Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Rútínan skiptir máli

Gullið mitt hélt einu sinni að mér fyndist eitthvað voðalega leiðinlegt að hlaupa alltaf sömu hringina. Þetta var á þeim árum sem ég átti mældar leiðir út um allan bæ en hélt mest upp á Hrafnistuhringinn, sem bauð upp á ótal lengingarmöguleika.

Þegar ég vopnaðist GPS úrinu, þá varð ég frjáls.... nú veit ég alltaf hvað ég er að hlaupa langt.... þá kemur óvænt upp á borðið að það er samt sem áður rútínan sem gildir.
Það skiptir máli að vita hvert á að fara... það skiptir máli, þegar maður hleypur með öðrum, að hlaupa á ákveðnum tíma og ákveðinn hring á ákveðnum degi. 

Kl 10 í morgun hittumst við 3 við Lækjarskóla, ég, Ingileif og Þóra Hrönn.  Þóra Hrönn vissi að Magga ætlaði að hitta okkur í Garðabæ, en engin átti von á Þórdísi við Kaplakrikaundirgöngin. Þannig að það var ekki bara tíminn sem þurfti að passa, heldur hringurinn líka. 

Mér finnst þessi rúntur um Garðabæ alveg sérlega skemmtilegur og kósí.
Við fórum hring um bæinn að Arnarnesinu meðtöldu. Það var heitt og ég drakk ekki nóg á leiðinni. Síðan brann ég undan svitanum undir höndunum og stytti þá leiðina eitthvað með því að koma við heima hjá Þórdísi og fá vaselín.

Þar sem ég hljóp að heiman og heim, náði ég sléttum 21 km.


Góður hringur

Smile

Það leit út fyrir að það myndi hellirigna... 
en þegar ég hljóp út úr dyrunum heima, þá stytti upp. Ég hljóp niður að Lækjarskóla og hitti þar Ingileif, Evu vinkonu hennar og Hlín dóttur hennar og við fjórar hlupum Áslandsbrekkurnar í þessu fína veðri.  Síðan hljóp ég heim svo ég fékk 13 km. út úr þessu.
Hringurinn var æðislegur og ég finn að ég er að koma til baka.... Ég hef ekkert tekið á fram að þessu, hef bara tekið þetta rólega...

Þetta var hreint út sagt frábært  Cool


Eftir verslunarmannahelgi...

Cool     Ég náði ekki að hlaupa í gær... Við komum ekki heim fyrr en um kvöldmatarleytið. Við vorum með dætrunum og fjölskyldum þeirra á Snæfellsnesi frá föstudegi til mánudags... nánar til tekið á Arnarstapa.
Helgin og öll samveran heppnaðist einstaklega vel... Gengið var til Hellna og til baka og Stapafellið var klifið ásamt öðrum skemmtilegheitum.

Veðrið var dásamlegt... og ekki ætlar sólinni að linna, þess vegna var dásamlegt að fara út í dag og hlaupa. Við vorum 3..... Magga, Þóra Hrönn og ég. Við fórum 11,6 km samkvæmt mínu úri... skemmtilegan Garðabæjarhring.

Þóra HrönnNákvæmlega á 5 km punktinum... fór Þóra Hrönn á hausinn... varð formlega BYLTA. Hún hruflaðist á hné og lófum en vildi halda áfram með hringinn.
Það er alltaf jafn óþægilegt að detta og sérstaklega á steypu eða grófu malbiki.... en Þóra Hrönn, þú jafnar þig í veiðinni og kemur stálslegin til baka á laugardag.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband