Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Ég hef tekið það rólega síðan ég hljóp Reykjavíkurmaraþon...
í gær sendi Gunnlaugi leiðbeinanda mínum BA ritgerðina...(sem ég vona heitt og innilega að ég geti prentað út og skilað fljótlega)...
Um leið og ég sendi hana skrifaði ég honum, að á hverju kvöldi undanfarið hefði ég haldið að ég væri búin með hana og ef ég væri vínmanneskja, væri ég búin að liggja í því undanfarið... til að halda upp á það
Hann var fljótur að svara.... farðu frekar út að hlaupa í rokinu en að fá þér vínglas....
Og ég fór um hádegið í dag... ég er sem sagt komin á götuna aftur
Þar sem þessi tími er utan venjulegs hlaupatíma, hljóp ég ein og að heiman, ég setti saman ágætishring.... hljóp nýja göngustíginn meðfram sjónum þar til ég kom inn í gamla Víðistaðahringinn minn öfugan, og við 10-11 í Setbergi fór ég inn í Áslandsbrekkurnar, en eins og í síðustu skipti, fór ég beint yfir á Ásatorgi og kringum Ástjörnina og heim. Ég náði 10,7 km...
Ég er hjartanlega sammála Gunnlaugi, það er miklu betra að fara út að hlaupa í rokinu (og rigningunni) en að fá sér vínglas.
Íþróttir | 30.8.2008 | 15:24 (breytt kl. 18:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég bloggaði við frétt varðandi Reykjavíkurmaraþon. http://bryndissvavars.blog.is/blog/bryndissvavars/entry/625321/
Í fréttinni kemur fram að fjöldi hlaupara hafi þurft aðhlynningu vegna vökvataps. Vökvi er nauðsynlegur á hlaupum og langhlauparar hlaupa með vatnsbrúsabelti á sér....
Maður skildi ætla að með því að borga fyrir þátttöku, gæti maður treyst því að þjónustan á leiðinni væri það góð að fólk þyrfti ekki að bera sína eigin drykki í hlaupinu.
Í kynningu Reykjavíkurmaraþons segir að drykkjarstöðvar séu á u.þ.b. 5 km fresti... sem er alltof langt í heilu maraþoni að mínu mati.... hlauparar þurfa að drekka lítið og oft en ekki mikið og sjaldan.
Á einum legg hlaupsins voru 6 km á milli drykkjastöðva (25km - 31km).
Þetta er eitthvað sem Reykjavíkurmaraþon mætti bæta og einnig að gefa orkugel á einhverjum drykkjarstöðvum á leiðinni.
Svo hefði nú mátt splæsa í afmælispening í tilefni 25 ára afmælis hlaupsins.....
Íþróttir | 26.8.2008 | 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Maraþonið tókst vel og ég bara ánægð með mitt
Nú ætla ég bara að taka það rólega fram eftir vikunni. Veit samt ekki hvort ég tek eina göngu, eitt fjall eða fer aðeins í berjamó..... annars á ég nú að taka forgangsverkefnið.... ég verð að klára BA-ritgerðina mína.
Ég hef nú komist að því að ég sem ansi góðar setningar og innlegg bæði í ræður og ritgerðir á hlaupum.... vandinn er bara að muna það þegar ég kem heim... þyrfti að hafa diktafone á leiðinni
En nú er tíminn til að klára málið.... ekki veitir af
Íþróttir | 24.8.2008 | 11:17 (breytt 26.8.2008 kl. 12:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það leit ekkert sérlega vel út með veður, en Bylturnar eru svo blessaðar... það hélst nær þurrt fyrstu klukkutímana. Startið var kl 8:40... fínt að byrja snemma.
Ég fór aðeins of hratt af stað en hélt það út þar til ég lenti í mótvindi síðustu 7 kílómetrana á Nesinu.... svo bættist við úði og síðan rigning... en það var ekkert miðað við spána.
Gullið, Bíðari nr 1, beið á 32 km. blettinum og hjólaði með mér síðustu 10 km. Hvílíkur munur að geta farið úr jakkanum, fengið almennilegan orkudrykk hjá honum og félagsskap.... ég er hvorki fyrir Gatorade eða Powerade... svo var þessi elska með súkkulaði og auðvitað myndavélina.
Síðasta km hjólaði hann á undan til að ná mynd í markinu. Ég er hæst ánægð með tímann minn, 5:03:48.... sem ég náði þrátt fyrir mikið æfingaleysi.
4 úr Byltuhópnum hlupu hálft maraþon, Magga og Þórdís hlupu í fyrra en Þóra Hrönn og Ingileif voru að hlaupa vegalengdina í fyrsta sinn... og þetta var glæsilegt hjá þeim öllum.
Til hamingju með hlaupið stelpur
Margrét Halldórsdóttir 2:05:30
Þórdís Bjarnadóttir 2:21:17
Þóra Hrönn Njálsdóttir 2:21:24
Ingileif Malmberg 2:22:02
Íþróttir | 23.8.2008 | 16:21 (breytt 29.11.2008 kl. 18:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þá er dagurinn að renna upp
Ég ætla að kíkja í Afreksvörur áður en ég sæki gögnin fyrir Reykjavíkurmaraþon, það er ábyggilega útsala þar eins og í fyrra.
Það er hentugast, svo maður sé ekki að fara tvær ferðir... að sækja gögnin kl 4 og taka pastaveisluna um leið.
Svo tekur maður það rólega og fer snemma að sofa.
Íþróttir | 22.8.2008 | 11:35 (breytt 23.8.2008 kl. 22:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það hentaði Ingileif og Þórdísi að hlaupa kl. 5 og það var í lagi mín vegna... en þær ætluðu að hlaupa á einhverju vissu hraðatempói... sem hentaði mér ekki.
Þess vegna hljóp ég út úr dyrunum heima á sama tíma og þær og ætlaði bara að fara stutt, fara hring um Holtið og Ástjörn. Ég var komin upp á Holt þegar Áslaug vinkona hringdi í mig, ég snéri við, hljóp heim til hennar og við fórum hring um Ástjörnina. Mér brá nú heldur í brún, tjörnin er orðin að smá polli, ég hef aldrei séð svona lítið vatn í henni.
Hringurinn í dag sem átti að vera stuttur, varð 9 km.... og nú ætla ég bara að taka það rólega fram á laugardag.
Íþróttir | 19.8.2008 | 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég mætti samviskusamlega við Lækjarskóla kl. 17:30, en konan mætti ein... ja-jú nema Guð, hann mætir alltaf... á hvaða tíma sem er... er aldrei of upptekinn.
Ég ákvað að byrja á Setbergshringnum, en þar sem hann var ekki nógu langur fyrir mig (þar sem ég kom á bíl) ákvað ég að hlaupa inn í gamla Víðistaðahringinn sem ég hljóp svo oft um árið með Snorra vini mínum. En það var heldur ekki nógu langt svo ég lengdi með því að fara meðfram sjónum... þessi leið er bara orðin of stutt, ég verð að búa til einhverja góða lengingarslaufu á hana
þegar ég kom að bílnum var ég aðeins búin að hlaupa 8 km. en hafði ætlað að hlaupa 8-10 í dag. En ég lét slag standa.
Ég er ekki viss hvort ég hleyp á morgun eða miðvikudag, en það verður síðasti spretturinn fyrir Reykjavíkurmaraþonið á laugardag.
Íþróttir | 18.8.2008 | 20:15 (breytt kl. 20:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þórdís var ekki viss hvort hún færi út úr bænum, ef hún færi ekki myndi hún hlaupa með mér. En það kom sms -hleyp ekki í dag- svo ég fór ein.
Einmitt þegar ég ætlaði út úr dyrunum kom hellidemba.... svo ég beið í nokkrar mínútur og hljóp svo af stað. Garðabæjarhringurinn er í uppáhaldi hjá mér núna og ég var heppin, það var svolítið hvasst á köflum.... gott að vera loksins búin að staðsetja þessa kafla sem veðurfræðingar tala alltaf um, þeir eru í bryggjuhverfinu í Garðabæ, á Álftanesveginum og við Sundhöll Hafnarfjarðar... en það var að mestu leyti þurrt á meðan.
Þar sem ég hljóp að heiman, Garðabæjarhringinn og heim... fór ég 15,5 km. í dag
Íþróttir | 16.8.2008 | 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við vorum 5 sem hlupum Áslandsbrekkurnar í dag.
Veðrið var gott, ég sá á mælinum í bílnum á leiðinni niður eftir að það var 15 °c hiti. Efst í brekkunum kom hellidemba.... eins og við værum í sturtu. Svei mér, og ég var að hlaupa í fyrsta sinn í sumar derhúfulaus. Stelpur, það kemur ekki fyrir aftur.
Það eru tveir hringir orðnir í uppáhaldi hjá mér, Áslandið og Garðabær. Áslandshringurinn eins og hann var upphaflega er 7 km. Virkilega góður hringur sem er hægt að lengja með því að fara kringum Ástjörn eða allt Vallarhverfið.
Þóra Hrönn fer til útlanda á morgun, Ingileif í frí, Þórdís er ekki viss hvort hún hleypur á laugardag og Soffía kemur næst á mánudag..... en ég stefni á að hlaupa Garðabæjarhring á laugardaginn kl.10
Íþróttir | 14.8.2008 | 20:02 (breytt kl. 20:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og undanfarið hefur veðrið leikið við okkur, það dropaði aðeins þegar ég hljóp út úr dyrunum heima, en það var ekki neitt neitt.
Ég hitti Ingileif og Þóru Hrönn við Lækjarskóla og það er svo mikill stórhugur í þeim og þær eru orðnar svo miklar hlaupagellur að ég á fullt í fangi að fylgja þeim. Þær ætla báðar að skella sér í hálfa maraþonið í Reykjavík.... frábært hjá þeim.
Nú reima þær stöllur ekki á sig skóna nema til að hlaupa amk í annað bæjarfélag. Við fórum Garðabæinn... sem er ekkert nema skemmtilegt... í þriðja sinn í röð.
Núna tókum við upphaflega hringinn okkar sem er um 10 km og þar sem ég hljóp að heiman og heim, náði ég 16 km...
Síðan er búið að ákveða Setbergshring á morgun kl. 17:30
Íþróttir | 11.8.2008 | 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)