Hlaupagellur


Eins og undanfarið hefur veðrið leikið við okkur, það dropaði aðeins þegar ég hljóp út úr dyrunum heima, en það var ekki neitt neitt.

Ég hitti Ingileif og Þóru Hrönn við Lækjarskóla og það er svo mikill stórhugur í þeim og þær eru orðnar svo miklar hlaupagellur að ég á fullt í fangi að fylgja þeim. Þær ætla báðar að skella sér í hálfa maraþonið í Reykjavík.... Smile frábært hjá þeim.

Nú reima þær stöllur ekki á sig skóna nema til að hlaupa amk í annað bæjarfélag. Við fórum Garðabæinn... sem er ekkert nema skemmtilegt... í þriðja sinn í röð.  
Núna tókum við upphaflega hringinn okkar sem er um 10 km og þar sem ég hljóp að heiman og heim, náði ég 16 km...Cool

Síðan er búið að ákveða Setbergshring á morgun kl. 17:30


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband