Færsluflokkur: MARAÞON

Texas Marathon 1.jan. 2016

Metal Sawing Technology Texas Marathon
1.jan. 2016
Http://www.50statesmarathonclub.com/texas.html

Texas Marathon 1.1.2016Við sóttum númerið í gær en í gleðilátunum að hitta gamla vini, gleymdi ég að taka "númers" myndina... en ég bjargaði því fyrir hlaupið í dag.

Þetta maraþon er með aflappaðri hlaupum... allt á göngustígum (4× sama leið) engin tímamörk og öll umgjörðin laus við stress.


FYRIR HLAUP Í TEXAS 2016Klukkan var stillt á 5 am en við vorum vöknuð áður. Við náðum að borða morgunmat kl 6 am og brenna svo í hlaupið. Það er afar sjaldgæft að ég nái morgunmat á hótelinu fyrir hlaup.

Hlaupið var ræst kl 8 og þrátt fyrir 75 % líkur á rigningarskúrum þá hélst þurrt allan tímann.

Rétt fyrir hlaup var verðlaunapeningurinn afhjúpaður... en útlitið er leyndarmál fram að hlaupi. Hann er risastór og ekkert smá flottur.

Texas Marathon 1.1.2016Leiðin var á göngustígum, fram og til baka og ég þekkti fullt af fólki úr fyrri hlaupum... Fólk var endalaust að stilla sér upp í hópmyndatökur á leiðinni... mjög skemmtilegt... ég verð að fá myndirnar hjá öðrum því ég hélt það myndi rigna og skildi símann eftir í bílnum.

Þetta maraþon er nr 197,
Garmurinn mældi það 26,49 mílur og tímann 6:42:29 og auðvitað var það hlaupið til heiðurs afmælisbarni dagsins, langömmu dúllunni minni Emilíu Líf sem er 4 ára í dag.


Rock N Roll Savannah GA, 7.nóv 2015

Rock n Roll Savanna GA 
7.nóv 2015
http://www.runrocknroll.com/savannah/

Ég sótti gögnin í gær og þar biðu mín 3 flottir RNR verðlaunapeningar... en þetta er fimmta Rock N Rollið mitt á árinu. Ég lenti í rosalegri hitabylgju hérna, það man enginn eftir svona hita á þessum tíma... og áframhaldandi hita var spáð.  

Klukkan var stillt á 3 am... enda er breytt snið á málunum, engar skuttlur milli staða og ég verð að leggja bílnum einhversstaðar á milli starts og marks. Ég lagði í bílastæðahúsi á Liberty, um km frá marki og starti.

Hlaupið var ræst 30 mín of seint út af einhverjum vandræðum á hlaupaleiðinni... hitamollan var rosaleg, rakinn í loftinu svo mikill að það draup úr derinu. Ég fann fyrir fætinum allan tímann, leiðin var ágæt, engar stórar brekkur... það var óvenju mikið um sírenuvæl og ég hef aldrei séð eins marga liggja í aðhlynningu til hliðar á leiðinni... Eitthvað hafa vatnsbirgðirnar og pappaglösin klikkað, því á einni drykkjarstöðinni urðum við að drekka úr lófunum því glösin voru búin.

Þegar ég og hundruðir annarra hlaupara komum að skiptingu leiðar heils og hálfs maraþons var búið að loka leiðinni fyrir það heila og öllum tilkynnt að heila maraþonið hefði verið stoppað vegna hita... og við þyrftum að láta okkur nægja hálft maraþon... Maður varð bara að hlýða en margir brjálaðir yfir þessu... ég fór að taka fleiri myndir, var auðvitað mjög svekkt en reyndi að njóta restarinnar... og sólbrann þrátt fyrir sólarvörn 45

Þetta maraþon varð að hálfu maraþoni nr 37...
vegalengdin mældist 13,47 mílur... og tíminn 3:12:42...

Hlaupið er til heiðurs einkasyninum sem er 32 ára í dag :)

Ég fékk 2 aukapeninga í markinu, annan fyrir fimmta RNR-ið og hinn fyrir aðra seríu sem heitir Southern Charm.


Haustmaraþon FM 24.10.2015

Haustmaraþon Félags Maraþonhlaupara 
24.10.2015

Ég hafði leyfi til að byrja fyrr en ég ætlaði aldrei að byrja svona rosalega snemma. Það var eitthvað sem hélt mér vakandi og mér reiknaðist til að ég hefði fengið svona 2ja tíma svefn... Það var tilgangslaust að bíða vakandi heima svo ég fór bara inneftir... 

Haustmaran 24.10.2015Þegar ég hljóp af stað var klukkan 4:15 am... og allt gekk vel, 4°c hiti, aðeins vindur, keilurnar komnar á sína staði, stígarnir þurrir og hálkulausir... en ég hafði gleymt að taka með vasaljós. Það er engin lýsing frá hreinsistöðinni og að snúningi, ca 2 km, 4km fram og til baka... og þar varð ég bókstaflega að þreifa mig áfram.

Ég náði að snúa í fyrri hring þegar einn starfsmaður var mættur... á leiðinni út aftur fór ég að finna fyrir þorsta, hafði fengið litla vatnsþörf í kuldanum í fyrri hring og svo datt ég niður í smá leiðindi þegar ég fór að finna fyrir ökklanum/hælnum á vinstra fæti en ég er búin að eiga í þeim meiðslum síðan í janúar og hélt ég væri laus við þau... en 2 maraþon um síðustu helgi og kannski kuldinn núna ýfðu þau upp... afgangurinn af maraþoninu fór í að reyna að hugsa vel um fótinn, skemma ekki meira og ofgera ekki... því næsta maraþon er eftir 2 vikur.

Þetta maraþon er nr 196, Garmurinn mældi vegalengdina 43,02 og tímann 6:35:42


The Appalachian Series #7 Guntersville AL, 17.okt.2015

The Appalachian Series

 

 

The Appalachian Series Day 7, Guntersville Alabama

17.okt 2015

http://mainlymarathons.dreamhosters.com/series-3/appalachian-series

Þegar ég keyrði frá Dalton til Guntersville keyrði ég yfir í annað tímabelti... og það olli mér smá vandræðum... Síminn skipti ekki um tímabelti og hótelið bauð ekki upp á wake-up-call... Bíðarinn heima stóð sig og hringdi til að vekja mig...

Guntersville AL 17.okt 2015Ég svaf ekkert sérstaklega vel en hvíldist ágætlega. Èg tékkaði mig út um 6am. Hlaupið var ræst 6:30... og það var skítkalt í upphafi.

Brautin var meðfram stóru vatni, falleg og hæfilega langir "hringir" við fórum 12x fram og til baka.

Eftir 2 hringi var ég komin úr jakkanum og sólin bakaði. Ég er ekki í formi fyrir EITT maraþon hvað þá TVÖ... svo ég gekk mikið enda enginn á ógurlegri hraðferð. 

Þetta maraþon er nr 195. Garmurinn mældi það 27,1 mílur og tímann 7:20:58... 4 eftir í öðrum hring.

Þetta maraþon var hlaupið til heiðurs Lovísu sem er 30 ára í dag.


The Appalachian series #6, Dalton Georgia 16.okt. 2015

The Appalachian Series


The Appalachian Series #6 Dalton Georgia
16.okt 2015

http://mainlymarathons.dreamhosters.com/series-3/appalachian-series

Þó það sé bara 4 tíma munur þá kemur hann fram á mér, ég fór snemma að sofa og vaknaði kl 4. Morgunmaturinn byrjar kl 6 en maðurinn leyfði mér að byrja fyrr og það nægði mér því ég var tilbúin að tékka mig út um leið. Garðurinn er í 15 til 20 mín fjarlægð og eg þurfti að fá númerið mitt afhent áður.


The Appalachian Series GA, 16.okt.2015Hlaupið var ræst kl 7:30. Í upphafi var aðeins kalt en það hitnaði fljótlega. Leiðinni var breytt í skyndi, margir búnir að hlaupa í 5 daga og Clint vildi sleppa öllum við brekkur og hafði leiðina 22 ferðir fram og til baka kringum leikvöll fyrir heila maraþonið.

Ég hitti fullt af gömlum vinum og þegar maður fer fram og til baka eru allir að heilsast og segja brandara... á hlaupaleiðinni voru krítar og éwg og aðrir skrifuðu skilaboð, ástarjátningar, brandara, hvatningar og fleira í göngustíginn.

Sólin steikti okkur en svo bjargaði smá gola okkur. Eftir hlaupið var sest upp í bíl og ég var tæpa 3 tíma að keyra til Alabama þar sem síðasta maraþonið í seríunni er á morgun, laugardag.

Þetta maraþon var til minningar elsku pabba en það eru 2 ár í dag síðan hann dó.

Þetta maraþon er nr 194, garmurinn mældi það 26,75 mílur og tímann 7:01:20
Tékk... 5 eftir í öðrum hring.


Portland Marathon, Oregon 4.okt.2015

Portland Marathon OR,
4.okt. 2015
http://www.portlandmarathon.org

Það er 7 tíma munur hér og heima og þetta er ÖRSTUTT ferð.
Ég sótti númerið í Expo-ið, sem var mjög flott. Ég er nr 6793 og ætla aldrei þessu vant að byrja í mínum bás enda 8 tíma takmörk. Ég gisti nokkrar mílur í burtu og þarf að mæta snemma svo það verði ekki búið að loka götunum næst starti og marki... og þá kemst maður auðvitað ekki í bílastæðahúsin þar.

Portland Marathon 4.okt.2015Það tekur því ekki að snúa neinum tíma. Þess vegna var ég ekki í neinum vandræðum að fara snemma að sofa. Klukkan var stillt á 3am og kl 5 var ég búin að fá stæði í húsi á besta stað... ég lagði mig í hálftíma en fór þá á Hilton hótelið - skemmtilegri klósett :)
Þar hitti ég Cindy "Maniac" jafnöldru mína sem býr 2 tíma í burtu héðan... við vorum svo öðru hverju samferða í hlaupinu.

Hlaupið var ræst kl 7 en minn bás fór um 20 mín seinna af stað. Það var skítkalt í upphafi... en strax eftir 2 tíma var orðin steik... mælarnir sýndu 80F eða um 30C

Leiðin var ágæt, amk gleymdi ég mér við að heilsa fólki sem ég hef hitt í öðrum hlaupum. Það voru nokkrar erfiðar brekkur, hitinn og æfingaleysið sem héldu mér niðri... en ég virðist vera búin að ná mér í ökklanum... Guði sé lof :)

Garmurinn mældi tímann 6:28:07 og vegalengdina 26.62 mílur. 
Þetta maraþon er nr 193 og nú eru 6 fylki eftir í annarri umferð um USA.


Akron Marathon Ohio 26.sept.2015

Akron Marathon & Half Marathon, Team Relay Akron, OH USA
26.sept. 2015
http://www.akronmarathon.org 

Akron Marathon Ohio 26.sept.2015Ég sótti gögnin í gær og sá að þetta er miklu stærra maraþon en ég hélt. Expo-ið var ágætt en ég var ekki inní bílastæðamálunum svo ég átti í mestu vandræðum með að finna stæði... og start og mark eru hér rétt hjá. Númerið mitt er 3597.

Ég var búin að versla um morguninn og fór því á hótelið að slappa af... fór að sofa um kl 6 enda á kolvitlausu róli. Klukkan var stillt á 3am og ég átti ekki í neinum vandræðum með að sofna. 

Ég var rétt vöknuð þegar brunakerfið fór af stað... alls þrisvar... aðrir gestir hafa örugglega ekki verið glaðir yfir þessari vekjaraklukku. Eftir að hafa borðað, klætt mig, smurt með vasilini og teypað tær, lagði ég af stað 5:45... það eru um 7 mílur á staðinn og þegar fólk þarf að berjast um bílastæðin þurfa ókunnugir að vera fyrstir. Þegar ég beygði út úr innkeyrslunni frá hótelinu, mætti ég slökkviliðinu... ekki skemmtileg tilfinning.

Ég var ljónheppin með stæði án þess að vita það strax, þegar ég nálgaðist staðinn sem ég var búin að sigta út, ég skellti mér inn í næsta bílastæðahús sem var merkt "event parking"

Startið var fyrir utan bílastæðahúsið og markið í næstu götu fyrir neðan... Þetta smellpassaði fyrir mig... ég lagði mig í bílnum... svo var það næst-síðasta og síðasta piss og hlaupið var ræst kl 7am. Það var heitt, heimamenn sögðu óvenjulega heitt... og óþarfi að byrja í langerma bol.

Fyrri helmingurinn var ágætur... en um leið og leið hálfs-og heils-maraþons skildu fengum við að reyna brekkurnar. Þjónustan á leiðinni var frábær, nóg að drekka, gel og ávextir... og klósett á flestum drykkjarstöðvum... eins gott því ég þurfti að nota það tvisvar. Hlaupaleiðin var vel merkt, mílu-merking, tímaklukka og fáni á hverri mílu og blá lína máluð í götuna alla leiðina.

Hitinn óx eftir því sem leið á hlaupið og var sennilega milli 28 og 30 þegar ég kom í mark. 

Þetta maraþon er nr 192, garmin mældi leiðina 26,65 mílur og tímann 6:18:22
Ohio er fylki nr 43 í annarri umferð um USA - 7 eftir


Reykjavíkurmaraþon 22.8.2015

Reykjavik Marathon & Half Marathon, 10K, 3K, Relay
Reykjavík City, Iceland
August 22, 2015
http://www.marathon.is/reykjavik-marathon 

Gögn í RM 21.8.2015Við sóttum númerið í gær og skoðuðum okkur aðeins um hjá sölubásunum. Gestur maraþonsins var marathon konan Kathrine Switzer og var hún í einum básnum.

Ég fór ekkert sérlega snemma að sofa en svaf alveg ágætlega... klukkan var stillt á 5:30 og við vorum búin að ákveða að fara af stað kl 7:30.

RM 22.8.2015Ferlið er allt mjög afslappað þegar maður er á heimaslóðum og veit nákvæmlega hvað allt tekur langan tíma. Þetta er 19. árið í röð sem ég hleyp heilt maraþon í Reykjavík. Þetta árið hleyp ég til styrktar Einhverfusamtökunum.

Við tókum útlending uppí á leiðinni inneftir og hann fékk líka far til baka. Á tröppunum við startið sá ég nokkur kunnugleg andlit bæði íslensk og erlend en ekki náðist að taka hópmynd af Marathon Manics sem komu til landsins til að hlaupa.

20150822_083212Maraþonið var ræst kl 8:40 í hinu ágætasta hlaupaveðri, skýjað, hlýtt og lítill vindur.
Ég fór alltof hratt af stað og var marga kílómetra að jafna mig á því... og ég var ekki einu sinni komin 8 km þegar skórnir fóru að kvelja mig. Það er svona að eiga mikið af hlaupaskóm. Ég held ég hafi stoppað amk 10x til að reyna að reima rétt svo ég fyndi minna til... en skórnir voru að gera útaf við mig alla leiðina... en sem betur fer fann ég ekkert fyrir vinstri fætinum. Þau meiðsli eru þá á góðum batavegi.

RM 22.8.2015Þegar ég beygði út úr hálf-maraþon brautinni var ég orðin síðust, en ég náði að fara framúr nokkrum á leiðinni eftir það. Lúlli hjólaði með mér síðustu 12-13 km af leiðinni... og hann passaði að hjálpa mér ekkert eða kljúfa vindinn fyrir mig wink... Það var mikill munur, það hefði verið einmannalegt án hans.

Eftir því sem leið á hlaupið varð úðinn að rigningu og áður en ég kláraði var hún komin hellidemba. 

RM 22.8.2015Þetta maraþon er nr 191...
Garmin mældi leiðina 42,77 km og tímann 6:27:50 og er ég bara þakklát fyrir að hafa klárað og fengið tíma því tímamörkin eru 6 klst í Reykjavík.


Mayor´s Midnight Sun Marathon, Anchorage Alaska 20.júní 2015

Mayor´s Midnight Sun Marathon, Anchorage Alaska
20.júní 2015

http://www.mayorsmarathon.com

Gögnin sótt í AlaskaVið lentum í Alaska um hádegið og byrjuðum á að sækja númerið mitt. Ég mátti velja mér númer en þau voru öll frekar há... valdi nr 1000

Við keyrðum þangað sem markið er og skoðuðum aðstæður, ég ætla að geyma bílinn þar og taka skólabílinn á startið... svo keyrðum við á hótelið og komum okkur fyrir og fórum snemma að sofa. Við gistum í Eagle River, 16 mílur frá markinu... og eins og alltaf þarf að mæta snemma til að fá stæði.

MM í Alaska 20.6.2015Klukkan var stillt á 3:30 og ég gerði ráð fyrir tveimur tímum í undirbúning og koma sér af stað. Lúlli ætlar að bíða í markinu. Ég svaf mjög skringilega, nýr staður og frekar bjart. Eftir að hafa fengið mér að borða, teypað tærnar, smurt mig með vasilíni og sólarvörn og sett annað dót í poka, þá lögðum við af stað. Ég þarf að spreyja mig með skordýrafælu áður en ég fer í skólabílinn. 

Ég fór með skólabílnum á startið og hitti þar Tim og fleiri þekkt andlit. Það var svo þungt yfir og rigningarlegt að ég fékk plastpoka til að hlaupa í.

Maraþonið var ræst kl 7:30 og fyrstu mílurnar var smá rigningarúði... Ég mundi bara eftir fyrstu mílunum á leiðinni... ekkert skrítið því það var búið að breyta leiðinni frá því fyrir 6 árum.

MM í Alaska 20.6.2015Þetta maraþon var erfitt fyrir mig, við vorum á sveitavegum ýmist malbikuðum eða möl og vegurinn fylgdi landslaginu, ss miklar brekkur. Það var hvergi lifandi verur að sjá nema þá sem voru í hlaupinu eða störfuðu við það. Þar sem ég er orðin svo léleg - þá varð fljótt mjög einmannalegt... leiðin var ekkert sérstök, bara götur og tré svo ég var stundum að drepast úr leiðindum.

Það kom mér verulega á óvart hvað vatnið og orkudrykkurinn á drykkjarstöðvunum var bragðvont, varla drekkandi... boðið var upp á appelsínubita og salt-kringlu-snakk... en allt gekk upp að lokum og ég komst í mark. Fóturinn hélt nokkuð vel en æfingaleysið er bara orðinn brandari ársins... þetta gengur ekki lengur ;) 

Garmin mældi leiðina 26,7 mílur og tímann 7:01:02
Þetta maraþon er nr 190 og 8 eftir í öðrum hring um USA

..................................................

Þegar ég var að leita mér upplýsinga um hlaupið rakst ég á þetta...
http://www.americantrails.org/resources/wildlife/WildBearDeerEncntr.html 


R´N´R Seattle Marathon 13.6.2015

Rock´N´Roll Seattle Marathon & Half Marathon
Seattle, WA USA, 13.júní 2015

http://runrocknroll.competitor.com/seattle

Gögnin sótt í RNR Seattle 13.6.2015Við flugum til Seattle í gær, tékkuðum okkur inn á hótelið, sóttum gögnin og keyptum okkur morgunmat... allt annað er á "hold" þar til eftir maraþonið. Þetta er fjórða R´N´R maraþonið mitt á þessu ári... og ég er skráð í eitt í viðbót í haust.

Ég stillti klukkuna á 3am og bað um wake-up-call að auki. Ég svaf mjög illa í nótt... veit ekki af hverju... ég var ekki viss um að ég hafi sofið en Lúlli sagði að ég hefði amk dottað eitthvað. 

RNR Seattle 13.6.2015Við lögðum af stað 4:30 og vorum komin í bílastæðahúsið kl 5. Bílastæðið var við hliðina á markinu og kl 6 átti að loka götunum í kring... Ég hallaði sætinu aftur í klst en ég gat ekki sofnað... svo var það klósettröðin og troða sér í áttina að elítunni fyrir startið. 

RNR Seattle 13.6.2015Startið var aðeins frá markinu og var ræst kl 7am og ég náði að komast af stað eftir 4 mín. Það átti að vera skýjað en sólin skein allan tímann. Það var milli 25 og 30°c stiga götuhiti. Leiðin var ágæt, fáar brekkur en margra-mílna-langar götur og 4x fórum við í löng undirgöng svo 2 mílur vantaði á Garmin. Þjónustan á leiðinni var mjög góð - ég var farin að halda á klaka-glasi á milli drykkjarstöðva vegna hitans - 2x var gel í boði en enginn matur.

RNR Seattle 13.6.2015Ég fór eins hratt og fóturinn og æfingaleysið leyfði. Síðustu 3 mílurnar gekk ég með MAY (maniac) frá Toronto í Candada en við hittumst fyrst í Space Coast FL og erum báðar búnar að kaupa okkur inn í haust... báðar fegnar að fá einhvern til að kjafta við.  

Þetta maraþon er nr 189
Garmin mældi það 25,2 mílur (+2 sem vantaði) og tímann 6:59:43

Þetta er 3ja maraþonið mitt í Seattle svo enn eru eftir 9 fylki í öðrum hring um USA.

Þetta maraþon er tileinkað minningu Joe´s sem lést úr hjartaáfalli í Las Vegas í gær.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband