Færsluflokkur: Lífstíll

Da Nang Int. Marathon, Viêt Nam 11.ág. 2019

Da Nang Int. Marathon,
Da Nang VIÊT NAM
11.ágúst 2019

Screenshot_20190812-141932_Chrome

http://www.rundanang.com

Við sóttum númerið fyrir hádegi í gær. Það er svo heitt hérna að við förum ekki út um miðjan dag. Ég er nr 40814... síðan tókum við það rólega... hótelið lét mig fá morgunmatarbox.

Klukkan var stillt á 2am. Ég svaf ágætlega. Lúlli fór með mér á startið sem er 200m frá hótelinu.

20190811_DaNang ViétNamHlaupið var ræst kl 4:30 í 28°c... og ég var svo heppin að það var skýjað þar til ég var hálfnuð en þá var hitinn kominn í 38°c.

Það voru 2 km á milli drykkjarstöðva. Á hverri stöð langaði mig bara til að standa þar og sturta í mig ísköldu vatni eða orkudrykk. Ég hef aldrei á ævinni drukkið eins mikið og í þessu maraþoni. Það var ótrúlega þægilegt að fá golu öðru hverju og svo þræddi ég skuggana. Ég held ég hafi drukkið hátt í 10 lítra á leiðinni.

Heila maraþonið var 2 hringir og ég hef sagt það áður ÞAÐ ER ERFITT AÐ HLAUPA FRAMHJÁ MARKINU og eiga annan hring eftir. Seinni hringurinn var erfiður, bæði var orðið svo heitt og eins af því að engum götum var lokað. Við hlupum í miðri umferðinni og í seinni hring týndist maður, svínað fyrir mig og oft forðaði ég mér upp á gangstétt. Hitinn var 42°c þegar ég loksins kláraði.

Þetta maraþon er nr 249
Garmurinn mældi það 42,68 km
og tímann 7:24:12

Viêt Nam er nýtt land fyrir mig
úrslit hlaupsins: https://www.sportstats.asia/display-results.xhtml?raceid=103989

64440814BRYNDIS SVAVARSDOTTIRFemale9007:26:4307:24:12

KHMER EMPIRE MARATHON, Cambodia 4.ág 2019

KHMER EMPIRE MARATHON,
CEO_logo2-1Siem Reap Cambodia
4.ág 2019

http://www.cambodia-events.org/khmer-empire-full-marathon/

eða Angkor Empire Marathon, það lítur út eins og þeir séu að skipta um nafn á maraþoninu. 
20190804_Siem Reap CambodiaVið sóttum númerið í gær, ég fékk nr 1724. Við fórum snemma að sofa enda á kolvilausu róli... eitthvað vakti mig eftir 3 tíma og ég svaf lítið eftir það. Klukkan var stillt á 2am. Ég var búin að semja við tuk-tuk bílstjóra að keyra mig á startið kl 3:30 en hann sveik mig og ég þurfti að finna annan.

Það var startað við Angkor Wat kl 4:30 í niðamyrkri, 27°c og miklum raka, það var aldrei þurr þráður á mér. Það birti ekki fyrr en eftir einn og hálfan tíma og takmörkuð birta af götuljósum. Göturnar voru sæmilega sléttar og bara tvær "brekkur" (hraðahindranir) nóg til að ein kona datt og snéri ökklann... annars var leiðin rennislétt... en slæmt að við hlupum alla leiðina í umferðinni... milli bílanna og mótorhjólanna. Við hlupum framhjá fjölda fornminja/búddahofa á leiðinni. 

Drykkjarstöðvar voru á 2ja km fresti og allir af vilja gerðir að þjóna. Ég hitti þrjá 50 Staters, sem voru á eftir mér í brautinni. 

Mér fannst bagalegt að ég hafði gleymt derinu heima því svitinn rann í stríðum straumum niður andlitið í halupinu og ég uppgötvaði þetta svo seint að ég gat ekki keypt mér der. Það var heitt og rakt en ég er bara sátt við mig í dag.

Þetta maraþon er nr 248
Garmin mældi vegalengdina 42,61 km
og tímann 6:44:44

samkvæmt úrslitum: 
http://www.cambodia-events.org/angkor-empire-full-marathon-result/


Fairlands Valley Challenge, Stevenage UK, 21.júlí 2019

680x342-footprint2019
Fairlands Valley Challenge

Stevenage, UK
July 21, 2019

http://www.fvchallenge.org.uk

Ég keypti mig inn í þetta hlaup vegna þess að mér mistókst að fara fjórða daginn í síðustu seríu. Flaug út á fimmtudegi og gekk á startið (3km) á föstudegi í grenjandi rigningu. Þá hafði mér tekist að hala niður Englandi og leiðinni á gpx. Þetta virkaði.

Leiðarlýsingin var 3 og hálf blaðsíða sem ég prentaði út heima. 
... off road and self navigated challenge through the picturesque Hertfordshire countryside around Stevenage ...
Marathon Description

Klukkan var stillt á 5 og kl 7 beið leigubíll fyrir utan. Expo-ið var klst fyrir start. Startið var kl 8:15. Ég reyndi að hanga í hópnum út úr bænum.

20190721_Fairlands Valley Challenge UKEf einhver heldur að þetta sé auðvelt þá er það mikill misskilningur. Leiðin var akvegur, gangstígur, skógarstígur, troðningur, slóð, gegnum ótal hlið, undir brýr og lá yfir engi, hveitiakra, gegnum kirkjugarð, gegnum runna, milli húsa, gegnum bæi, upp og niður hæðir í nær sveitunum... hvergi var merking í götu eða við stíg... bara lesa leiðarlýsinguna... sem sýndi mig stundum á gpx-inu við hliðina á stígnum.

Tvisvar sinnum rakst ég á hóp fólks sem var villt og gat bjargað því... svo ákvað ég að elta 2 konur, Tínu og Jasmin sem lásu stanslaust leiðbeiningarnar en hefðu villst ef ég hefði ekki getað tékkað í símanum hvort við værum á réttri leið. Það sem ég hafði áhyggjur af, var að verða rafmagnslaus af því að hafa forritið alltaf opið.

Á leiðinni voru 5 check-in points, þar sem ég gat fyllt á vatn og borðað eitthvað snakk.

Þetta maraþon er nr 247,
Garmin mældi það 44,85 km
og tímann 8:10:51


Heartland Series, Portage IN, 9.júlí 2019

Heartland-450x315
Heartland Series

July 7-13, 2019

9.júlí 2019, Portage, Indiana

http://mainlymarathons.com/series-3/heartland/

Dagur 3 

Við keyrðum til Portage eftir maraþonið í gær. Þegar við keyrðum yfir fylkismörkin færðist tíminn. Þetta maraþon byrjaði því klst fyrr eða kl 4am á staðartíma og klukkan því stillt á 2. 

20190709_Heartland SeriesÉg svaf ekki nógu vel. Það hitnaði fljótt, við vorum þó heppin að það var þónokkur skuggi í brautinni. Ég var með Icy-hot verkjaplástur á bakinu en hann tók ekki verkinn. 

Við fórum 12x fram og til baka og í dag "tókst" mér að vera síðust og fá síðasta lestarvagninn í verðlaun... auk þess sem þetta var 25. Mainly maraþonið mitt og sérstök verðlaun fyrir það

Þetta maraþon er nr 246
Garmurinn mældi það 43,52 km
Og tímann 9:13:49


Heartland Series, Niles MI, 8.júlí 2019

Heartland-450x315
Heartland Series

July 7-13, 2019
8.júlí 2019, Niles, Michigan

http://mainlymarathons.com/series-3/heartland/

Dagur 2 í seríunni. Við keyrðum til Niles eftir maraþonið í gær. Ég er sæmileg eftir hlaupið en þreytt í bakinu... 

20190708_Niles Heartland SeriesKlukkan var stillt á 3am, start kl 5.
Við hlaupum 10x fram og til baka í dag og nú var drykkjarstöðin í miðjunni.

Hitinn var mikill og erfitt að drekka nóg. Ég hef hlaupið hér áður. Það var mikið til sama fólkið sem mætir í þessar seríur.

Hitinn dregur mig alltaf niður, ég hafði ekki sofið vel síðustu nótt, en mér tókst samt ekki að vera síðust.

Þetta maraþon er nr 245
Garmin mældi það 43,46 km
Og tímann 8:02:04

Þetta var 24. Mainly maraþonið mitt.


Heartland Series, Bryan OH, 7.júlí 2019

Heartland-450x315
Heartland Series
 
July 7-13, 2019

7.júlí 2019, Bryan OHIO

http://mainlymarathons.com/series-3/heartland/

Dagur 1 í seríunni... ég sótti númerið í gær, fékk nr 191 og verð með það næstu daga. Fékk mér pasta en hitinn úti var mikill svo við drifum okkur á hótelið. 

Klukkan var stillt á 3am... startið er kl 5. Ég var með höfuðljós fyrsta klukkutímann. Við fengum helli rigningu í 2-3 tíma... 

20190707_Bryan OhioÉg þekkti mörg andlit sem ætla að taka alla 7 dagana í seríunni. Mér gekk ágætlega í hlaupinu sem var 16x fram og til baka i fallegum garði. Eftir að það stytti upp hlýnaði og fötin voru nokkuð fljót að þorna.

Þetta maraþon er nr 244
Garmin mældi tímann 7:07:42
og vegalengdina 42,68 km


Ruidoso Marathon NM 23.júní 2019

RUIDOSO MARATHON 2019 FINISHED DesignRuidoso Marathon 
& Half Marathon, 5K

Ruidoso, NM USA

23.júní 2019
http://www.ruidosomarathon.com/

Ruidoso er fallegur gamaldags bær umkringdur fjöllum... nóg af brekkum, ÚFF

Við náðum í númerið daginn áður, nr 873... expoið var tjald á bílaplani. Ég keyrði á startið sem er við Casino í rosafallegu umhverfi. 

Klukkan hringdi 3:30 og gerði mig klára. Það var um korters keyrsla á startið og ég þurfti að mæta hálftíma fyrir start.

Hlaupið var ræst kl 6... í 7000 feta hæð í skítakulda. Ég fann fljótlega að ég hafði ekkert úthald í þessu þunna lofti og himinháu snarbröttu brekkum... svo ég reyndi amk að hlaupa niður brekkur. 

20190623_140531 Ruidoso NM Það voru ekkert nema brekkur og sumar mjög brattar. Aðeins 52 voru skráðir í heilt og konan fyrir aftan mig hætti eftir verstu brekkurnar. 

Ég var ein allan tímann, ca 5 km á milli drykkjarstöðva svo ég hélt á vatnsflösku alla leiðina. Jeminn, hvað þetta var erfitt, en það kom ekki til greina að gefast upp.

Garmurinn mældi tímann 8:02:12

og vegalengdina 43,41 km.

Þetta maraþon er nr.243 og New Mexico er 25. fylkið í þriðja hring um Usa... ég er hálfnuð.

20190624_215905 Ruidoso NM 


Revel Rockies Marathon 2.júní 2019

REVEL Rockies Marathon & Half Marathon
Denver, CO USA

RDV-17_elevation2.júní 2019
http://www.runrevel.com/rdv

Ég er á kolrugluðu róli. Ég náði í númerið um hádegið, fékk nr 1574... keypti morgunmat og gerði allt tilbúið svo ég gæti tékkað mig út um hánótt.

Klukkan var stillt á 12:30... það var enginn við svo ég gæti tékkað mig út kl 2:30. Síðasta Å•úta á startið var kl 4.15... Ég var auðvitað mætt tímanlega og í fyrstu rútu. 

20190602_Revel Rockies Denver COStartið var í 3,2 km hæð, snjór í kring og ískalt. Fæturnir á mér frusu á þessum eina og hálfa tíma þar til var startað... þegar það þarf rútur til að keyra mann á startið þá þarf maður alltaf að mæta svo snemma í hlaupin.

Hlaupið var ræst kl 6 am... og hvílíkt erfitt að hlaupa niður, í mikilli lofthæð og frosin á fótunum. Þetta er tvímælalaust með því erfiðasta sem eg hef gert því annar kálfinn stífnaði upp og  það endaði allt með hraðgönguskokki... ég semsagt kláraði. Hlaupið endaði í 1.770 m hæð.

Þetta maraþon er nr 242
Garmin stoppaði ekki, en samkvæmt úrslitum hlaupsins var tíminn 6:00:52 
garmin sýndi vegalengdina 42,7 km

Bryndis Svavarsdottir (F62)6:02:35607292 / 3F60-646:00:52

 


Prague Marathon 5.maí 2019

Volkswagen Prague Int. Marathon
Prague, Czech Republic
5.maí 2019

http://www.runczech.com

Við sóttum númerið á laugardegi, hlaupið á sunnudegi. Við tókum það rólega. Hótelið er 300m frá startinu, á Old Town Square. 

Ég stillti klukkuna á 6:30 og ég svaf ágætlega. Við löbbuðum á startið um 8:30 til að fá fílinginn fyrir hlaup.

20190505_Prague MarathonMaraþonið var ræst kl 9. Gamlar borgir eins og Prag hafa gamlar steinlagðar og ójafnar götur... þær kosta mig alltaf auka orku.

Fyrstu 9 km og síðustu 9 km voru sama leiðin... annars var leiðin ágæt, alls ekki leiðigjörn. Steinlögðu göturnar tóku sinn toll af mér í seinni hlutanum en ég er ánægð með tímann minn... og hlaupið í heild.

Þetta maraþon er nr 241
Garmurinn mældi tímann 6:05:07
og vegalengdina 43,19 km

Tékkoslóvakía er 22.landið mitt


Limassol Marathon, Kýpur 24.mars 2019

Limassol Kýpur 24.3.2019

Limassol Marathon GSO 

Limassol, Cyprus
24. Mars 2019

http://www.limassolmarathon.com

Gögnin biðu eftir mér þegar ég kom á hótelið... ég fékk nr 225... allt í kringum maraþonið er á sömu götu og hótelið, ca 7,5 km frá hótelinu... og það er frítt fyrir okkur í strætó.

20190324_Limassol KýpurVið vorum þreytt eftir ferðalagið svo við slöppuðum af og mættum síðan kl 5 í pastaveisluna. 

Klukkan var stillt á 4:30, morgunmaturinn opnaði kl 5:45 og svo tók ég strætó á startið.

Hlaupið var ræst 7:30... þetta er lítið maraþon og fáir á mínu róli. Leiðin var fram og til baka í sín hvora áttina... og seinni hlutinn var framhjá hótelinu... og var Bíðari nr 1 tilbúinn að ná myndum.

Hitinn var um 20°c þegar sólin skein, en ca 2 tíma í seinni hlutanum dró fyrir sólu og ég fékk svala golu frá ströndinni. Ég er bara ánægð með þetta hlaup, drykkjarstöðvar á 2,5 km fresti en oft var allt búið nema vatnið.

Þetta maraþon er nr 240
Garmurinn mældi tímann 6:16:25
og vegalengdina 42,77 km

Kýpur er 21. landið mitt


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband