið spennandi, hlaupið eftir veginum og stór tré báðum megin hálfa leiðina.. Þegar ég fór seinni hringinn var búið að hreinsa allt í burtu, bæði drykkjarstöðvar og mílumerki.. en þjónustulundin hjá starfsfólkinu var dásamleg, reglulega komið á bíl og var spurt hvort mig vantaði eitthvað.. ískalt kók, vatn eða eitthvað að borða..
Garmin mældi leiðina 42,2 km og tímann 7:45:27
Keyrslan var alls 860 mílur eða 1.410 km.
Ferðalög | 12.11.2023 | 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þrátt fyrir nær enga æfingu var ég þokkaleg eftir gærdaginn, ég fékk far með Bettie, Jim og Henry á startið sem var kl 7 am. Það var sama leið en mér gekk ekki eins vel og í gær, þreyta, tímamunur, hallinn á stígnum og grindarlosið gerðu vart við sig, ég dróst aftur úr, reyndi að vera á grasinu við hliðina þar sem var hægt og þurfti að setjast á bekkina í síðustu ferðunum.. ég kláraði síðust og fékk lestina.. Íslandsvinurinn Keikó var á peningnum..
ég var svo heppin að fá far á hótelið til að sækja töskuna, þvo kattarþvott í vaskinum og skipta um föt.. og fá skuttluþjónustu upp í flugstöð.. þar var ekkert um að vera, lítil stöð og ég mætt tímanlega.. ég settist og tók því rólega um klst.. þegar ég ætlaði að standa upp gat ég varla gengið.. og varð að útskýra fyrir eftirlitinu að ég þyrfti ekki aðstoð, ég væri ekki fötluð, ég hefði bara verið að hlaupa..
ég átti flug um kvöldið til Seattle, lenti þar um miðnætti og henti mér í rúmið án þess að fara í sturtu.. Hvílíkt og annað eins..
Maraþon nr 272
Strava mældi leiðina 44,99 km
Alaska.. tékk fyrir 4.hring hahahaha
Ennþá 4 fylki eftir í 3ja hring um USA.
Ferðalög | 6.8.2023 | 13:15 (breytt kl. 18:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi ferð var algjör hraðferð, flug 2 daga í röð, maraþon 2 daga í röð og flug heim 2 daga í röð, alls 5 nætur í burtu.. og 8 tíma tímamunur í hlaupunum.. þetta var strembið, þar sem bílaleigubílar voru fáir og uppseldir.. svo ég varð að redda mér öðruvísi.
Ég var dauðþreytt þegar ég kom til Juneau og fór snemma að sofa og vegna hins mikla tímamunar, vaknaði ég um 2:30. Ég hafði samið við leigubílstjóra að sækja mig kl 5:45.. það voru 6 mílur/10 km á startið.. Ég hitti marga sem ég þekki og þrjá sem gista á Áttunni eins og ég, svo ég fékk far til baka og fæ far í fyrramálið.. Jim og Bettie eru á 2.hæð en Henry er í næsta herbergi við mig.. síðan frétti ég að Bill væri líka hérna..
Maraþon nr 271 í dag,
strava mældi leiðina 43,4 km
Alaska.. tékk
4 fylki eftir í 3ja hring um USA
Ferðalög | 6.8.2023 | 13:02 (breytt kl. 18:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er ein af þeim sem er strax búin að gleyma veðrinu.. hvort það var gott eða vont.. ég var viku í afleysingum á Tálknafirði, sem hafði aðeins áhrif á hvað ég gat hreyft mig mikið, en við Vala vorum á ferðinni bæði að hjóla og hlaupa og svo tókum við systur spjöld í ratleiknum.. Í lok mánaðarins fór ég hraðferð til Alaska og tók 2 maraþon.
3.júlí... Hjól 3,1 km, skokk 2x um Ástjörn 5,6 km og 3 km ganga í 3 spjöld
5.júlí... Hjól 3 km og skokkað 2x kringum Ástjörn 6 km
6.júlí... Hjólað með langömmustelpu og spjald við Ástjörn 5 km
8.júlí... 3 spjöld, 5,8 km ganga
9.júlí... Hjól ein, 18.2 km
10.júlí... Hjól 13.3 og skokkað 1x kringum Hvaleyrarvatn, 2 km, ég datt
11.júlí... Hjólað í spjöld með langömmubörnum, 12 km
12.júlí... Hjólað m/Völu 11,7 km
21.júlí... Hjól 10,8 km og 1x kringum Hval.vatn, 2 km, er góð
22.júlí... 1000m skriðsund með systrum
24.júlí... Hjólað með Völu, 12,4 km
25.júlí... Flug til Seattle
26.júlí... flug til Juneau í Alaska
27.júlí... Twin Lakes MM Marathon Juneau, 43,4 km
28.júlí... Twin Lakes MM Marathon, 44,99 km og flug til Seattle
29.júlí... Næturflug heim
30.júlí... Komin heim
31.júlí... Hjólaði í rólegheitum um hverfið 6,7 km
Ferðalög | 6.8.2023 | 12:47 (breytt kl. 13:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég held ég hafi aldrei farið út eins lítið undirbúin og núna.. enda kom það niður á mér. Ég ætlaði upphaflega að fara 6 maraþon en sleppti einu, þessu sem átti að vera nr 3. Hitinn var mikill og góðar brekkur og mér fannst betra að hætta við þriðja maraþonið en að byrja og hætta í miðju hlaupi.. Í vikunni á eftir fór ég maraþon 3 daga í röð og þá bólgnuðu fæturnir á mér upp eftir legg.. og var sýnu verri ökklinn sem ég braut fyrir 2 árum.. síðan uppgötvaðist heima að þetta var svona slæm sinaskeiðabólga, það marraði í vöðvanum framan á fætinum.
1.júní... Fair Hills Marathon, Elkton MD, 44.71 km
8.júní... Toonerville Trail Marathon, Springfield VT, 43,2 km
9.júní... Marathon Monadnock Park, Claremont NH, 43,96 km
10.júní... Marathon í Sanford, ME 43,16 km
11.júní... flug heim
14.júní... hjólaði að Ástjörn (3km) og skokkaði 1 hring (3 km)
16.júní... 1000 m skriðsund með systrum
22.júní... Hjól 3 km og skokkaður 1 hringur í kringum Ástjörn 3km
24.júní... Hjól 12,2 km og 2 hringir skokk kringum Hvaleyrarvatn (4,2 km)
við systur tókum 3 spjöld í ratleiknum, ganga 5,2 km
26.júní... Hjól 3 km og skokkaðir 2 hringir um Ástjörn (5,6 km)
28.júní... Hjól 12,4 km og skokk 2x Hvaleyrarvatn 4,3 km
30.júní... 2 spjöld í ratleiknum, ganga 3 km
Ferðalög | 6.8.2023 | 12:27 (breytt kl. 12:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég var með hótel í nokkurra mín fjarlægð frá startinu, en var sagt upp rétt fyrir brottför að heiman.. og hótelið sem ég fékk var í Wells í 30 mín fjarlægt.. Klukkan var því enn einu sinni stillt á 3am.. því startið í öllum hlaupunum hefur verið kl 5am.. en þá er farið að birta..
Við byrjuðum í rigningarúða eins og í gær, síðan var þurrt í nokkra tíma, en þegar leið á kom góður skúr.. Allt var þó orðið þurrt í lokið.. þetta maraþon var virkilega erfitt, fæturnir á mér voru orðnir stokkbólgnir, ég var í compression sokkum en þeir náðu ekki að halda við bólguna, kominn sviði í yljarnar, ökklarnir stífir og skórnir orðir mjög þröngir..
Leiðin var 14 ferðir með 5 stærri brekkum í hverri ferð.. Þetta var síðasti dagurinn í New England seríunni.. og ég varð að komast í gegnum það til að krossa við Maine.. Það þarf varla að taka fram að ég var DEAD-LAST í hlaupinu og fékk aftasta vagninn að launum..
þegar ég kom heim kom í ljós að ég var með sinaskeiðabólgu framan á fætinum það marraði í vöðvanum.. Það mun taka tíma að lagast..
Þetta maraþon er nr 270
Strava mældi vegalengdina 43.16 km
5 fylki eftir í 3ja hring um USA.
Ferðalög | 12.6.2023 | 19:30 (breytt 6.8.2023 kl. 18:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við vorum á sama hóteli og fyrir hlaupið í gær þegar ég keyrði til Vermont, nú voru nokkrar mínútur á startið.. sem er í Monadnock Park í Claremont NH.
Eins og áður var klukkan stillt á 3am.. og eftir að hafa teypað tærnar og annan venjulega undirbúning fórum við á startið.. Lúlli kom með því eftir hlaupið var löng keyrsla til Maine..
Þetta var trail maraþon í Monadnock Park í New Hampshire í dag, og leiðin innihélt eina bratta og erfiða brekku (x16).. Við fengum fáeina regndropa í upphafi en fengum dembu í lokin..
Þetta maraþon er nr ??
Strava mældi leiðina 43.96 km
6 fylki eftir í 3ja hring um USA
Ferðalög | 12.6.2023 | 19:10 (breytt 6.8.2023 kl. 18:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú erum við búin að eiga viku frí.. höfum aðeins skoðað okkur um og farið á nýja staði.. Seinni maraþon hrinan byrjar í dag.. Klukkan var eins og venjulega stillt á 3 am.. Við gistum í Claremont NH og ég var 20 mín að keyra á startið í dag í Springfield í Vermont..
Hlaupið var ræst kl 5am en þá var að byrja að birta.. Hitastigið var þægilegt, svalara en í síðasta maraþoni í síðustu viku.. það var úðarigning fyrstu tímana, en það stytti upp og eftir það komu stöku dropar..
Leiðin var nokkuð flöt, meðfram fallegri á.. við sluppum alveg við reykinn af skógareldunum í Kanada..
Þetta maraþon er nr ?
Strava mældi vegalengdina 43,2 km
7 fylki eftir í 3ja hring um USA
Ferðalög | 12.6.2023 | 18:58 (breytt 6.8.2023 kl. 17:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég gat verið á sama hóteli fyrir þetta maraþon og maraþonið í gær í Delaware. Ég var eftir mig.. ekki spurning.. Ég vaknaði aftur kl 3 am.. lagði af stað kl 4 am enda 20 mín keyrsla á startið..
Hlaupið var ræst kl 5 en þá var þegar farið að birta aðeins. Undirlagið var slæmt, möl.. það var nær enginn skuggi á leiðinni.. og margar brekkur.. sem varð til þess að bakið á mér neitar að fara í þriðja maraþonið á morgun.. Hitinn í dag fór upp í 90°F
Eftir hlaupið sótti ég Lúlla á hótelið og keyrði til Pennsylvaniu.
Maryland - tékk
8 fylki eftir í 3ja hring um USA
Ferðalög | 2.6.2023 | 00:53 (breytt 6.8.2023 kl. 17:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)