Enn og aftur ein á ferð

Ég mætti samviskusamlega við Lækjarskóla kl. 17:30, en konan mætti ein... ja-jú nema Guð,  hann mætir alltaf... á hvaða tíma sem er... er aldrei of upptekinn.

Ég ákvað að byrja á Setbergshringnum, en þar sem hann var ekki nógu langur fyrir mig (þar sem ég kom á bíl) ákvað ég að hlaupa inn í gamla Víðistaðahringinn sem ég hljóp svo oft um árið með Snorra vini mínum. En það var heldur ekki nógu langt svo ég lengdi með því að fara meðfram sjónum... þessi leið er bara orðin of stutt, ég verð að búa til einhverja góða lengingarslaufu á hana Wink
þegar ég kom að bílnum var ég aðeins búin að hlaupa 8 km. en hafði ætlað að hlaupa 8-10 í dag. En ég lét slag standa.

Ég er ekki viss hvort ég hleyp á morgun eða miðvikudag, en það verður síðasti spretturinn fyrir Reykjavíkurmaraþonið á laugardag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ, Ég hljóp nú ekki einsömul á laugardaginn í New York. Það var búið að loka Park avenue fyrir bílaumferð eins og hún leggur sig. Það var alveg ótrúleg stemmning. Fólk hljóp, gekk, hjólaði og var á brettum og línuskautum. Þetta gerir borgin fyrir íbúana 3 laugardaga í ágúst.

Nú er ég komin í norðanvert New York fylki og tók 10 km í morgun. Alveg frábært bara nokkuð heitt. Geri svo ekki meir fyrr en eftir 23. ágúst. 

Svo trúi ég ekki öðru en að við verðum fleiri í vetur að hlaupa. Það er alltaf svolítið los á öllum svona yfir sumartímann. 

Sjáumst hressar á föstudag í pastaveislunni.

 Kveðja,

Þóra Hrönn

þóra hrönn njálsdóttir (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 20:53

2 identicon

Sælar,

Frábært að hafa góða stemningu og hlaupa með öðrum. já hafðu það gott og góða heimferð. Og við verðum að tala okkur saman um að mæta saman í pastað.

Kveðja Bryndís

bryndissvavars.blog.is (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 22:01

3 identicon

Hæ,

ég ætla að hlaupa á morgun og taka svo pásu fram á laugardag.

Kv. Ingileif.

ingileif Malmberg (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 22:10

4 identicon

Hæ Ingileif,

Hitti þig við Lækjarskóla kl 17:30, nema annar tími henti þér betur?

Kv. Bryndis

bryndissvavars.blog.is (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 00:07

5 identicon

Sælar,

17:30 er fínt fyrir mig, sjáumst vonandi þá,

kv. Ingileif.

Ingileif Malmberg (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband